Telur hækkun bílastæðagjalda líklega brot á jafnræðissjónarmiðum Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2023 11:00 Sigríður telur viðhorf Dóru Bjartar lýsa firringu hvað varði tilgang gjalda í bílastæði og nú eigi einfaldlega að leggja auknar kvaðir á íbúa í vesturhluta borgarinnar og svo þá sem haldi atvinnulífi í miðborginni uppi. vísir/vilhelm Sigríður Á. Andersen lögmaður, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir hækkun bílastæðagjalda harðlega og telur hana til marks um skeytingarleysi í stjórnsýslu borgarinnar. Vísir greindi í gær frá því að tillaga um hækkun bílastæðagjalda í Reykjavíkurborg hafi verið samþykkt. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósenta hækkun á dýrasta svæðinu. Þá á að taka upp þann hátt að rukka fyrir stæði á sunnudögum, sem er nýtt. Sigríði lýst ekki á blikuna og hefur eitt og annað við þetta ráðslag að athuga. Vafasöm rök að baki gjaldheimtunni Hún vitnar til þess sem Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati í borgarstjórn hefur um málið að segja: „Þetta snýst um það að við viljum að fólk geti komið á þessi svæði og fengið bílastæði ef það þarf á því að halda. Frekar en að einhverjir aðilar noti bílastæðin yfir óþarflega langan tíma einungis vegna þess að það er svo þægilegt, af því það er annað hvort ekki gjaldskylda eða þeim finnst gjaldið vera það lágt að þeir geti látið bílinn sinn vera þar heilan dag.“ Sigríður segir að Dóra gefi sem sagt lítið fyrir þá þróun sem borgin beri ábyrgð á, að setja gjaldskyldu inn í hrein íbúðahverfi. Og þar sé vesturhluti borgarinnar einkum undir. Sigríður segir í því sambandi að rök hafi verið færð fyrir gjaldskyldu í íbúðargötum sem hafi lotið að því að koma í veg fyrir að utanaðkomandi nýti stæðin á hefðbundnum vinnutíma sem séu í sjálfu sér umdeilanleg rök. En kynnt sem mikið hagræði fyrir íbúa sem þó þurfa að greiða fyrir að leggja bílum sínum sem er hið svokallaða íbúakort. Íbúar í vesturhluta borgarinnar borga brúsann „Íbúar vesturhluta borgarinnar eru klárlega í annarri og verri stöðu en aðrir hvað varðar bílastæðaþjónstu/gatnagerð borgarinnar sem þeir þó hafa lagt fé til. Hér er um að ræða sérstaka gjaldheimtu sem eðli máls samkvæmt leggst bara á þá og þeirra gesti. Að mínu mati er þetta á mörkum þess að standast jafnræðissjónarmið en uppfyllir alveg örugglega skilyrði um skeytingarleysi í stjórnsýslu borgarinnar,“ segir Sigríður. Sigríður segir tilgangurinn einfaldlega sýna að sækja eigi tekjur til bæði þeirra sem halda uppi vinnustöðum í miðborginni, sem Sigríður telur í sjálfu sér ótrúleg afstaða borgaryfirvalda til atvinnulífs í miðborginni og svo til íbúa. „Gjaldskylda verður meira en hálfan sólarhringinn alla daga. Ekki einu sinni sunnudagar verða heilagir frá bæjardyrum stöðumælasjóðs.“ Samgöngur Reykjavík Bílastæði Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Vísir greindi í gær frá því að tillaga um hækkun bílastæðagjalda í Reykjavíkurborg hafi verið samþykkt. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósenta hækkun á dýrasta svæðinu. Þá á að taka upp þann hátt að rukka fyrir stæði á sunnudögum, sem er nýtt. Sigríði lýst ekki á blikuna og hefur eitt og annað við þetta ráðslag að athuga. Vafasöm rök að baki gjaldheimtunni Hún vitnar til þess sem Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati í borgarstjórn hefur um málið að segja: „Þetta snýst um það að við viljum að fólk geti komið á þessi svæði og fengið bílastæði ef það þarf á því að halda. Frekar en að einhverjir aðilar noti bílastæðin yfir óþarflega langan tíma einungis vegna þess að það er svo þægilegt, af því það er annað hvort ekki gjaldskylda eða þeim finnst gjaldið vera það lágt að þeir geti látið bílinn sinn vera þar heilan dag.“ Sigríður segir að Dóra gefi sem sagt lítið fyrir þá þróun sem borgin beri ábyrgð á, að setja gjaldskyldu inn í hrein íbúðahverfi. Og þar sé vesturhluti borgarinnar einkum undir. Sigríður segir í því sambandi að rök hafi verið færð fyrir gjaldskyldu í íbúðargötum sem hafi lotið að því að koma í veg fyrir að utanaðkomandi nýti stæðin á hefðbundnum vinnutíma sem séu í sjálfu sér umdeilanleg rök. En kynnt sem mikið hagræði fyrir íbúa sem þó þurfa að greiða fyrir að leggja bílum sínum sem er hið svokallaða íbúakort. Íbúar í vesturhluta borgarinnar borga brúsann „Íbúar vesturhluta borgarinnar eru klárlega í annarri og verri stöðu en aðrir hvað varðar bílastæðaþjónstu/gatnagerð borgarinnar sem þeir þó hafa lagt fé til. Hér er um að ræða sérstaka gjaldheimtu sem eðli máls samkvæmt leggst bara á þá og þeirra gesti. Að mínu mati er þetta á mörkum þess að standast jafnræðissjónarmið en uppfyllir alveg örugglega skilyrði um skeytingarleysi í stjórnsýslu borgarinnar,“ segir Sigríður. Sigríður segir tilgangurinn einfaldlega sýna að sækja eigi tekjur til bæði þeirra sem halda uppi vinnustöðum í miðborginni, sem Sigríður telur í sjálfu sér ótrúleg afstaða borgaryfirvalda til atvinnulífs í miðborginni og svo til íbúa. „Gjaldskylda verður meira en hálfan sólarhringinn alla daga. Ekki einu sinni sunnudagar verða heilagir frá bæjardyrum stöðumælasjóðs.“
Samgöngur Reykjavík Bílastæði Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira