Banaslys í keppni á undirmótaröð Formúlu 1 Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júlí 2023 12:16 Mínútuþögn var fyrir Formúlu 2 keppnina í Austurríki sem hófst nú skömmu fyrir hádegi. Vísir/Getty 18 ára gamall ökumaður lést í keppni á einni af undirmótaröðum Formúlu 1 í morgun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem banaslys verður á Spa Francorchamps brautinn í Belgíu. Mótið fór fram á Spa Francorchamps brautinni í Belgíu í morgun en mótaröðin er á vegum Alpine vélaframleiðandans sem er með lið í Formúlu 1. Aðstæður voru erfiðar og brautin blaut en kappaksturinn var stöðvaður á það sem átti að vera síðasti hringur keppninnar. Hollenski ökumaðurinn Dilano van´t Hoff lenti í árekstri við annan bíl og byrjaði bíllinn í kjölfarið að snúast. Annar bíll kom þá á mikilli ferð og keyrði inn í hliðina á bíl Van´t Hoff en skyggni á brautinni var lélegt. Tveimur og hálfum tíma eftir óhappið greindu forráðamenn mótaraðarinnar (FRECA) frá því í yfirlýsingu að Van´t Hoff hefði látist í slysinu. We are so sad to learn of the passing of Dilano van 't Hoff today at Spa-Francorchamps.Dilano died in pursuit of his dream to reach the pinnacle of motorsport.Along with the entire motorsport community, our thoughts are with his family and loved ones. Stefano Domenicali pic.twitter.com/Kn0gklf9RN— Formula 1 (@F1) July 1, 2023 Van´t Hoff var á sínu öðru tímabili í FRECA en hann náði verðlaunasæti í eitt skipti á sínu fyrsta tímabili í fyrra. Áður en hann hóf að keppa á FRECA mótaröðinni keppti hann í Formúlu 4. Þetta er ekki fyrsta banaslysið sem verður á Spa Francorchamps brautinni en árið 2019 lést Formúlu 2 ökuþórinn Anthoine Hubert í keppni á brautinni eftir að annar bíll ók í hlið bíls hans þar sem hann var stopp á brautinni. Akstursíþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Mótið fór fram á Spa Francorchamps brautinni í Belgíu í morgun en mótaröðin er á vegum Alpine vélaframleiðandans sem er með lið í Formúlu 1. Aðstæður voru erfiðar og brautin blaut en kappaksturinn var stöðvaður á það sem átti að vera síðasti hringur keppninnar. Hollenski ökumaðurinn Dilano van´t Hoff lenti í árekstri við annan bíl og byrjaði bíllinn í kjölfarið að snúast. Annar bíll kom þá á mikilli ferð og keyrði inn í hliðina á bíl Van´t Hoff en skyggni á brautinni var lélegt. Tveimur og hálfum tíma eftir óhappið greindu forráðamenn mótaraðarinnar (FRECA) frá því í yfirlýsingu að Van´t Hoff hefði látist í slysinu. We are so sad to learn of the passing of Dilano van 't Hoff today at Spa-Francorchamps.Dilano died in pursuit of his dream to reach the pinnacle of motorsport.Along with the entire motorsport community, our thoughts are with his family and loved ones. Stefano Domenicali pic.twitter.com/Kn0gklf9RN— Formula 1 (@F1) July 1, 2023 Van´t Hoff var á sínu öðru tímabili í FRECA en hann náði verðlaunasæti í eitt skipti á sínu fyrsta tímabili í fyrra. Áður en hann hóf að keppa á FRECA mótaröðinni keppti hann í Formúlu 4. Þetta er ekki fyrsta banaslysið sem verður á Spa Francorchamps brautinni en árið 2019 lést Formúlu 2 ökuþórinn Anthoine Hubert í keppni á brautinni eftir að annar bíll ók í hlið bíls hans þar sem hann var stopp á brautinni.
Akstursíþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira