Mikil breyting á gjaldskyldu í haust Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2023 22:04 Rakel Elíasdóttir er deildarstjóri hjá Bílastæðasjóði. Vísir/Einar Mikil breyting verður á gjaldskyldu á bílastæðum miðborgarinnar í haust þegar gjalddtaka verður tekinn upp á sunnudögum og til klukkan níu á kvöldin alla daga. Einnig er brugðist við því hversu margir leggja lengi í stæðunum með því setja hámark á tímalengdina og hækka tímagjaldið. Tillaga um breytingar á fyrirkomulagi gjaldtöku fyrir bílastæði í Reykjavík var samþykkt og staðfest fyrir helgi. Hún felur meðal annars í sér að gjald á gjaldsvæði númer 1 hækkar úr 430 krónum í 600 krónur, og gjaldtökutími lengist. Auk verðhækkunar á svæði eitt, verður gjaldtökutíminn á svæðum eitt og tvö, sem eru rauð og blá á skýringarmyndinni hér að neðan, lengdur til klukkan níu á kvöldin, bæði á virkum dögum og um helgar. Eins verður settur á hámarkstími upp á þrjár klukkustundir á gjaldsvæði eitt. Þá hefur gjaldskylda verið afnumin á gjaldsvæði þrjú, sem er grænt á myndinni. Svona skiptast gjaldsvæðin í Reykjavík. Eina verðbreytingin sem verður í haust er á gjaldsvæði 1, þegar klukkustundargjaldið hækkar um 170 krónur. Vísir/Hjalti Þótt breytingin hafi þegar verið samþykkt og staðfest mun hún ekki taka gildi fyrr en ný auglýsing um gjaldskyldu hefur verið birt í stjórnartíðindum, samkvæmt formanni skipulags- og umhverfisráðs er ekki útlit fyrir að það verði að veruleika fyrr en með haustinu. Deildarstjóri hjá bílastæðasjóði segir breytinguna aðeins byggða á gögnum sem fáist eftir reglulegar talningar. „Og ef nýting fer yfir ákveðna prósentu, 85 prósent, þá eru lagðar til breytingar. Annað hvort til hækkunar eða breytingar á gjaldsvæðum. Að sama skapi, ef nýting fer undir 60 prósent, þá eru líka skoðaðar breytingar í hina áttina,“ segir Rakel Elíasdóttir, deildarstjóri reksturs Bílastæðasjóðs. Dýrustu stæðin í Köben Gögnin sýni að bílastæði í miðbænum hafi verið mikið nýtt að undanförnu. „Þeir sem leggja til lengri tíma, við viljum hvetja þá til að leggja í bílahúsin okkar eða í öðrum svæðum þar sem er minni ásókn í stæði.“ Þegar nýja verðið á svæði eitt, svæðinu þar sem dýrast er að leggja, er borið saman við nágrannahöfuðborgir Íslands á gengi dagsins í dag kemur í ljós að bílastæði í Reykjavík eru ódýrari en í Stokkhólmi, Ósló og Kaupmannahöfn. Dýrast er að leggja á dýrasta svæðinu í Kaupmannahöfn, þar sem klukkustundin á dýrasta svæðinu kostar 819 krónur. Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að bílastæði væru ódýrari í Ósló og Stokkhólmi en í Reykjavík. Það hefur nú verið leiðrétt. Samgöngur Reykjavík Bílastæði Tengdar fréttir Lengri gjaldskylda og sunnudagar ekki lengur ókeypis Tillaga um að hækka bílastæðagjöld í Reykjavíkurborg hefur verið samþykkt og staðfest. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósent hækkun á dýrasta svæðinu. Þá verður gjaldskylda sums staðar lengra fram á kvöld. Engin gjaldskylda á sunnudögum mun heyra sögunni til. 29. júní 2023 15:40 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Tillaga um breytingar á fyrirkomulagi gjaldtöku fyrir bílastæði í Reykjavík var samþykkt og staðfest fyrir helgi. Hún felur meðal annars í sér að gjald á gjaldsvæði númer 1 hækkar úr 430 krónum í 600 krónur, og gjaldtökutími lengist. Auk verðhækkunar á svæði eitt, verður gjaldtökutíminn á svæðum eitt og tvö, sem eru rauð og blá á skýringarmyndinni hér að neðan, lengdur til klukkan níu á kvöldin, bæði á virkum dögum og um helgar. Eins verður settur á hámarkstími upp á þrjár klukkustundir á gjaldsvæði eitt. Þá hefur gjaldskylda verið afnumin á gjaldsvæði þrjú, sem er grænt á myndinni. Svona skiptast gjaldsvæðin í Reykjavík. Eina verðbreytingin sem verður í haust er á gjaldsvæði 1, þegar klukkustundargjaldið hækkar um 170 krónur. Vísir/Hjalti Þótt breytingin hafi þegar verið samþykkt og staðfest mun hún ekki taka gildi fyrr en ný auglýsing um gjaldskyldu hefur verið birt í stjórnartíðindum, samkvæmt formanni skipulags- og umhverfisráðs er ekki útlit fyrir að það verði að veruleika fyrr en með haustinu. Deildarstjóri hjá bílastæðasjóði segir breytinguna aðeins byggða á gögnum sem fáist eftir reglulegar talningar. „Og ef nýting fer yfir ákveðna prósentu, 85 prósent, þá eru lagðar til breytingar. Annað hvort til hækkunar eða breytingar á gjaldsvæðum. Að sama skapi, ef nýting fer undir 60 prósent, þá eru líka skoðaðar breytingar í hina áttina,“ segir Rakel Elíasdóttir, deildarstjóri reksturs Bílastæðasjóðs. Dýrustu stæðin í Köben Gögnin sýni að bílastæði í miðbænum hafi verið mikið nýtt að undanförnu. „Þeir sem leggja til lengri tíma, við viljum hvetja þá til að leggja í bílahúsin okkar eða í öðrum svæðum þar sem er minni ásókn í stæði.“ Þegar nýja verðið á svæði eitt, svæðinu þar sem dýrast er að leggja, er borið saman við nágrannahöfuðborgir Íslands á gengi dagsins í dag kemur í ljós að bílastæði í Reykjavík eru ódýrari en í Stokkhólmi, Ósló og Kaupmannahöfn. Dýrast er að leggja á dýrasta svæðinu í Kaupmannahöfn, þar sem klukkustundin á dýrasta svæðinu kostar 819 krónur. Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að bílastæði væru ódýrari í Ósló og Stokkhólmi en í Reykjavík. Það hefur nú verið leiðrétt.
Samgöngur Reykjavík Bílastæði Tengdar fréttir Lengri gjaldskylda og sunnudagar ekki lengur ókeypis Tillaga um að hækka bílastæðagjöld í Reykjavíkurborg hefur verið samþykkt og staðfest. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósent hækkun á dýrasta svæðinu. Þá verður gjaldskylda sums staðar lengra fram á kvöld. Engin gjaldskylda á sunnudögum mun heyra sögunni til. 29. júní 2023 15:40 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Lengri gjaldskylda og sunnudagar ekki lengur ókeypis Tillaga um að hækka bílastæðagjöld í Reykjavíkurborg hefur verið samþykkt og staðfest. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósent hækkun á dýrasta svæðinu. Þá verður gjaldskylda sums staðar lengra fram á kvöld. Engin gjaldskylda á sunnudögum mun heyra sögunni til. 29. júní 2023 15:40