Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Heimir Már Pétursson skrifar 3. júlí 2023 19:30 Bekkjafélagar bera lík fimmtán ára skólasystur sinnar sem féll í árás Ísraelsmanna í dag. AP/Majdi Mohammed Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. Ísraelsher hóf árásir á flóttamannabúðirnar í Jenin með drónum upp úr miðnætti og sprengdi meðal annars upp hús sem þeir segja hafa verið dvalarstaður hryðjuverkamanna. Skömmu síðar réðust eitt til tvö þúsund ísraelskir hermenna inn í búðirnar og skotbardagar milli þeirra og íbúa brutust út. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa fallið og um eða yfir 50 særst þar af tíu alvarlega. Reyk hefur lagt frá búðunum í allan dag. Þar dvelja Palestínumenn sem Ísraelsher, eða ólöglegir landtökumenn þeirra, hafa hrakið frá heimilum sínum allt frá stofnun ísraelsríkis árið 1948. Forsætisráðherra Palestínu segir Ísraelsmenn ætla að uppræta búðirnar. Árás Ísraelshers á Jenin í dag er mesta hernaðaraðgerð sem Ísrael hefur gripið til frá uppreisn Palestínumanna á hernumdu svæðunum árið 2002.AP/Majdi Mohammed „Við hvetjum heimsbyggðina til að stöðva þegar í stað árásirnar á fólkið okkar í Jenin. Við krefjumst þess að tekið verði á þessu og landtökugengjunum mætt af hörku. Við krefjumst þess að öllum hugsanlegum refsiaðgerðum verði beitt gegn Ísrael, árásarríkinu sem styður hryðjuverkastarfsemi landtökuliðanna,““ sagði Shtayyeh í dag. Um fjórtán þúsund manns búa í búðunum sem eru í raun um 0,4 ferkílómetra stór hluti borgarinnar, samsvarandi Þingholtunum í Reykjavík. Eli Cohen utanríkisráðherra Ísraels segir að hryðjuverkamenn fái engan griðastað. „Vegna skipulagningar hryðjuverka og fjármuna sem þeir fá frá Íran eru búðirnar í Jenin orðnar að miðstöð hryðjuverkastarfsemi,“ segir Cohen. Særður palestínumaður færður úr Jenin flóttamannabúðunum í dag.AP/Nasser Nasser Í vikunni sagði Gideon Levy, margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður, í viðtali viðokkur nýleg ríkisstjórn Ísraels væri versta fasista - og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis. Ísraelsmenn muni ekki láta af aðskilnaðarstefnu sinni og hernaði gegn Palestínumönnum fyrr alþjóðasamfélagiðrefsaði þeim. „Tvær og hálf til þrjár milljónir manna búa þar við mjög óvægna harðstjórn og hernám. Hvaða nótt sem er geta hermenn komið inn ísvefnherbergi manns með hunda og handtekið eitt af börnum manns. Á hverri stundu er virðing manns, eignir og líf í hættu. Á nóttu sem degi,“ sagði Levy meðal annars í viðtali við fréttastofuna. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. 3. júlí 2023 16:01 Refsa þurfi Ísraelsmönnum til að koma á friði Margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður segir að Ísraelsmenn muni ekki láta af hernaði sínum og aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum fyrr en alþjóðasamfélagið refsi þeim. Núverandi ríkisstjórn landsins væri versta fasista- og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis. 29. júní 2023 23:31 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Ísraelsher hóf árásir á flóttamannabúðirnar í Jenin með drónum upp úr miðnætti og sprengdi meðal annars upp hús sem þeir segja hafa verið dvalarstaður hryðjuverkamanna. Skömmu síðar réðust eitt til tvö þúsund ísraelskir hermenna inn í búðirnar og skotbardagar milli þeirra og íbúa brutust út. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa fallið og um eða yfir 50 særst þar af tíu alvarlega. Reyk hefur lagt frá búðunum í allan dag. Þar dvelja Palestínumenn sem Ísraelsher, eða ólöglegir landtökumenn þeirra, hafa hrakið frá heimilum sínum allt frá stofnun ísraelsríkis árið 1948. Forsætisráðherra Palestínu segir Ísraelsmenn ætla að uppræta búðirnar. Árás Ísraelshers á Jenin í dag er mesta hernaðaraðgerð sem Ísrael hefur gripið til frá uppreisn Palestínumanna á hernumdu svæðunum árið 2002.AP/Majdi Mohammed „Við hvetjum heimsbyggðina til að stöðva þegar í stað árásirnar á fólkið okkar í Jenin. Við krefjumst þess að tekið verði á þessu og landtökugengjunum mætt af hörku. Við krefjumst þess að öllum hugsanlegum refsiaðgerðum verði beitt gegn Ísrael, árásarríkinu sem styður hryðjuverkastarfsemi landtökuliðanna,““ sagði Shtayyeh í dag. Um fjórtán þúsund manns búa í búðunum sem eru í raun um 0,4 ferkílómetra stór hluti borgarinnar, samsvarandi Þingholtunum í Reykjavík. Eli Cohen utanríkisráðherra Ísraels segir að hryðjuverkamenn fái engan griðastað. „Vegna skipulagningar hryðjuverka og fjármuna sem þeir fá frá Íran eru búðirnar í Jenin orðnar að miðstöð hryðjuverkastarfsemi,“ segir Cohen. Særður palestínumaður færður úr Jenin flóttamannabúðunum í dag.AP/Nasser Nasser Í vikunni sagði Gideon Levy, margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður, í viðtali viðokkur nýleg ríkisstjórn Ísraels væri versta fasista - og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis. Ísraelsmenn muni ekki láta af aðskilnaðarstefnu sinni og hernaði gegn Palestínumönnum fyrr alþjóðasamfélagiðrefsaði þeim. „Tvær og hálf til þrjár milljónir manna búa þar við mjög óvægna harðstjórn og hernám. Hvaða nótt sem er geta hermenn komið inn ísvefnherbergi manns með hunda og handtekið eitt af börnum manns. Á hverri stundu er virðing manns, eignir og líf í hættu. Á nóttu sem degi,“ sagði Levy meðal annars í viðtali við fréttastofuna.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. 3. júlí 2023 16:01 Refsa þurfi Ísraelsmönnum til að koma á friði Margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður segir að Ísraelsmenn muni ekki láta af hernaði sínum og aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum fyrr en alþjóðasamfélagið refsi þeim. Núverandi ríkisstjórn landsins væri versta fasista- og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis. 29. júní 2023 23:31 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. 3. júlí 2023 16:01
Refsa þurfi Ísraelsmönnum til að koma á friði Margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður segir að Ísraelsmenn muni ekki láta af hernaði sínum og aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum fyrr en alþjóðasamfélagið refsi þeim. Núverandi ríkisstjórn landsins væri versta fasista- og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis. 29. júní 2023 23:31