Stoltenberg stýrir NATO áfram Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2023 10:11 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagins. AP/Olivier Matthys Jens Stoltenberg stýrir Atlantshafsbandalaginu (NATO) áfram næsta árið. Þetta er i þriðja skiptið sem framkvæmdastjóratíð Stoltenberg er framlengd hjá sambandinu en hann hefur gegnt embættinu í níu ár. Upphaflega átti Stoltenberg að láta af embætti í september en ákveðið var að bíða með breytingar í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu. Endurnýjunin nú þýðir að hann gegnir starfinu áfram til 1. október 2024. Stoltenberg, sem er fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, sagðist upp með sér yfir ákvörðun aðildarríkjanna um að framlengja samning hans sem framkvæmdastjóra í tísti í dag. „Tengsl Evrópu og Norður-Ameríku yfir Atlantshafið hafa tryggt frelsi okkar og öryggi í nærri því 75 ár og í hættulegri heimi er bandalag okkar mikilvægara en nokkru sinni fyrr,“ tísti Stoltenberg. Honoured by #NATO Allies' decision to extend my term as Secretary General until 1 October 2024. The transatlantic bond between Europe & North America has ensured our freedom & security for nearly 75 years, and in a more dangerous world, our Alliance is more important than ever.— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) July 4, 2023 AP-fréttastofan segir að til hafi staðið að tilnefna eftirmann Stoltenberg á leiðtogafundi NATO í Litháen í næstu viku. Aðildarríkjunum hafi hins vegar ekki tekist að koma sér saman um hver það ætti að vera. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands og Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, voru nefnd sem mögulegir arftakar Stoltenberg. Stoltenberg tók við framvæmdastjórastólnum árið 2014. Hann er næstþaulsetnasti framkvæmdastjóri NATO á eftir Joseph Luns, fyrrverandi utanríkisráðherra Hollands, sem gegndi starfinu í tæp þrettán ár frá 1971. Fréttin hefur verið uppfærð. NATO Noregur Tengdar fréttir Aðildarríkin vilja Stoltenberg áfram en hann virðist tregur til Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins eru sögð hafa verið sammála um að fara þess á leit við Jens Stoltenberg að hann verði áfram framkvæmdastjóri bandalagsins. 28. júní 2023 11:14 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Upphaflega átti Stoltenberg að láta af embætti í september en ákveðið var að bíða með breytingar í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu. Endurnýjunin nú þýðir að hann gegnir starfinu áfram til 1. október 2024. Stoltenberg, sem er fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, sagðist upp með sér yfir ákvörðun aðildarríkjanna um að framlengja samning hans sem framkvæmdastjóra í tísti í dag. „Tengsl Evrópu og Norður-Ameríku yfir Atlantshafið hafa tryggt frelsi okkar og öryggi í nærri því 75 ár og í hættulegri heimi er bandalag okkar mikilvægara en nokkru sinni fyrr,“ tísti Stoltenberg. Honoured by #NATO Allies' decision to extend my term as Secretary General until 1 October 2024. The transatlantic bond between Europe & North America has ensured our freedom & security for nearly 75 years, and in a more dangerous world, our Alliance is more important than ever.— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) July 4, 2023 AP-fréttastofan segir að til hafi staðið að tilnefna eftirmann Stoltenberg á leiðtogafundi NATO í Litháen í næstu viku. Aðildarríkjunum hafi hins vegar ekki tekist að koma sér saman um hver það ætti að vera. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands og Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, voru nefnd sem mögulegir arftakar Stoltenberg. Stoltenberg tók við framvæmdastjórastólnum árið 2014. Hann er næstþaulsetnasti framkvæmdastjóri NATO á eftir Joseph Luns, fyrrverandi utanríkisráðherra Hollands, sem gegndi starfinu í tæp þrettán ár frá 1971. Fréttin hefur verið uppfærð.
NATO Noregur Tengdar fréttir Aðildarríkin vilja Stoltenberg áfram en hann virðist tregur til Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins eru sögð hafa verið sammála um að fara þess á leit við Jens Stoltenberg að hann verði áfram framkvæmdastjóri bandalagsins. 28. júní 2023 11:14 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Aðildarríkin vilja Stoltenberg áfram en hann virðist tregur til Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins eru sögð hafa verið sammála um að fara þess á leit við Jens Stoltenberg að hann verði áfram framkvæmdastjóri bandalagsins. 28. júní 2023 11:14