Hraktist í burtu eftir erjur við stuðningsmenn liðsins Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2023 11:31 Hedvig Lindahl hefur leikið nærri 200 A-landsleiki fyrir Svíþjóð. Getty/Joe Prior Sænski markvörðurinn Hedvid Lindahl, sem hefur leikið nærri 200 landsleiki fyrir Svíþjóð, hefur rift samningi sínum við Djurgården í kjölfar deilna við stuðningsmenn liðsins. Lindahl, sem er fertug, kom til Djurgården í fyrra en hluta af stuðningsmönnum liðsins hefur fundist hún of vinaleg í garð erkifjendanna í Hammarby. Í grein BBC segir að Lindahl hafi til að mynda verið gagnrýnd fyrir tíst á Twitter þar sem hún hrósaði stuðningsmönnum Hammarby, eftir annan leik sinn fyrir Djurgården. Þá náðist mynd af henni að árita sænska landsliðsmarkmannstreyju fyrir stuðningsmann Hammarby. Lindahl segist hafa orðið fyrir áreitni í nokkur skipti. Hún segist vilja að stuðningsmönnum líði öruggum á vellinum og þess vegna reyni hún að eiga góð samskipti einnig við stuðningsmenn andstæðinga síns liðs. Hún vilji ekki að bullumenningin sem loðað hafi við karlafótbolta færist einnig yfir í kvennafótbolta. Former Sweden goalkeeper Hedvig Lindahl's long career may be at an end after her club Djurgarden terminated her contract by mutual agreement following a turbulent spell with the Stockholm side. https://t.co/oEZIwCJ2nr— Reuters Sports (@ReutersSports) July 3, 2023 Grímuklæddir og köstuðu blysum Nokkrir stuðningsmenn Djurgården mættu grímuklæddir og sýndu ógnandi hegðun á leik Djurgården við Linköping í júní, sem Djurgården tapaði 4-1, þar sem blysum var til að mynda kastað inn á völlinn. Í maí var greint frá fjórum líkamsárásum á lestarstöð eftir 1-0 tap Djurgården gegn Hammarby, og sagði Lindahl þá að slíkt ofbeldi ætti ekki að líðast. En þær fótboltabullur sem baunað hafa á Lindahl á samfélagsmiðlum hafa ekki látið sér segjast og á einum leik mætti hópur með borða sem á stóð: „Við erum gengið sem ekki er óskað eftir í deildinni hennar Lindahl. Hedvig, þú munt aldrei þagga niður í okkur.“ „Ég vonaði að mér tækist að snúa hlutunum við gagnvart stuðningsmönnunum en við náðum aldrei þangað,“ sagði Lindahl við BBC. Ferlinum mögulega lokið Hún hefur á ferli sínum meðal annars unnið ensku úrvalsdeildina tvisvar með Chelsea, komist tvisvar í úrslitaleik Ólympíuleikanna með Svíþjóð, og unnið silfur á HM 2003. Hún hefur einnig spilað með liðum á borð við Wolfsburg og Atlético Madrid. Lindahl segist nú vera að íhuga að leggja hanskana á hilluna en vonist þó til að geta lokið ferlinum með jákvæðari hætti. Hún hafi fengið frábæran stuðning frá liðsfélögum og starfsfólki Djurgården „í öllu þessu drama.“ „Ég vona að núna þegar ég er ekki lengur inni í myndinni þá muni fólk koma og styðja þau. Ef ég var ástæðan fyrir því að einhverjir komu ekki til að styðja þá geta þeir mætt núna,“ sagði Lindahl. Sænski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Sjá meira
Lindahl, sem er fertug, kom til Djurgården í fyrra en hluta af stuðningsmönnum liðsins hefur fundist hún of vinaleg í garð erkifjendanna í Hammarby. Í grein BBC segir að Lindahl hafi til að mynda verið gagnrýnd fyrir tíst á Twitter þar sem hún hrósaði stuðningsmönnum Hammarby, eftir annan leik sinn fyrir Djurgården. Þá náðist mynd af henni að árita sænska landsliðsmarkmannstreyju fyrir stuðningsmann Hammarby. Lindahl segist hafa orðið fyrir áreitni í nokkur skipti. Hún segist vilja að stuðningsmönnum líði öruggum á vellinum og þess vegna reyni hún að eiga góð samskipti einnig við stuðningsmenn andstæðinga síns liðs. Hún vilji ekki að bullumenningin sem loðað hafi við karlafótbolta færist einnig yfir í kvennafótbolta. Former Sweden goalkeeper Hedvig Lindahl's long career may be at an end after her club Djurgarden terminated her contract by mutual agreement following a turbulent spell with the Stockholm side. https://t.co/oEZIwCJ2nr— Reuters Sports (@ReutersSports) July 3, 2023 Grímuklæddir og köstuðu blysum Nokkrir stuðningsmenn Djurgården mættu grímuklæddir og sýndu ógnandi hegðun á leik Djurgården við Linköping í júní, sem Djurgården tapaði 4-1, þar sem blysum var til að mynda kastað inn á völlinn. Í maí var greint frá fjórum líkamsárásum á lestarstöð eftir 1-0 tap Djurgården gegn Hammarby, og sagði Lindahl þá að slíkt ofbeldi ætti ekki að líðast. En þær fótboltabullur sem baunað hafa á Lindahl á samfélagsmiðlum hafa ekki látið sér segjast og á einum leik mætti hópur með borða sem á stóð: „Við erum gengið sem ekki er óskað eftir í deildinni hennar Lindahl. Hedvig, þú munt aldrei þagga niður í okkur.“ „Ég vonaði að mér tækist að snúa hlutunum við gagnvart stuðningsmönnunum en við náðum aldrei þangað,“ sagði Lindahl við BBC. Ferlinum mögulega lokið Hún hefur á ferli sínum meðal annars unnið ensku úrvalsdeildina tvisvar með Chelsea, komist tvisvar í úrslitaleik Ólympíuleikanna með Svíþjóð, og unnið silfur á HM 2003. Hún hefur einnig spilað með liðum á borð við Wolfsburg og Atlético Madrid. Lindahl segist nú vera að íhuga að leggja hanskana á hilluna en vonist þó til að geta lokið ferlinum með jákvæðari hætti. Hún hafi fengið frábæran stuðning frá liðsfélögum og starfsfólki Djurgården „í öllu þessu drama.“ „Ég vona að núna þegar ég er ekki lengur inni í myndinni þá muni fólk koma og styðja þau. Ef ég var ástæðan fyrir því að einhverjir komu ekki til að styðja þá geta þeir mætt núna,“ sagði Lindahl.
Sænski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Sjá meira