Hraktist í burtu eftir erjur við stuðningsmenn liðsins Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2023 11:31 Hedvig Lindahl hefur leikið nærri 200 A-landsleiki fyrir Svíþjóð. Getty/Joe Prior Sænski markvörðurinn Hedvid Lindahl, sem hefur leikið nærri 200 landsleiki fyrir Svíþjóð, hefur rift samningi sínum við Djurgården í kjölfar deilna við stuðningsmenn liðsins. Lindahl, sem er fertug, kom til Djurgården í fyrra en hluta af stuðningsmönnum liðsins hefur fundist hún of vinaleg í garð erkifjendanna í Hammarby. Í grein BBC segir að Lindahl hafi til að mynda verið gagnrýnd fyrir tíst á Twitter þar sem hún hrósaði stuðningsmönnum Hammarby, eftir annan leik sinn fyrir Djurgården. Þá náðist mynd af henni að árita sænska landsliðsmarkmannstreyju fyrir stuðningsmann Hammarby. Lindahl segist hafa orðið fyrir áreitni í nokkur skipti. Hún segist vilja að stuðningsmönnum líði öruggum á vellinum og þess vegna reyni hún að eiga góð samskipti einnig við stuðningsmenn andstæðinga síns liðs. Hún vilji ekki að bullumenningin sem loðað hafi við karlafótbolta færist einnig yfir í kvennafótbolta. Former Sweden goalkeeper Hedvig Lindahl's long career may be at an end after her club Djurgarden terminated her contract by mutual agreement following a turbulent spell with the Stockholm side. https://t.co/oEZIwCJ2nr— Reuters Sports (@ReutersSports) July 3, 2023 Grímuklæddir og köstuðu blysum Nokkrir stuðningsmenn Djurgården mættu grímuklæddir og sýndu ógnandi hegðun á leik Djurgården við Linköping í júní, sem Djurgården tapaði 4-1, þar sem blysum var til að mynda kastað inn á völlinn. Í maí var greint frá fjórum líkamsárásum á lestarstöð eftir 1-0 tap Djurgården gegn Hammarby, og sagði Lindahl þá að slíkt ofbeldi ætti ekki að líðast. En þær fótboltabullur sem baunað hafa á Lindahl á samfélagsmiðlum hafa ekki látið sér segjast og á einum leik mætti hópur með borða sem á stóð: „Við erum gengið sem ekki er óskað eftir í deildinni hennar Lindahl. Hedvig, þú munt aldrei þagga niður í okkur.“ „Ég vonaði að mér tækist að snúa hlutunum við gagnvart stuðningsmönnunum en við náðum aldrei þangað,“ sagði Lindahl við BBC. Ferlinum mögulega lokið Hún hefur á ferli sínum meðal annars unnið ensku úrvalsdeildina tvisvar með Chelsea, komist tvisvar í úrslitaleik Ólympíuleikanna með Svíþjóð, og unnið silfur á HM 2003. Hún hefur einnig spilað með liðum á borð við Wolfsburg og Atlético Madrid. Lindahl segist nú vera að íhuga að leggja hanskana á hilluna en vonist þó til að geta lokið ferlinum með jákvæðari hætti. Hún hafi fengið frábæran stuðning frá liðsfélögum og starfsfólki Djurgården „í öllu þessu drama.“ „Ég vona að núna þegar ég er ekki lengur inni í myndinni þá muni fólk koma og styðja þau. Ef ég var ástæðan fyrir því að einhverjir komu ekki til að styðja þá geta þeir mætt núna,“ sagði Lindahl. Sænski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira
Lindahl, sem er fertug, kom til Djurgården í fyrra en hluta af stuðningsmönnum liðsins hefur fundist hún of vinaleg í garð erkifjendanna í Hammarby. Í grein BBC segir að Lindahl hafi til að mynda verið gagnrýnd fyrir tíst á Twitter þar sem hún hrósaði stuðningsmönnum Hammarby, eftir annan leik sinn fyrir Djurgården. Þá náðist mynd af henni að árita sænska landsliðsmarkmannstreyju fyrir stuðningsmann Hammarby. Lindahl segist hafa orðið fyrir áreitni í nokkur skipti. Hún segist vilja að stuðningsmönnum líði öruggum á vellinum og þess vegna reyni hún að eiga góð samskipti einnig við stuðningsmenn andstæðinga síns liðs. Hún vilji ekki að bullumenningin sem loðað hafi við karlafótbolta færist einnig yfir í kvennafótbolta. Former Sweden goalkeeper Hedvig Lindahl's long career may be at an end after her club Djurgarden terminated her contract by mutual agreement following a turbulent spell with the Stockholm side. https://t.co/oEZIwCJ2nr— Reuters Sports (@ReutersSports) July 3, 2023 Grímuklæddir og köstuðu blysum Nokkrir stuðningsmenn Djurgården mættu grímuklæddir og sýndu ógnandi hegðun á leik Djurgården við Linköping í júní, sem Djurgården tapaði 4-1, þar sem blysum var til að mynda kastað inn á völlinn. Í maí var greint frá fjórum líkamsárásum á lestarstöð eftir 1-0 tap Djurgården gegn Hammarby, og sagði Lindahl þá að slíkt ofbeldi ætti ekki að líðast. En þær fótboltabullur sem baunað hafa á Lindahl á samfélagsmiðlum hafa ekki látið sér segjast og á einum leik mætti hópur með borða sem á stóð: „Við erum gengið sem ekki er óskað eftir í deildinni hennar Lindahl. Hedvig, þú munt aldrei þagga niður í okkur.“ „Ég vonaði að mér tækist að snúa hlutunum við gagnvart stuðningsmönnunum en við náðum aldrei þangað,“ sagði Lindahl við BBC. Ferlinum mögulega lokið Hún hefur á ferli sínum meðal annars unnið ensku úrvalsdeildina tvisvar með Chelsea, komist tvisvar í úrslitaleik Ólympíuleikanna með Svíþjóð, og unnið silfur á HM 2003. Hún hefur einnig spilað með liðum á borð við Wolfsburg og Atlético Madrid. Lindahl segist nú vera að íhuga að leggja hanskana á hilluna en vonist þó til að geta lokið ferlinum með jákvæðari hætti. Hún hafi fengið frábæran stuðning frá liðsfélögum og starfsfólki Djurgården „í öllu þessu drama.“ „Ég vona að núna þegar ég er ekki lengur inni í myndinni þá muni fólk koma og styðja þau. Ef ég var ástæðan fyrir því að einhverjir komu ekki til að styðja þá geta þeir mætt núna,“ sagði Lindahl.
Sænski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira