Dótturfélag Pipar/TBWA tekur yfir sögufræga skandinavíska hönnunarstofu Eiður Þór Árnason skrifar 4. júlí 2023 18:02 Valgeir Magnússon framkvæmdastjóri TBWA\Norway og stjórnarformaður Pipar\TBWA, Silje M. Storhaug framkvæmdastjóri SDG og Nicolay Jernberg aðstoðarframkvæmdastjóri TBWA\Norway. Pipar TBWA\Norway, dótturfélag íslensku auglýsingastofunnar Pipar\TBWA, hefur keypt rekstur hönnunarstofunnar Scandinavian Design Group (SDG). SDG hefur verið starfrækt frá árinu 1987 og er að sögn Pipar/TBWA meðal þekktustu hönnunarstofa á Norðurlöndunum. Frá þessu er greint í tilkynningu en með sameiningu fyrirtækjanna tveggja og The Engine Nordic sem er fyrir í eigu Pipar/TBWA stendur til að ná fram samlegðaráhrifum og efla þjónustuframboðið fyrir viðskiptavini á Norðurlöndunum. Við þessa breytingu verða starfsmenn í Noregi þrjátíu talsins og yfir þrjú hundruð í samtals fimm Norðurlöndum. „Þessi breyting eykur verulega á möguleika okkar til að vaxa í Noregi og á Norðurlandamarkaði. Við þetta nást miklir viðbótamöguleikar í vörumerkjauppbyggingu fyrir viðskiptavini okkar í Noregi ásamt því að viðskiptavinir okkar á Íslandi geta nú haft beinan aðgang að teymi sem hefur unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna á sviði vörumerkjauppbyggingar og hönnunar,“ er haft eftir Guðmundi H. Pálssyni, framkvæmdastjóra Pipar\TBWA í tilkynningu. Vilja byggja á arfleifð SDG Valgeir Magnusson, framkvæmdastjóri TBWA\Norway, segir að verið sé að tengja tvo sterka heima með mikla sögu. „Við trúum á hina stórkostlegu hönnunar- og stefnumótunarþekkingu hjá SDG, ásamt auglýsinga- og samskiptaþekkingu TBWA. Svo þessu til viðbótar kemur stafræna þekkingin sem við höfum í The Engine Nordic og hvernig við getum náð snertingu við viðskiptavini með nýstárlegum hætti. Við viljum byggja á arfleifð SDG á Norðurlöndum og nýta okkur arfleifð TBWA um allan heim til að auka breiddina í þjónustuframboði okkar. Að vinna undir svona þekktu og sögufrægu vörumerki í Noregi og víðar á Norðurlöndum munum við spara okkur mikinn tíma við að byggja upp okkar markað.“ „Við erum mjög ánægð og spennt fyrir því að SDG sameinist við TBWA í Noregi. Við sjáum möguleika á að ná meiri árangri fyrir okkar fyrirtæki og breikka okkar þjónustu verulega.” segir Silje M. Storhaug framkvæmdastjóri SDG. Meiri þörf fyrir góða hönnun Í dag starfa fyrirtækin meðal annars fyrir vörumerkin HEAD, RevOcean, Vipps, Innovasjon Norge, Sparebank1, Nestlé, Zaptec, Schibsted, Aneo, Norwegian Property, Norges Bank, Norsk Helsenett, Amerikalinjen, Entur, Provocativo, Domino‘s, The Viking Planet, elsta gosframeliðandi Noregs; Oscar Sylte og bjórframleiðendurna Grans and Aass. Nick Bilmes, leiðtogi stefnumótunar hjá SDG, segir um að ræða sameiningu tveggja sterkra hefða og arfleifðar. „Drifkrafturinn sem kemur frá alþjóðlegu neti TBWA og stafrænu þekkingu The Engine Nordic gerir það að verkum að það verður mjög spennandi fyrir okkur að byggja ofan á arfleifðina frá SDG inn í framtíðina, þar sem sífellt er meiri þörf fyrir góða hönnun,“ er haft eftir honum í tilkynningu. Auglýsinga- og markaðsmál Kaup og sala fyrirtækja Noregur Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu en með sameiningu fyrirtækjanna tveggja og The Engine Nordic sem er fyrir í eigu Pipar/TBWA stendur til að ná fram samlegðaráhrifum og efla þjónustuframboðið fyrir viðskiptavini á Norðurlöndunum. Við þessa breytingu verða starfsmenn í Noregi þrjátíu talsins og yfir þrjú hundruð í samtals fimm Norðurlöndum. „Þessi breyting eykur verulega á möguleika okkar til að vaxa í Noregi og á Norðurlandamarkaði. Við þetta nást miklir viðbótamöguleikar í vörumerkjauppbyggingu fyrir viðskiptavini okkar í Noregi ásamt því að viðskiptavinir okkar á Íslandi geta nú haft beinan aðgang að teymi sem hefur unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna á sviði vörumerkjauppbyggingar og hönnunar,“ er haft eftir Guðmundi H. Pálssyni, framkvæmdastjóra Pipar\TBWA í tilkynningu. Vilja byggja á arfleifð SDG Valgeir Magnusson, framkvæmdastjóri TBWA\Norway, segir að verið sé að tengja tvo sterka heima með mikla sögu. „Við trúum á hina stórkostlegu hönnunar- og stefnumótunarþekkingu hjá SDG, ásamt auglýsinga- og samskiptaþekkingu TBWA. Svo þessu til viðbótar kemur stafræna þekkingin sem við höfum í The Engine Nordic og hvernig við getum náð snertingu við viðskiptavini með nýstárlegum hætti. Við viljum byggja á arfleifð SDG á Norðurlöndum og nýta okkur arfleifð TBWA um allan heim til að auka breiddina í þjónustuframboði okkar. Að vinna undir svona þekktu og sögufrægu vörumerki í Noregi og víðar á Norðurlöndum munum við spara okkur mikinn tíma við að byggja upp okkar markað.“ „Við erum mjög ánægð og spennt fyrir því að SDG sameinist við TBWA í Noregi. Við sjáum möguleika á að ná meiri árangri fyrir okkar fyrirtæki og breikka okkar þjónustu verulega.” segir Silje M. Storhaug framkvæmdastjóri SDG. Meiri þörf fyrir góða hönnun Í dag starfa fyrirtækin meðal annars fyrir vörumerkin HEAD, RevOcean, Vipps, Innovasjon Norge, Sparebank1, Nestlé, Zaptec, Schibsted, Aneo, Norwegian Property, Norges Bank, Norsk Helsenett, Amerikalinjen, Entur, Provocativo, Domino‘s, The Viking Planet, elsta gosframeliðandi Noregs; Oscar Sylte og bjórframleiðendurna Grans and Aass. Nick Bilmes, leiðtogi stefnumótunar hjá SDG, segir um að ræða sameiningu tveggja sterkra hefða og arfleifðar. „Drifkrafturinn sem kemur frá alþjóðlegu neti TBWA og stafrænu þekkingu The Engine Nordic gerir það að verkum að það verður mjög spennandi fyrir okkur að byggja ofan á arfleifðina frá SDG inn í framtíðina, þar sem sífellt er meiri þörf fyrir góða hönnun,“ er haft eftir honum í tilkynningu.
Auglýsinga- og markaðsmál Kaup og sala fyrirtækja Noregur Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira