Eilífur fann gleraugnaþjófinn á ólíklegum stað Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. júlí 2023 21:01 Leikstjórinn Eilífur segir frá reynslunni af sólgleraugnaþjófnaðinum. Þegar leikstjórinn Eilífur Örn Þrastarson lenti í því að Ray Ban sólgleraugunum hans var stolið tók hann málin í sínar hendur. Hann fann gleraugun á ólíklegum stað og segist heppinn að sleppa með þau lifandi úr bæli þjófsins. Eilífur, sem er annar eigandi framleiðslufyrirtækisins Snark, greinir frá reynslunni á Instagram síðu sinni. Við Vísi segist hann hafa tapað sólgleraugunum einhvers staðar í miðbæ Reykjavíkur, um klukkan níu á miðvikudaginn. „Ég veit ekki nákvæmlega hvar þau hurfu en áður en ég vissi af voru þau ekki lengur í vasanum mínum,“ segir Eilífur. En í gleraugnahulstrinu hafði Eilífur falið Apple Airtag rakningarmerki og það átti eftir að koma sér vel. „Ég hafði mjög gaman af þessu. Ég var að bíða og sjá hvort að sá sem tók gleraugun myndi fara með þau eitthvert, kannski í gleraugnabúð. Þá ætlaði ég að elta,“ segir Eilífur. En hann hefur lent í þessu áður. „Fyrstu gleraugun enduðu í risablokk og það var engin leið fyrir mig að finna þau.“ Í þetta skipti skildi það takast að endurheimta gleraugun. Rakning í Árskóga Rakningin leiddi Eilíf upp í Breiðholtið. Nánar tiltekið að Árskógum 4 en þar er dvalarheimili aldraðra, Hrafnista Skógarbær. Eilífur ákvað að bíða og sjá til í nokkra daga. Að lokum ákvað hann að fara á stjá. Hann hafði samband við starfsfólk og hóf mikla leit að sökudólgnum. Þá kom upp einn líklegur kandídat, nafnið er ekki gefið upp en við skulum kalla hann Hjörvar. Var Eilífi sagt að Hjörvar væri alltaf að taka hluti. Herbergi Hjörvars er á annarri hæð og Eilífur fann að eitthvað var að gerast. Síminn fann merkið frá gleraugnahulstrinu þar nálægt. En herbergi Hjörvars var yfirfullt af drasli og yfirborðsleit skilaði engu. Komst hann loks að því að Hjörvar væri saklaus eftir allt saman. Fór Eilífur þá aftur út að leita, í kringum dvalarheimilið. Eftir tíu mínútna leit fór hann aftur að byggingunni og fékk aftur merki, núna beint fyrir utan gluggann hans Hjörvars. Samkvæmt símanum voru aðeins 4,8 metrar í gleraugun. Dynjandi djass í dimmunni Eilífur fór inn og náði í forstöðukonu heimilisins sem var mjög spennt fyrir þessari tækni. Spennan magnaðist þegar rakningin leiddi þau að lokuðu herbergi. Eilífur segir að forstöðukonan hafi verið mjög tvístígandi að fara inn og hann líka. Á hurðinni stóð nafn mannsins, sem kallaður verður Sigurbjörn í þessari sögu. Eilífur og forstöðukonan heyrðu greinilega tónlist koma innan úr herberginu. Þau opnuðu inn í herbergið sem var dimmt en dynjandi djass tónlist í gangi. Úti í enda lá hinn níræði Sigurbjörn steinsofandi í rúminu sínu. Eilífur leit áhyggjufullur á forstöðukonuna og segir að hún hafi skolfið af hræðslu við hliðina á honum. Síminn pípaði og örin benti beint á hrjótandi þjófinn, 3,8 metrar. Þá sá Eilífur sólgleraugun sín á nefinu á sofandi þjófunum. Hann nappaði þeim fimlega til baka án þess að Sigurbjörn vaknaði. Hann segist eiga dynjandi djassinum að þakka fyrir það. Svo hljóp hann út í gegnum dimma ganga Hrafnistu í Skógarbæ, og rétt slapp lifandi. Passar sig á eldri borgurum Aðspurður um þessa reynslu segir Eilífur að honum hafi vissulega liðið svolítið eins og spæjara. Þá mun hann heldur ekki líta fingralanga eldri borgara sömu augum í framtíðinni. „Það þarf að passa sig á þeim, það er augljóst. Ég mun horfa bak við öxlina á mér framvegis þegar ég er úti við,“ segir Eilífur. Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Eilífur, sem er annar eigandi framleiðslufyrirtækisins Snark, greinir frá reynslunni á Instagram síðu sinni. Við Vísi segist hann hafa tapað sólgleraugunum einhvers staðar í miðbæ Reykjavíkur, um klukkan níu á miðvikudaginn. „Ég veit ekki nákvæmlega hvar þau hurfu en áður en ég vissi af voru þau ekki lengur í vasanum mínum,“ segir Eilífur. En í gleraugnahulstrinu hafði Eilífur falið Apple Airtag rakningarmerki og það átti eftir að koma sér vel. „Ég hafði mjög gaman af þessu. Ég var að bíða og sjá hvort að sá sem tók gleraugun myndi fara með þau eitthvert, kannski í gleraugnabúð. Þá ætlaði ég að elta,“ segir Eilífur. En hann hefur lent í þessu áður. „Fyrstu gleraugun enduðu í risablokk og það var engin leið fyrir mig að finna þau.“ Í þetta skipti skildi það takast að endurheimta gleraugun. Rakning í Árskóga Rakningin leiddi Eilíf upp í Breiðholtið. Nánar tiltekið að Árskógum 4 en þar er dvalarheimili aldraðra, Hrafnista Skógarbær. Eilífur ákvað að bíða og sjá til í nokkra daga. Að lokum ákvað hann að fara á stjá. Hann hafði samband við starfsfólk og hóf mikla leit að sökudólgnum. Þá kom upp einn líklegur kandídat, nafnið er ekki gefið upp en við skulum kalla hann Hjörvar. Var Eilífi sagt að Hjörvar væri alltaf að taka hluti. Herbergi Hjörvars er á annarri hæð og Eilífur fann að eitthvað var að gerast. Síminn fann merkið frá gleraugnahulstrinu þar nálægt. En herbergi Hjörvars var yfirfullt af drasli og yfirborðsleit skilaði engu. Komst hann loks að því að Hjörvar væri saklaus eftir allt saman. Fór Eilífur þá aftur út að leita, í kringum dvalarheimilið. Eftir tíu mínútna leit fór hann aftur að byggingunni og fékk aftur merki, núna beint fyrir utan gluggann hans Hjörvars. Samkvæmt símanum voru aðeins 4,8 metrar í gleraugun. Dynjandi djass í dimmunni Eilífur fór inn og náði í forstöðukonu heimilisins sem var mjög spennt fyrir þessari tækni. Spennan magnaðist þegar rakningin leiddi þau að lokuðu herbergi. Eilífur segir að forstöðukonan hafi verið mjög tvístígandi að fara inn og hann líka. Á hurðinni stóð nafn mannsins, sem kallaður verður Sigurbjörn í þessari sögu. Eilífur og forstöðukonan heyrðu greinilega tónlist koma innan úr herberginu. Þau opnuðu inn í herbergið sem var dimmt en dynjandi djass tónlist í gangi. Úti í enda lá hinn níræði Sigurbjörn steinsofandi í rúminu sínu. Eilífur leit áhyggjufullur á forstöðukonuna og segir að hún hafi skolfið af hræðslu við hliðina á honum. Síminn pípaði og örin benti beint á hrjótandi þjófinn, 3,8 metrar. Þá sá Eilífur sólgleraugun sín á nefinu á sofandi þjófunum. Hann nappaði þeim fimlega til baka án þess að Sigurbjörn vaknaði. Hann segist eiga dynjandi djassinum að þakka fyrir það. Svo hljóp hann út í gegnum dimma ganga Hrafnistu í Skógarbæ, og rétt slapp lifandi. Passar sig á eldri borgurum Aðspurður um þessa reynslu segir Eilífur að honum hafi vissulega liðið svolítið eins og spæjara. Þá mun hann heldur ekki líta fingralanga eldri borgara sömu augum í framtíðinni. „Það þarf að passa sig á þeim, það er augljóst. Ég mun horfa bak við öxlina á mér framvegis þegar ég er úti við,“ segir Eilífur.
Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira