Æskilegra að neytendur fái úrlausn sinna mála mun hraðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2023 23:52 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Ívar Persónuvernd hefur gert CreditInfo að greiða hæstu sekt sem hún hefur lagt á hingað til eftir að félagið skráði fólk sem tekið hafði smálán á vanskilaskrá, án lagaheimildar. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni. Formaðurinn segir niðurstöðuna þó hafa verið allt of lengi að berast. Úrskurður Persónuverndar felur í sér 38 milljóna króna sekt á hendur Creditinfo, vegna skráninga lántakenda smálána á vanskilaskrá. Úrskurðurinn snýr annars vegar að því að lántakendur voru skráðir á vanskilaskrá þrátt fyrir að krafa næði ekki lögbundinni lágmarksupphæð, og að skilmálar smálánafyrirtækjanna kváðu ekki á um að vanskil gætu komið lántökum á vanskilaskrá. Í tilkynnningu sem CreditInfo birti í kjölfar úrskurðarins viðurkennir fyrirtækið að hafa brugðist rangt við í málinu og segir að verkferlum hafi verið breytt. Sjá einnig: Persónuvernd sektar Creditinfo um 37 milljónir Mikilvægt að fylgjast með Neytendasamtökin kvörtuðu yfir skráningunum til Persónuverndar árið 2020. Formaðurinn fagnar niðurstöðunni. „Þarna er náttúrulega mikill áfellisdómur yfir vinnubrögðum Kreditinfo, við skráningu á vanskilum vegna smálána, sem voru umdeildar kröfur á þessum tíma. Það er ljóst, það sem Neytendasamtökin hafa haldið fram alla tíð, að ekki ætti að skrá þessi lán á vanskilaskrá.“ Úrskurðurinn sýni fram á mikilvægi eftirlits á lánshæfismarkaði, þar sem aðeins eitt fyrirtæki starfi. „Þess vegna er mjög mikilvægt að efla jafnvel Persónuvernd enn frekar. Þetta hefur tekið þrjú ár og mikil vinna þarna að baki, en það væri æskilegt að neytendur fengju fyrr úrlauns sinna mála.“ Baráttunni hvergi nærri lokið Málið sé þó aðeins einn angi í baráttu samtakanna við smálánafyrirtæki. Auk úrskurðarins í dag sé þegar búið að setja hámarksvexti á slík lán. Fyrirtækin hafi hins vegar skipt um viðskiptamódel. „Innheimtan er í raun og veru orðin tekjulind fyrirtækjanna, allavega einhverra þeirra, eins og það kemur okkur fyrir sjónir. Við höfum séð lán allt að sexfaldast á fimm vikum, einungis í innheimtuferlinu.“ Við þessu þurfi að bregðast með hundrað prósent þaki á innheimtukostnað, líkt og á öðrum Norðurlöndum. „Það er að segja, þú mátt aldrei leggja meira en því sem nemur höfuðstól kröfunnar, á sem innheimtukostnað,“ segir Breki. Það sé nokkuð sem samtökin muni beita sér fyrir. Smálán Persónuvernd Neytendur Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Úrskurður Persónuverndar felur í sér 38 milljóna króna sekt á hendur Creditinfo, vegna skráninga lántakenda smálána á vanskilaskrá. Úrskurðurinn snýr annars vegar að því að lántakendur voru skráðir á vanskilaskrá þrátt fyrir að krafa næði ekki lögbundinni lágmarksupphæð, og að skilmálar smálánafyrirtækjanna kváðu ekki á um að vanskil gætu komið lántökum á vanskilaskrá. Í tilkynnningu sem CreditInfo birti í kjölfar úrskurðarins viðurkennir fyrirtækið að hafa brugðist rangt við í málinu og segir að verkferlum hafi verið breytt. Sjá einnig: Persónuvernd sektar Creditinfo um 37 milljónir Mikilvægt að fylgjast með Neytendasamtökin kvörtuðu yfir skráningunum til Persónuverndar árið 2020. Formaðurinn fagnar niðurstöðunni. „Þarna er náttúrulega mikill áfellisdómur yfir vinnubrögðum Kreditinfo, við skráningu á vanskilum vegna smálána, sem voru umdeildar kröfur á þessum tíma. Það er ljóst, það sem Neytendasamtökin hafa haldið fram alla tíð, að ekki ætti að skrá þessi lán á vanskilaskrá.“ Úrskurðurinn sýni fram á mikilvægi eftirlits á lánshæfismarkaði, þar sem aðeins eitt fyrirtæki starfi. „Þess vegna er mjög mikilvægt að efla jafnvel Persónuvernd enn frekar. Þetta hefur tekið þrjú ár og mikil vinna þarna að baki, en það væri æskilegt að neytendur fengju fyrr úrlauns sinna mála.“ Baráttunni hvergi nærri lokið Málið sé þó aðeins einn angi í baráttu samtakanna við smálánafyrirtæki. Auk úrskurðarins í dag sé þegar búið að setja hámarksvexti á slík lán. Fyrirtækin hafi hins vegar skipt um viðskiptamódel. „Innheimtan er í raun og veru orðin tekjulind fyrirtækjanna, allavega einhverra þeirra, eins og það kemur okkur fyrir sjónir. Við höfum séð lán allt að sexfaldast á fimm vikum, einungis í innheimtuferlinu.“ Við þessu þurfi að bregðast með hundrað prósent þaki á innheimtukostnað, líkt og á öðrum Norðurlöndum. „Það er að segja, þú mátt aldrei leggja meira en því sem nemur höfuðstól kröfunnar, á sem innheimtukostnað,“ segir Breki. Það sé nokkuð sem samtökin muni beita sér fyrir.
Smálán Persónuvernd Neytendur Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“