Einu umsækjendurnir um embætti dómara við Landsrétt metnir jafnhæfir Eiður Þór Árnason skrifar 4. júlí 2023 20:31 Guðrún Sesselja Arnardóttir lögmaður, Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari, Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari og Ásgerður Ragnarsdóttir, settur landsréttardómari. Vísir Dómnefnd telur að Ásgerður Ragnarsdóttir, settur landsréttardómari, og Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari séu bæði mjög vel hæf til að gegna embætti dómara við Landsrétt og ekki verði gert á milli milli hæfni þeirra tveggja. Sama dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara komst að þeirri niðurstöðu að Guðrún Sesselja Arnardóttir lögmaður sé hæfust umsækjenda til að hljóta skipun í embætti héraðsdómara og Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari fylgi þar á eftir. Einungis tvö sóttu um stöðu við Landsrétt Þann 12. maí síðastliðinn auglýsti dómsmálaráðuneytið tvö embætti héraðsdómara laus til umsóknar. Báðir dómarar munu hafa fyrstu starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur frá og með 1. september næstkomandi en annar þeirra er einungis settur í embætti á meðan leyfi skipaðs héraðsdómara stendur. Þann 26. maí síðastliðinn auglýsti ráðuneytið svo laust til umsóknar eitt embætti dómara við Landsrétt til skipunar frá og með 21. ágúst næstkomandi. Einungis tvær umsóknir bárust og raðaði dómnefnd þeim líkt og áður segir. Tilkynnt er um niðurstöðuna á vef Stjórnarráðsins. Ekki jöfn á öllum sviðum Ef litið er til þess að reynsla af dómstörfum, reynsla af lögmanns- og málflutningsstörfum og reynsla af stjórnsýslustörfum hafi jafn mikið vægi er það álit dómnefndar að báðir umsækjendur um stöðu við Landsrétt hafi öðlast þá lögfræðilegu þekkingu, sem gera verði kröfu um að landsréttardómari hafi til að bera. Séu umræddir matsþættir virtir í heild er það útkoma nefndarinnar að Kjartan Bjarni standi framar Ásgerði, en ekki sé verulegur munur á milli þeirra þegar borin er saman hæfni í þeim hluta mats. Á sama tíma er það mat dómnefndar að Ásgerður hafi með dómsúrlausnum sínum, sem teknar voru til skoðunar, sýnt meiri færni en Kjartan Bjarni til að semja dóma. Á hinn bóginn sé ekki afgerandi munur á hæfni þeirra að þessu leyti. Að þessu framansögðu er það niðurstaða dómnefndar að báðir umsækjendur séu mjög vel hæfir til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Telur nefndin að ekki séu efni til að gera upp á milli hæfni þeirra tveggja að því leyti. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara skipuðu Eiríkur Tómasson formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Reimar Pétursson og Þorgeir Örlygsson. Dómstólar Vistaskipti Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Sama dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara komst að þeirri niðurstöðu að Guðrún Sesselja Arnardóttir lögmaður sé hæfust umsækjenda til að hljóta skipun í embætti héraðsdómara og Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari fylgi þar á eftir. Einungis tvö sóttu um stöðu við Landsrétt Þann 12. maí síðastliðinn auglýsti dómsmálaráðuneytið tvö embætti héraðsdómara laus til umsóknar. Báðir dómarar munu hafa fyrstu starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur frá og með 1. september næstkomandi en annar þeirra er einungis settur í embætti á meðan leyfi skipaðs héraðsdómara stendur. Þann 26. maí síðastliðinn auglýsti ráðuneytið svo laust til umsóknar eitt embætti dómara við Landsrétt til skipunar frá og með 21. ágúst næstkomandi. Einungis tvær umsóknir bárust og raðaði dómnefnd þeim líkt og áður segir. Tilkynnt er um niðurstöðuna á vef Stjórnarráðsins. Ekki jöfn á öllum sviðum Ef litið er til þess að reynsla af dómstörfum, reynsla af lögmanns- og málflutningsstörfum og reynsla af stjórnsýslustörfum hafi jafn mikið vægi er það álit dómnefndar að báðir umsækjendur um stöðu við Landsrétt hafi öðlast þá lögfræðilegu þekkingu, sem gera verði kröfu um að landsréttardómari hafi til að bera. Séu umræddir matsþættir virtir í heild er það útkoma nefndarinnar að Kjartan Bjarni standi framar Ásgerði, en ekki sé verulegur munur á milli þeirra þegar borin er saman hæfni í þeim hluta mats. Á sama tíma er það mat dómnefndar að Ásgerður hafi með dómsúrlausnum sínum, sem teknar voru til skoðunar, sýnt meiri færni en Kjartan Bjarni til að semja dóma. Á hinn bóginn sé ekki afgerandi munur á hæfni þeirra að þessu leyti. Að þessu framansögðu er það niðurstaða dómnefndar að báðir umsækjendur séu mjög vel hæfir til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Telur nefndin að ekki séu efni til að gera upp á milli hæfni þeirra tveggja að því leyti. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara skipuðu Eiríkur Tómasson formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Reimar Pétursson og Þorgeir Örlygsson.
Dómstólar Vistaskipti Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent