Tólf Palestínumenn og einn Ísraelskur hermaður liggja í valnumhið minnsta og hundruð íbúa í búðunum særðust. Enn loga þó eldar víða í hverfinu en Ísraelsher beitti meðal annars drónum til að gera sprengjuárásir á svæðið.
Í morgun hafa einnig borist fregnir af því að Ísraelsher hafi gert loftárásir á Gaza ströndina, til þess að svara eldflaugaskothríð þaðan í nótt. Fimm flaugum hefur verið skotið í átt að Ísrael en ekkert tjón hlaust af þeim.
Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir aðgerðina í Jenín hafa heppnast vel og ítrekar hann að ekki hafi verið um eitt einangrað tilvik að ræða heldur megi vígamenn Palestínumanna búast við slíkum árásum í framtíðinni.