Sjáðu Orkumótið: „Ómetanlegar minningar fyrir þá“ Sindri Sverrisson skrifar 7. júlí 2023 09:01 Svava Kristín með fjörugum Frömurum sem nutu lífsins í Eyjum um síðustu helgi. Stöð 2 Sport Það er óhætt að lýsa Orkumótinu í Vestmannaeyjum sem ákveðnum hápunkti í fótboltalífi íslenskra stráka. Svava Kristín Gretarsdóttir var á mótinu í ár og gerði því ítarleg skil í nýjasta þætti Sumarmótanna á Stöð 2 Sport. „Mótið í ár er jafnglæsilegt og síðustu ár. Eftir fjörutíu ára reynslu Eyjamanna þá gengur allt saman smurt fyrir sig, og lítið mál að halda utan um þá þúsund keppendur sem hingað eru komnir, til þess eins að gera það sem þeim finnst skemmtilegast að gera; Jú, að spila fótbolta,“ sagði Svava Kristín áður en hún tók púlsinn á nokkrum eldhressum keppendum. Þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Orkumótið 2023 „Þessi hérna lokaði bara sjoppunni,“ sagði FH-ingur og benti á vin sinn úr vörninni, eftir sigur á Þrótti. „Hann varði sko frá Ronaldo!“ sagði ekki síður hress Bliki, um þjálfara sinn Gunnleif Gunnleifsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörð, sem naut þess að vera á mótinu og sagði það dýrmætt fyrir strákana: „Tapa, gráta, hlæja og sigra“ „Það er mikilvægt fyrir þá að læra allt hérna. Tapa, gráta, hlæja og sigra. Allan pakkann,“ sagði Gunnleifur sem virtist ekki síður hafa gaman af að vera á mótinu sem þjálfari en leikmaður: „Það er bara best í heimi. Að sjá þessa gæja upplifa þetta allt, og koma síðan þroskaðri og vonandi betri manneskjur og fótboltamenn til baka, það er bara stórkostlegt. Forréttindi að fá að vera hérna,“ sagði Gunnleifur. „Ómetanlegt að vera hérna“ Sveitungi hans úr Kópavogi, Ómar Ingi Guðmundsson, sleppir heldur ekki tækifærinu á að fara á mótið þó að hann sé þjálfari meistaraflokks HK. Hann þjálfar einnig stráka í 6. flokk. „Þetta verða ómetanlegar minningar fyrir þá og maður veit það því maður umgengst enn í dag, í meistaraflokksliði mínu, stráka sem ég var með hérna. Það er ómetanlegt að vera hérna, með bestu vinunum, og sérstaklega ef það gengur vel og veðrið er gott. Þá er þetta bara frábært,“ sagði Ómar Ingi. Svava spjallaði við mun fleiri, þar á meðal vinsælasta manninn á svæðinu að því er virtist, Einsa kalda, sem sá til þess að strákarnir fengju nóg að borða, og söngvarann Jón Jónsson sem fékk alla með sér í nýja laginu Fótbolti úti í Eyjum. Stjarnan og KR mættust í úrslitaleik mótsins þar sem Stjörnumenn höfðu að lokum betur og fögnuðu vel og innilega, eins og sjá má í þættinum hér að ofan. Sumarmótin eru sýnd á Stöð 2 Sport. Næsti þáttur fjallar um N1-mótið sem nú er í fullum gangi á Akureyri. Sumarmótin Vestmannaeyjar Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
„Mótið í ár er jafnglæsilegt og síðustu ár. Eftir fjörutíu ára reynslu Eyjamanna þá gengur allt saman smurt fyrir sig, og lítið mál að halda utan um þá þúsund keppendur sem hingað eru komnir, til þess eins að gera það sem þeim finnst skemmtilegast að gera; Jú, að spila fótbolta,“ sagði Svava Kristín áður en hún tók púlsinn á nokkrum eldhressum keppendum. Þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Orkumótið 2023 „Þessi hérna lokaði bara sjoppunni,“ sagði FH-ingur og benti á vin sinn úr vörninni, eftir sigur á Þrótti. „Hann varði sko frá Ronaldo!“ sagði ekki síður hress Bliki, um þjálfara sinn Gunnleif Gunnleifsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörð, sem naut þess að vera á mótinu og sagði það dýrmætt fyrir strákana: „Tapa, gráta, hlæja og sigra“ „Það er mikilvægt fyrir þá að læra allt hérna. Tapa, gráta, hlæja og sigra. Allan pakkann,“ sagði Gunnleifur sem virtist ekki síður hafa gaman af að vera á mótinu sem þjálfari en leikmaður: „Það er bara best í heimi. Að sjá þessa gæja upplifa þetta allt, og koma síðan þroskaðri og vonandi betri manneskjur og fótboltamenn til baka, það er bara stórkostlegt. Forréttindi að fá að vera hérna,“ sagði Gunnleifur. „Ómetanlegt að vera hérna“ Sveitungi hans úr Kópavogi, Ómar Ingi Guðmundsson, sleppir heldur ekki tækifærinu á að fara á mótið þó að hann sé þjálfari meistaraflokks HK. Hann þjálfar einnig stráka í 6. flokk. „Þetta verða ómetanlegar minningar fyrir þá og maður veit það því maður umgengst enn í dag, í meistaraflokksliði mínu, stráka sem ég var með hérna. Það er ómetanlegt að vera hérna, með bestu vinunum, og sérstaklega ef það gengur vel og veðrið er gott. Þá er þetta bara frábært,“ sagði Ómar Ingi. Svava spjallaði við mun fleiri, þar á meðal vinsælasta manninn á svæðinu að því er virtist, Einsa kalda, sem sá til þess að strákarnir fengju nóg að borða, og söngvarann Jón Jónsson sem fékk alla með sér í nýja laginu Fótbolti úti í Eyjum. Stjarnan og KR mættust í úrslitaleik mótsins þar sem Stjörnumenn höfðu að lokum betur og fögnuðu vel og innilega, eins og sjá má í þættinum hér að ofan. Sumarmótin eru sýnd á Stöð 2 Sport. Næsti þáttur fjallar um N1-mótið sem nú er í fullum gangi á Akureyri.
Sumarmótin Vestmannaeyjar Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira