Anna Björk í landsliðið eftir tveggja ára bið Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2023 14:46 Anna Björk Kristjánsdóttir hefur beðið lengi eftir sæti í íslenska landsliðinu á nýjan leik. Getty/Mattia Pistoia Anna Björk Kristjánsdóttir, nýjasti liðsmaður Vals, hefur fengið sæti í íslenska landsliðshópnum í fótbolta en hún kemur inn vegna meiðsla Ástu Eirar Árnadóttur, fyrirliða Breiðabliks. Ísland tekur á móti Finnlandi á Laugardalsvelli 14. júlí klukkan 18 og heldur svo til Austurríkis þar sem liðið spilar við heimakonur 18. júlí. Ásta sleppir þessum leikjum til að vinna úr hnémeiðslum sem hafa plagað hana, að því er Ásmundur Arnarsson þjálfari Blika segir við Fótbolta.net. Anna Björk hefur ekki átt sæti í íslenska landsliðinu í rúm tvö ár, eða frá því í mars 2021 í fyrsta verkefni landsliðsins undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Breyting hefur verið gerð á hópi A landsliðs kvenna sem spilar vináttuleiki gegn Finnlandi og Austurríki í júlí! Inn: Anna Björk Kristjánsdóttir Út: Ásta Eir Árnadóttir#dottir— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 5, 2023 „Auðvitað hefur það verið svekkjandi. Maður vill alltaf vera í landsliðinu, það er mikið stolt sem fylgir því," sagði Anna Björk við Fótbolta.net í janúar síðastliðnum, þegar hún ræddi um landsliðið. Hún sagði þá ljóst að mikil samkeppni væri varðandi stöðu miðvarða í hópnum: „Ég ræð ekki hvernig hópurinn er þannig að ég geri bara mitt og Steini gerir sitt. Það er mikil samkeppni í minni stöðu og þetta er hausverkur Steina. Maður verður að gera sitt besta þannig að þetta verði að enn meiri hausverk. Ef maður er valin þá er það alltaf mikil viðurkenning. Maður heldur áfram með sitt.“ Anna Björk, sem er 33 ára, var á þessum tíma leikmaður Inter á Ítalíu en hún gekk í raðir Vals á dögunum eftir tveggja ára dvöl á Ítalíu. Áður lék hún einnig í Frakklandi, Hollandi og Svíþjóð, og með Selfossi hér á landi sumarið 2020, en hún hóf meistaraflokksferilinn með Stjörnunni. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Ísland tekur á móti Finnlandi á Laugardalsvelli 14. júlí klukkan 18 og heldur svo til Austurríkis þar sem liðið spilar við heimakonur 18. júlí. Ásta sleppir þessum leikjum til að vinna úr hnémeiðslum sem hafa plagað hana, að því er Ásmundur Arnarsson þjálfari Blika segir við Fótbolta.net. Anna Björk hefur ekki átt sæti í íslenska landsliðinu í rúm tvö ár, eða frá því í mars 2021 í fyrsta verkefni landsliðsins undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Breyting hefur verið gerð á hópi A landsliðs kvenna sem spilar vináttuleiki gegn Finnlandi og Austurríki í júlí! Inn: Anna Björk Kristjánsdóttir Út: Ásta Eir Árnadóttir#dottir— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 5, 2023 „Auðvitað hefur það verið svekkjandi. Maður vill alltaf vera í landsliðinu, það er mikið stolt sem fylgir því," sagði Anna Björk við Fótbolta.net í janúar síðastliðnum, þegar hún ræddi um landsliðið. Hún sagði þá ljóst að mikil samkeppni væri varðandi stöðu miðvarða í hópnum: „Ég ræð ekki hvernig hópurinn er þannig að ég geri bara mitt og Steini gerir sitt. Það er mikil samkeppni í minni stöðu og þetta er hausverkur Steina. Maður verður að gera sitt besta þannig að þetta verði að enn meiri hausverk. Ef maður er valin þá er það alltaf mikil viðurkenning. Maður heldur áfram með sitt.“ Anna Björk, sem er 33 ára, var á þessum tíma leikmaður Inter á Ítalíu en hún gekk í raðir Vals á dögunum eftir tveggja ára dvöl á Ítalíu. Áður lék hún einnig í Frakklandi, Hollandi og Svíþjóð, og með Selfossi hér á landi sumarið 2020, en hún hóf meistaraflokksferilinn með Stjörnunni.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira