Stjórnir fasteignafélaga á markaði mega ekki gæta hagsmuna einstaka hluthafa

Lífeyrissjóðurinn Birta var á meðal hluthafa sem samþykkti tillögu stjórnar Regins í gær um að hún fái heimild til að auka hlutafé fasteignafélagsins verði af yfirtökutilboði þess í Eik. Framkvæmdastjóri Birtu segir í samtali við Innherja að stjórnir fasteignafélaganna þurfi að gæta hagsmuna hvers félags fyrir sig en ekki einstaka hluthafa eða tegundar hluthafa.