Ákveðið að hætta að velja sér frídaga Eiður Þór Árnason skrifar 6. júlí 2023 11:40 Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, ýmsu vön. Hún tók við stöðunni í febrúar 2021, og var varla komin til Kanaríeyja síðar það ár þegar yfirvöld þar vöruðu við mögulegu eldgosi. vísir/vilhelm Í annað sinn á innan við ári gætu eldsumbrot truflað sumaráform samskiptastjóra almannavarna sem var á leið í sumarfrí á morgun. Tveir tímar liðu frá því að hún stimplaði sig út fyrir sumarleyfi í ágúst þegar eldgos hófst í Meradölum. „Það gerðist lítið í nótt. Það er reykur sem sást á vefmyndavél á staðnum og þar af leiðandi urðu margir spenntir,“ sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fljótlega hafi orðið ljóst að þar sem er reykur er ekki alltaf eldur. „Það var ekki að þessu sinni sem betur fer.“ Nóttin hafi verið róleg en teymi farið í eftirlitsferð til að ganga úr skugga um að þetta væri ekki merki um eldgos. Jörð rumskar á Reykjanesskaga og eru nokkrar líkur á því að gos hefjist þar aftur. vísir/vilhelm Mikill viðbúnaður er hjá almannavörnum í ljósi atburða seinustu sólarhringa og hefur það ekki einungis haft áhrif á sumaráform Hjördísar. „Við erum kannski tólf til þrettán að vinna þarna og stundum þarf ekkert að kalla fólk inn, það bara kemur. Ef það er eitthvað í gangi þá er fólk bara mætt eða lætur í sér heyra og vill þá taka stöðuna á því hvernig framhaldið verður.“ Reyni sé að komast hjá því að kalla fólk inn úr sumarfríi en margir séu spenntir fyrir því að vera á vaktinni þegar mikið sé í gangi. „Þetta er bara eitthvað í blóðinu hjá fólki sem vinnur í svona störfum,“ segir Hjördís og bætir við að starfsfólk sé bæði vant því að stökkva til þegar til þarf og orðin vön tíðum eldgosum. Hjördís segir almannavarnir vera með svipað viðbragð nú og fyrir síðustu tvö gos. „Við bara bíðum róleg og tökum stöðuna og fáum sem flest að borðinu.“ Reyna að ná til ferðamanna Greint hefur verið frá því að talsvert mikið af ferðamönnum hafi verið við Meradali og Fagradalsfjall í gær og margir ekki verið upplýstir um stöðu mála. Hjördís segist vonast til að það takist að ná til þessa fólks til að vara það við. „Við lítum líka á það sem samvinnuverkefni okkar allra að koma þessum skilaboðum til ferðafólks á Íslandi.“ Í gær voru send SMS-skilaboð í alla farsíma á svæðinu til að vara fólk við hættunni á eldgosi og grjóthruni vegna skjálfta. Aðspurð um það hvort það komi til greina að loka svæðinu þegar svona mikil skjálftavirkni mælist þar segir Hjördís að ekki hafi komið til þess enn. „Það er þá lögreglustjórinn á svæðinu sem getur tekið þá ákvörðun, en nei við heyrðum líka í honum í gær og hann var sultuslakur. Þannig að við erum ekki að loka einu né neinu. Við erum bara miklu betri í því að koma upplýsingum til fólks um það hvað mögulega er í gangi á staðnum.“ Enginn neyðarfundur Almannavarnir héldu stóran fjarfund í gær með fulltrúum mikilvægra innviða til að fara yfir stöðu mála og hefur annar fundur verið boðaður á þessum vettvangi. „Það er líka áhugavert í mínu starfi að um leið og einhver segir að það sé fundur einhvers staðar þá fer allt að snúast um þennan eina fund en við erum kannski bara að upplýsa okkar fólk. Ég sá einhvers staðar í gær að það hafi verið neyðarfundur í gær, við kölluðum hann aldrei neyðarfund. Þetta er bara okkar leið til að koma upplýsingum til þessara aðila sem gætu grætt á því að vera með góðar og ítarlegar upplýsingar og ekki síst að hafa aðgang að sérfræðingum og vísindafólki.“ Það virðist einmitt vera sem þeir sérfræðingar sem hafa eitthvað með svona hluti að segja séu frekar rólegir og slakir. „Já, ég held að öðruvísi sé þetta varla hægt. Ef við ætlum að hlaupa upp til handa og fóta í hvert skipti sem jörðin skelfur á Íslandi þá værum við líklega aðeins stressaðri en við erum,“ segir Hjördís. „Ef ég tala allavega fyrir mína hönd, þá væri ég alveg til í að þetta myndi kannski bara halda áfram að vera svona rólegt eins og það var í nótt.“ Fallegt veður sé á höfuðborgarsvæðinu í dag og fínt að fara í sund eða gera eitthvað annað en að skoða eldgos. Hætt að velja sér frídaga Líkt og áður segir er Hjördís ekki óvön því að vera á leiðinni í frí þegar eitthvað gerist. Í fyrra hafi hún til að mynda varla náð að breyta tölvupóstsstillingum sínum til að upplýsa sendendur um að hún væri fjarverandi vegna sumarleyfis. „Ég náði tveimur tímum með „out of office“ í fyrra þegar eldgosið hófst. Ég ákvað í gær að afsala mér rétti mínum til að velja mér sjálf frídaga.“ Hún vill ekki taka svo sterkt til orða að eldgos myndi eyðileggja sumarfríið hennar, en það yrði klárlega öðruvísi. Það sé jú oftast gaman í vinnunni. „Auðvitað myndi maður kannski ekki fara í sumarfrí ef það væri að hefjast eldgos. En að sjálfsögðu þegar fólk á flugmiða og annað, sem ég á ekki alveg strax, þá kannski snýr það svolítið öðruvísi. En aftur á móti myndi ég kannski ekki alveg fara í frí í dag nei, ég ætla kannski að viðurkenna það.“ „Það finnst mörgum vinum mínum og félögum þetta óskaplega fyndið. Ég er búin að fá mörg skilaboð síðustu daga um að fólk ætli að ekki að fylgja mér þegar ég fer í frí.“ Fylgjast má með nýjustu fréttum af jarðhræringum og mögulegu eldgosi í Vaktinni á Vísi. Eldgos og jarðhræringar Bítið Almannavarnir Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
„Það gerðist lítið í nótt. Það er reykur sem sást á vefmyndavél á staðnum og þar af leiðandi urðu margir spenntir,“ sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fljótlega hafi orðið ljóst að þar sem er reykur er ekki alltaf eldur. „Það var ekki að þessu sinni sem betur fer.“ Nóttin hafi verið róleg en teymi farið í eftirlitsferð til að ganga úr skugga um að þetta væri ekki merki um eldgos. Jörð rumskar á Reykjanesskaga og eru nokkrar líkur á því að gos hefjist þar aftur. vísir/vilhelm Mikill viðbúnaður er hjá almannavörnum í ljósi atburða seinustu sólarhringa og hefur það ekki einungis haft áhrif á sumaráform Hjördísar. „Við erum kannski tólf til þrettán að vinna þarna og stundum þarf ekkert að kalla fólk inn, það bara kemur. Ef það er eitthvað í gangi þá er fólk bara mætt eða lætur í sér heyra og vill þá taka stöðuna á því hvernig framhaldið verður.“ Reyni sé að komast hjá því að kalla fólk inn úr sumarfríi en margir séu spenntir fyrir því að vera á vaktinni þegar mikið sé í gangi. „Þetta er bara eitthvað í blóðinu hjá fólki sem vinnur í svona störfum,“ segir Hjördís og bætir við að starfsfólk sé bæði vant því að stökkva til þegar til þarf og orðin vön tíðum eldgosum. Hjördís segir almannavarnir vera með svipað viðbragð nú og fyrir síðustu tvö gos. „Við bara bíðum róleg og tökum stöðuna og fáum sem flest að borðinu.“ Reyna að ná til ferðamanna Greint hefur verið frá því að talsvert mikið af ferðamönnum hafi verið við Meradali og Fagradalsfjall í gær og margir ekki verið upplýstir um stöðu mála. Hjördís segist vonast til að það takist að ná til þessa fólks til að vara það við. „Við lítum líka á það sem samvinnuverkefni okkar allra að koma þessum skilaboðum til ferðafólks á Íslandi.“ Í gær voru send SMS-skilaboð í alla farsíma á svæðinu til að vara fólk við hættunni á eldgosi og grjóthruni vegna skjálfta. Aðspurð um það hvort það komi til greina að loka svæðinu þegar svona mikil skjálftavirkni mælist þar segir Hjördís að ekki hafi komið til þess enn. „Það er þá lögreglustjórinn á svæðinu sem getur tekið þá ákvörðun, en nei við heyrðum líka í honum í gær og hann var sultuslakur. Þannig að við erum ekki að loka einu né neinu. Við erum bara miklu betri í því að koma upplýsingum til fólks um það hvað mögulega er í gangi á staðnum.“ Enginn neyðarfundur Almannavarnir héldu stóran fjarfund í gær með fulltrúum mikilvægra innviða til að fara yfir stöðu mála og hefur annar fundur verið boðaður á þessum vettvangi. „Það er líka áhugavert í mínu starfi að um leið og einhver segir að það sé fundur einhvers staðar þá fer allt að snúast um þennan eina fund en við erum kannski bara að upplýsa okkar fólk. Ég sá einhvers staðar í gær að það hafi verið neyðarfundur í gær, við kölluðum hann aldrei neyðarfund. Þetta er bara okkar leið til að koma upplýsingum til þessara aðila sem gætu grætt á því að vera með góðar og ítarlegar upplýsingar og ekki síst að hafa aðgang að sérfræðingum og vísindafólki.“ Það virðist einmitt vera sem þeir sérfræðingar sem hafa eitthvað með svona hluti að segja séu frekar rólegir og slakir. „Já, ég held að öðruvísi sé þetta varla hægt. Ef við ætlum að hlaupa upp til handa og fóta í hvert skipti sem jörðin skelfur á Íslandi þá værum við líklega aðeins stressaðri en við erum,“ segir Hjördís. „Ef ég tala allavega fyrir mína hönd, þá væri ég alveg til í að þetta myndi kannski bara halda áfram að vera svona rólegt eins og það var í nótt.“ Fallegt veður sé á höfuðborgarsvæðinu í dag og fínt að fara í sund eða gera eitthvað annað en að skoða eldgos. Hætt að velja sér frídaga Líkt og áður segir er Hjördís ekki óvön því að vera á leiðinni í frí þegar eitthvað gerist. Í fyrra hafi hún til að mynda varla náð að breyta tölvupóstsstillingum sínum til að upplýsa sendendur um að hún væri fjarverandi vegna sumarleyfis. „Ég náði tveimur tímum með „out of office“ í fyrra þegar eldgosið hófst. Ég ákvað í gær að afsala mér rétti mínum til að velja mér sjálf frídaga.“ Hún vill ekki taka svo sterkt til orða að eldgos myndi eyðileggja sumarfríið hennar, en það yrði klárlega öðruvísi. Það sé jú oftast gaman í vinnunni. „Auðvitað myndi maður kannski ekki fara í sumarfrí ef það væri að hefjast eldgos. En að sjálfsögðu þegar fólk á flugmiða og annað, sem ég á ekki alveg strax, þá kannski snýr það svolítið öðruvísi. En aftur á móti myndi ég kannski ekki alveg fara í frí í dag nei, ég ætla kannski að viðurkenna það.“ „Það finnst mörgum vinum mínum og félögum þetta óskaplega fyndið. Ég er búin að fá mörg skilaboð síðustu daga um að fólk ætli að ekki að fylgja mér þegar ég fer í frí.“ Fylgjast má með nýjustu fréttum af jarðhræringum og mögulegu eldgosi í Vaktinni á Vísi.
Eldgos og jarðhræringar Bítið Almannavarnir Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent