Svifið ofan úr Kömbunum á ógnarhraða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júlí 2023 19:24 Á efri mynd til vinstri má sjá fréttamann heldur skelkaðan, áður en hann hélt af stað niður sviflínuna. Um leið og ferðin var hafin var þó ekki fyrir neinum ótta að fara. Hann komst svo heill niður að lokum, og áttaði sig á því að hann hafði ekkert að óttast. Vísir/Vésteinn/Arnar Kílómetralöng sviflína í Hveragerði verður formlega opnuð gestum á morgun. Fréttastofan tók forskot á sæluna í dag og kynnti sér þessa nýjung í afþreyingu á Suðurlandi. Mega Zip line verður tekin formlega í gagnið á morgun, en fyrstu ferðir voru þó farnar í dag. Fyrst fékk að fara Svava Berglind Grétarsdóttir, sem fékk ferðina í afmælisgjöf frá eiginmanni sínum. Fyrsta ferðin var boðin upp til styrktar ME-félaginu. Sviflínan liggur ofan úr Kömbunum og niður í áttina að gönguleiðinni inn í Reykjadal. Framkvæmdastjórinn segir markmiðið að búa til nýja afþreyingu fyrir Íslendinga sem og ferðamenn, þar sem náttúruan spili stórt hlutverk. Hallgrímur Kristinsson er framkvæmdastjóri Mega Zipline.Vísir/Arnar „Og hér á bak við mig er Svartagljúfur, sem er falin náttúruperla sem við erum að opna aðgengi að með því að leggja göngustíg meðfram því. Það er hluti af því að renna sér hér í þessari langstærstu sviflínu landsins,“ segir Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri Mega Zipline. Hallgrímur var rétt nýkominn úr sviflínuferð þegar við náðum tali af honum. „Þetta var stórkostleg skemmtun og ég ætla bara að leyfa þér að finna fyrir því á eftir,“ sagði Hallgrímur og beindi orðum sínum þar að fréttamanni. Og þá var ekkert eftir nema að prófa sjálfur, eftir að hafa græjað sig rétt upp, allt eftir kúnstarinnar reglum. Sjón er sögu ríkari og hér að neðan má sjá fréttamann spreyta sig á ferðinni niður, í liggjandi stöðu, til að njóta sem best þess útsýnis sem ferðin hefur upp á að bjóða. Einnig er hægt að fara sitjandi niður, en þá er auðveldara að stjórna hraða ferðarinnar. Ofurmenni á allt að 120 kílómetra hraða Hallgrímur segir að starfsemin sé nokkuð háð veðri, en einstaklega veðursælt var við Svartagljúfur í dag. „Við vonumst til að geta haft opið allt árið, en það verða auðvitað einhverjir dagar þar sem ekki verður hægt að hafa opið.“ Hann segir sviflínuna alls ekki aðeins fyrir áhættusækna adrenalínfíkla. „Þetta er algjörlega fyrir meðaljóninn. Það er svolítið hægt að stjórna hraðanum, eftir því hvernig þú ferð niður. Ég fór sitjandi niður og ef ég baða út höndum og fótum eins og krossfiskur þá fer ég hægar en ef ég hef hendurnar nálægt mér og er eins og pensill, þá fer ég mun hraðar.“ Þeir sem fari liggjandi með höfuðið á undan, eins og Ofurmennið (e. Superman), fari hraðar. „Við erum að tala um sirka 120 kílómetra hraða,“ segir Hallgrímur aðspurður hver mesti mögulegi hraðinn sé. „Það er kannski ekki fyrir alla, en það er vissulega gaman að prófa það, fyrir þá sem það vilja.“ Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Sjá meira
Mega Zip line verður tekin formlega í gagnið á morgun, en fyrstu ferðir voru þó farnar í dag. Fyrst fékk að fara Svava Berglind Grétarsdóttir, sem fékk ferðina í afmælisgjöf frá eiginmanni sínum. Fyrsta ferðin var boðin upp til styrktar ME-félaginu. Sviflínan liggur ofan úr Kömbunum og niður í áttina að gönguleiðinni inn í Reykjadal. Framkvæmdastjórinn segir markmiðið að búa til nýja afþreyingu fyrir Íslendinga sem og ferðamenn, þar sem náttúruan spili stórt hlutverk. Hallgrímur Kristinsson er framkvæmdastjóri Mega Zipline.Vísir/Arnar „Og hér á bak við mig er Svartagljúfur, sem er falin náttúruperla sem við erum að opna aðgengi að með því að leggja göngustíg meðfram því. Það er hluti af því að renna sér hér í þessari langstærstu sviflínu landsins,“ segir Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri Mega Zipline. Hallgrímur var rétt nýkominn úr sviflínuferð þegar við náðum tali af honum. „Þetta var stórkostleg skemmtun og ég ætla bara að leyfa þér að finna fyrir því á eftir,“ sagði Hallgrímur og beindi orðum sínum þar að fréttamanni. Og þá var ekkert eftir nema að prófa sjálfur, eftir að hafa græjað sig rétt upp, allt eftir kúnstarinnar reglum. Sjón er sögu ríkari og hér að neðan má sjá fréttamann spreyta sig á ferðinni niður, í liggjandi stöðu, til að njóta sem best þess útsýnis sem ferðin hefur upp á að bjóða. Einnig er hægt að fara sitjandi niður, en þá er auðveldara að stjórna hraða ferðarinnar. Ofurmenni á allt að 120 kílómetra hraða Hallgrímur segir að starfsemin sé nokkuð háð veðri, en einstaklega veðursælt var við Svartagljúfur í dag. „Við vonumst til að geta haft opið allt árið, en það verða auðvitað einhverjir dagar þar sem ekki verður hægt að hafa opið.“ Hann segir sviflínuna alls ekki aðeins fyrir áhættusækna adrenalínfíkla. „Þetta er algjörlega fyrir meðaljóninn. Það er svolítið hægt að stjórna hraðanum, eftir því hvernig þú ferð niður. Ég fór sitjandi niður og ef ég baða út höndum og fótum eins og krossfiskur þá fer ég hægar en ef ég hef hendurnar nálægt mér og er eins og pensill, þá fer ég mun hraðar.“ Þeir sem fari liggjandi með höfuðið á undan, eins og Ofurmennið (e. Superman), fari hraðar. „Við erum að tala um sirka 120 kílómetra hraða,“ segir Hallgrímur aðspurður hver mesti mögulegi hraðinn sé. „Það er kannski ekki fyrir alla, en það er vissulega gaman að prófa það, fyrir þá sem það vilja.“
Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Sjá meira