Vel nýttur þyrlupallur við Skógarböðin Bjarki Sigurðsson skrifar 30. júlí 2023 07:01 Finnur Aðalbjörnsson er einn stofnenda Skógarbaðanna. Vísir/Arnar Falinn þyrlupallur við Skógarböðin hefur verið vel nýttur síðan böðin voru opnuð fyrir rúmu ári. Stofnandi baðanna segir suma vilja komast í böðin án þess að sjást. Þyrlupallurinn við Skógarböðin var byggður tveimur vikum áður en böðin sjálf voru opnuð. Stofnandi baðanna segir pallinn notaðan töluvert mikið, þá sérstaklega þegar farnar eru þyrluskíðaferðir í nágrenninu. „Það kom fyrirspurn frá aðilum sem vildu koma á þyrlu og vildu helst koma utan opnunartíma. Sumir eru svo frægir að enginn má sjá þá. Við „rigguðum“ þessu bara upp á tveimur vikum,“ segir Finnur Aðalbjörnsson, stofnandi Skógarbaðanna. Þyrlupallurinn nýtist þeim sem vilja ekki vera séðir? „Já sumir, og enginn veit samt hverjir þeir eru.“ Þyrlupallurinn mun líklegast nýtast enn betur þegar búið verður að byggja Skógarhótel sem á að reisa við hliðina á böðunum á næstu árum. „Það er kominn vegur að fyrirhuguðu hóteli. Þetta er í skipulagsferli hjá sveitarfélaginu. Ef allt gengur upp getum við byrjað hér í ágúst. Þetta er 120 herbergja hótel með 12 svítum og 200 til 250 manna ráðstefnusal,“ segir Finnur. Skógarböðin í Eyjafjarðarsveit eru með vinsælli ferðamannastöðum Norðurlands.Vísir/Arnar Skógarböðin eru með þá sérstöðu að þar er nánast aldrei rok og sjaldgæft að vindur brjóti sér þar leið inn. „Hér er bara aldrei vont veður, hér inni í skóginum. Hér er gríðarlega gott skjól og næði fyrir gestina að vera. Eins og fólk segir stundum, það er ekki hægt að gera neitt því það er eitthvað skítaveður sem er eiginlega aldrei á Akureyri. En þá getið þið bara komið hingað,“ segir Finnur. Sundlaugar Eyjafjarðarsveit Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Þyrlupallurinn við Skógarböðin var byggður tveimur vikum áður en böðin sjálf voru opnuð. Stofnandi baðanna segir pallinn notaðan töluvert mikið, þá sérstaklega þegar farnar eru þyrluskíðaferðir í nágrenninu. „Það kom fyrirspurn frá aðilum sem vildu koma á þyrlu og vildu helst koma utan opnunartíma. Sumir eru svo frægir að enginn má sjá þá. Við „rigguðum“ þessu bara upp á tveimur vikum,“ segir Finnur Aðalbjörnsson, stofnandi Skógarbaðanna. Þyrlupallurinn nýtist þeim sem vilja ekki vera séðir? „Já sumir, og enginn veit samt hverjir þeir eru.“ Þyrlupallurinn mun líklegast nýtast enn betur þegar búið verður að byggja Skógarhótel sem á að reisa við hliðina á böðunum á næstu árum. „Það er kominn vegur að fyrirhuguðu hóteli. Þetta er í skipulagsferli hjá sveitarfélaginu. Ef allt gengur upp getum við byrjað hér í ágúst. Þetta er 120 herbergja hótel með 12 svítum og 200 til 250 manna ráðstefnusal,“ segir Finnur. Skógarböðin í Eyjafjarðarsveit eru með vinsælli ferðamannastöðum Norðurlands.Vísir/Arnar Skógarböðin eru með þá sérstöðu að þar er nánast aldrei rok og sjaldgæft að vindur brjóti sér þar leið inn. „Hér er bara aldrei vont veður, hér inni í skóginum. Hér er gríðarlega gott skjól og næði fyrir gestina að vera. Eins og fólk segir stundum, það er ekki hægt að gera neitt því það er eitthvað skítaveður sem er eiginlega aldrei á Akureyri. En þá getið þið bara komið hingað,“ segir Finnur.
Sundlaugar Eyjafjarðarsveit Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira