Biðjast afsökunar á auglýsingum Olís sem teknar hafa verið úr birtingu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júlí 2023 13:16 Auglýsing Olís hefur vakið töluverða athygli í dag. Olís Auglýsingar á vegum Olís hafa vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum í dag en einhverjir telja að lesa megi óheppilegt myndmál úr þeim sem minni á hryðjuverkaárásir í New York þann 11. september árið 2001 þar sem flugvélum var flogið inn í tvíburaturnana í World Trade Center. Framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar\TBWA biðst afsökunar vegna málsins og segir herferðina hafa verið tekna úr birtingu. Um er að ræða auglýsingar á vegum olíufyrirtækisins þar sem viðskiptavinir eru hvattir til þess að dæla til góðs. Olís er styrktaraðili Landsbjargar og renna fimm krónur af hverjum lítra til Slysvarnarfélagsins í dag auk þess sem fyrirtækið býður viss afsláttarkjör bara í dag og fleiri vildarpunkta Icelandair til viðskiptavina. Auglýsingunni hefur verið deilt víða á samfélagsmiðlum í dag og ljóst að töluverður fjöldi fólks upplifir hugrenningartengsl við hryðjuverkin árið 2001 vegna staðsetningu flugvélar Icelandair og merki Olís bensínstöðvanna. Vísir leitaði eftir viðbrögðum frá Olís vegna málsins. Auglýsingin er hönnuð af auglýsingastofunni Pipar\TBWA og í skriflegu svari til Vísis biðst Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri, afsökunar vegna málsins. pic.twitter.com/JRxpLmnpdq— Siffi (@SiffiG) July 7, 2023 Hugsaði olís ekkert út í þessa auglýsingu pic.twitter.com/92Pe5ouH4r— Aron Teitsson (@AronTeitsson03) July 7, 2023 Meira segja facebook telur þessa nynd ekki vera hæf til að deila pic.twitter.com/m0WXJZ2g7s— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) July 7, 2023 Áhugaverð nálgun hjá auglýsingastofu Olís, var virkilega enginn sem flaggaði þessu í öllu ferlinu pic.twitter.com/DY8CjjI6Re— Gudny Thorarensen (@gudnylt) July 7, 2023 Stikur sem tákni hlé eða pásu „Við hjá Pipar\TBWA gerðum fyrir um ári síðan auglýsingu fyrir Olís undir yfirskriftinni Dælum til góðs og hefur hún verið birt annað slagið síðan þá. Þar má sjá tvær vegstikur sem notaðar eru í öllu markaðsefni Olís og tákna hlé eða pásu, ásamt í þessu tilfelli flugvél Icelandair og lyklakippu frá Landsbjörg,“ skrifar Guðmundur. „Nú hefur fólk séð út úr þessum auglýsingum tvo turna og flugvél, sem er ekki heppileg táknmynd. Það er að sjálfsögðu ekki sú táknmynd sem við vorum að leitast eftir í þessari auglýsingu og sendum við þakklæti til þeirra sem bent hafa á að þar geti vaknað hugrenningatengsl.“ Hann segir að auglýsingastofan vilji einnig koma á framfæri afsökunarbeiðni til þeirra sem tengjast auglýsingunni eða hafi túlkað hana á þennan hátt. Auglýsingaherferðin hafi nú verið tekin úr birtingu og muni koma í nýrri útgáfu. Muni aldrei gera þessi mistök aftur „Miðað hvað auglýsingastofur rukka fyrir svona vinnu, var aldrei móment þar sem einhver einn sagði að þetta væri nú ekki alveg nógu gott?“ skrifar einn netverja sem deilir auglýsingu Olís. Þá eru auglýsingarnar einnig til umræðu inni á Facebook hópnum Markaðsnördar. „Jæja, Þessi auglýsing, flugvél, tveir turnar og rétt eftir 4. júlí,“ skrifar Sigurður Ingi R Guðmundsson sem hefur máls á auglýsingunni. „Hugrenningatengslin eru greinilega til staðar hjá öllum, óháð því hvaða dagur ársins er... sá þetta strax,“ segir einn sem leggur orð í belg. Annar segir um óheppilega auglýsingu að ræða en lítið dugi að dæma Olís eða auglýsingastofuna sem komið hafi að verkinu. „Þetta er ótrúlega óheppilegt. Eitthvað sem getur svo auðveldlega farið framhjá fólki þó margir rýni, en þegar er bent á þetta er þetta svo augljóst,“ skrifar Óskar Páll Elfarsson markaðsnörd. „Það þýðir lítið að dæma Olís eða auglýsingastofuna eitthvað, það ætlar sér enginn að fara „þangað“ viljandi og þau munu aldrei gera þessi mistök aftur. Þannig lærum við bara öll og ferðumst áfram...“ Ekkert óþægileg hugrenningartengsl hér. Nei nei. pic.twitter.com/czePTC0mN8— Steini (@Arason_) July 7, 2023 sýnist þessi auglýsingastofa bara vera með puttann ágætlega á púlsinum pic.twitter.com/A7sFJjiOlv— Birki (@birkirh) July 7, 2023 Hvað eruð þið hjá Olís nákvæmlega að segja? Að flugvél Icelandair fljúgi á tvo turna og svo dælum við eldsneyti yfir það allt saman? Og hvað svo eða hvað á þetta myndmál að segja okkur? pic.twitter.com/dckcOFKQuH— Erlendur (@erlendur) July 7, 2023 mv hvað auglýsingastofur rukka fyrir svona vinnu, var aldrei móment þar sem einhver einn sagði að þetta væri nú ekki alveg nógu gott? https://t.co/NiLPkqZmHR— Haukur Heiðar (@haukurh) July 7, 2023 Frétt uppfærð kl. 14:23. Fréttin hefur verið uppfærð og viðbrögðum forstjóra Pipar\TBWA bætt við. Hryðjuverkin 11. september 2001 Auglýsinga- og markaðsmál Bensín og olía Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Um er að ræða auglýsingar á vegum olíufyrirtækisins þar sem viðskiptavinir eru hvattir til þess að dæla til góðs. Olís er styrktaraðili Landsbjargar og renna fimm krónur af hverjum lítra til Slysvarnarfélagsins í dag auk þess sem fyrirtækið býður viss afsláttarkjör bara í dag og fleiri vildarpunkta Icelandair til viðskiptavina. Auglýsingunni hefur verið deilt víða á samfélagsmiðlum í dag og ljóst að töluverður fjöldi fólks upplifir hugrenningartengsl við hryðjuverkin árið 2001 vegna staðsetningu flugvélar Icelandair og merki Olís bensínstöðvanna. Vísir leitaði eftir viðbrögðum frá Olís vegna málsins. Auglýsingin er hönnuð af auglýsingastofunni Pipar\TBWA og í skriflegu svari til Vísis biðst Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri, afsökunar vegna málsins. pic.twitter.com/JRxpLmnpdq— Siffi (@SiffiG) July 7, 2023 Hugsaði olís ekkert út í þessa auglýsingu pic.twitter.com/92Pe5ouH4r— Aron Teitsson (@AronTeitsson03) July 7, 2023 Meira segja facebook telur þessa nynd ekki vera hæf til að deila pic.twitter.com/m0WXJZ2g7s— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) July 7, 2023 Áhugaverð nálgun hjá auglýsingastofu Olís, var virkilega enginn sem flaggaði þessu í öllu ferlinu pic.twitter.com/DY8CjjI6Re— Gudny Thorarensen (@gudnylt) July 7, 2023 Stikur sem tákni hlé eða pásu „Við hjá Pipar\TBWA gerðum fyrir um ári síðan auglýsingu fyrir Olís undir yfirskriftinni Dælum til góðs og hefur hún verið birt annað slagið síðan þá. Þar má sjá tvær vegstikur sem notaðar eru í öllu markaðsefni Olís og tákna hlé eða pásu, ásamt í þessu tilfelli flugvél Icelandair og lyklakippu frá Landsbjörg,“ skrifar Guðmundur. „Nú hefur fólk séð út úr þessum auglýsingum tvo turna og flugvél, sem er ekki heppileg táknmynd. Það er að sjálfsögðu ekki sú táknmynd sem við vorum að leitast eftir í þessari auglýsingu og sendum við þakklæti til þeirra sem bent hafa á að þar geti vaknað hugrenningatengsl.“ Hann segir að auglýsingastofan vilji einnig koma á framfæri afsökunarbeiðni til þeirra sem tengjast auglýsingunni eða hafi túlkað hana á þennan hátt. Auglýsingaherferðin hafi nú verið tekin úr birtingu og muni koma í nýrri útgáfu. Muni aldrei gera þessi mistök aftur „Miðað hvað auglýsingastofur rukka fyrir svona vinnu, var aldrei móment þar sem einhver einn sagði að þetta væri nú ekki alveg nógu gott?“ skrifar einn netverja sem deilir auglýsingu Olís. Þá eru auglýsingarnar einnig til umræðu inni á Facebook hópnum Markaðsnördar. „Jæja, Þessi auglýsing, flugvél, tveir turnar og rétt eftir 4. júlí,“ skrifar Sigurður Ingi R Guðmundsson sem hefur máls á auglýsingunni. „Hugrenningatengslin eru greinilega til staðar hjá öllum, óháð því hvaða dagur ársins er... sá þetta strax,“ segir einn sem leggur orð í belg. Annar segir um óheppilega auglýsingu að ræða en lítið dugi að dæma Olís eða auglýsingastofuna sem komið hafi að verkinu. „Þetta er ótrúlega óheppilegt. Eitthvað sem getur svo auðveldlega farið framhjá fólki þó margir rýni, en þegar er bent á þetta er þetta svo augljóst,“ skrifar Óskar Páll Elfarsson markaðsnörd. „Það þýðir lítið að dæma Olís eða auglýsingastofuna eitthvað, það ætlar sér enginn að fara „þangað“ viljandi og þau munu aldrei gera þessi mistök aftur. Þannig lærum við bara öll og ferðumst áfram...“ Ekkert óþægileg hugrenningartengsl hér. Nei nei. pic.twitter.com/czePTC0mN8— Steini (@Arason_) July 7, 2023 sýnist þessi auglýsingastofa bara vera með puttann ágætlega á púlsinum pic.twitter.com/A7sFJjiOlv— Birki (@birkirh) July 7, 2023 Hvað eruð þið hjá Olís nákvæmlega að segja? Að flugvél Icelandair fljúgi á tvo turna og svo dælum við eldsneyti yfir það allt saman? Og hvað svo eða hvað á þetta myndmál að segja okkur? pic.twitter.com/dckcOFKQuH— Erlendur (@erlendur) July 7, 2023 mv hvað auglýsingastofur rukka fyrir svona vinnu, var aldrei móment þar sem einhver einn sagði að þetta væri nú ekki alveg nógu gott? https://t.co/NiLPkqZmHR— Haukur Heiðar (@haukurh) July 7, 2023 Frétt uppfærð kl. 14:23. Fréttin hefur verið uppfærð og viðbrögðum forstjóra Pipar\TBWA bætt við.
Hryðjuverkin 11. september 2001 Auglýsinga- og markaðsmál Bensín og olía Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira