„Þurfum frammistöðu frá fyrsta degi“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2023 12:00 Mauricio Pochettino er bjartsýnn á að Chelsea komist á sigurbraut á nýjan leik. Vísir/Getty Mauricio Pochettino er kominn til starfa hjá Chelsea. Á fyrsta blaðamannafundi sínum sem knattspyrnustjóri liðsins fór hann yfir væntingarnar fyrir komandi tímabil. Mauricio Pochettino skrifaði undir tveggja ára samning við Chelsea fyrr í sumar og tók við knattspyrnustjórastarfinu 1. júlí. Á fyrsta blaðamannafundi sínum sem knattspyrnustjóri sagði hann að það væri engin þolinmæði í knattspyrnuheiminum og því þyrfti að byrja af krafti frá fyrsta degi. „Þetta snýst um að skila góðri frammistöðu frá fyrsta degi. Við getum ekki sagt við fólk að við þurfum sex mánuði til að búa eitthvað til,“ sagði Pochettino en Chelsea átti afleitt tímabil síðasta vetur og hafnaði í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Hann segir að hann hafi átt góð samskipti við eigendur félagsins en félagið hefur staðið í stórræðum á félagaskiptamarkaðnum síðustu mánuði og margir leikmenn bæði komið og farið. „Ég átti gott samtal við þá. Þetta er klárt fólk og mér líður vel. Ég er ekki knattspyrnustjóri sem þarf að biðja um völd,“ bætti Pochettino við. „Það mikilvægasta er að ég þarf að sýna þeim að þeir geti treyst mér og leikmönnunum og að stuðningsmennirnir geti treyst mínum ákvörðunum og hvernig ég vinn.“ Hefur trú á því að Chelsea geti keppt við Manchester City Pochettino var orðaður við endurkomu til Tottenham áður en hann skrifaði undir hjá Chelsea. Hann segir að leikmenn hans þurfi að trúa því að þeir geti keppt við lið eins og Manchester City, sem vann þrennuna á síðasta tímabili. „Mig langar að óska Pep Guardiola til hamingju með það sem hann hefur afrekað hjá Manchester City. Það er ótrúlegt að sjá félag ná svona miklum stöðugleika með verkfærum frá knattspyrnustjóranum.“ Á síðustu 10-15 árum hefur Chelsea náð svipuðum hæðum. Nú þurfum við að trúa því að við getum einnig gert frábæra hluti og að við getum keppt við Manchester City.“ Hann segir markmiðið hjá Chelsea vera að vinna titla. „Markmið mitt er að vinna. Að spila vel er okkar stíll og heimspeki. Ef þú vinnur ekki hjá félagi eins og Chelsea þá lendir þú í vandræðum. Þetta snýst um að vinna og vera samkeppnishæfur. Við þurfum að koma þeirri orku inn hjá stuðningsmönnum okkar. Ef við náum að búa til þessa samheldni þá gætum við verið nálægt því að vinna eitthvað á ný.“ Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Sjá meira
Mauricio Pochettino skrifaði undir tveggja ára samning við Chelsea fyrr í sumar og tók við knattspyrnustjórastarfinu 1. júlí. Á fyrsta blaðamannafundi sínum sem knattspyrnustjóri sagði hann að það væri engin þolinmæði í knattspyrnuheiminum og því þyrfti að byrja af krafti frá fyrsta degi. „Þetta snýst um að skila góðri frammistöðu frá fyrsta degi. Við getum ekki sagt við fólk að við þurfum sex mánuði til að búa eitthvað til,“ sagði Pochettino en Chelsea átti afleitt tímabil síðasta vetur og hafnaði í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Hann segir að hann hafi átt góð samskipti við eigendur félagsins en félagið hefur staðið í stórræðum á félagaskiptamarkaðnum síðustu mánuði og margir leikmenn bæði komið og farið. „Ég átti gott samtal við þá. Þetta er klárt fólk og mér líður vel. Ég er ekki knattspyrnustjóri sem þarf að biðja um völd,“ bætti Pochettino við. „Það mikilvægasta er að ég þarf að sýna þeim að þeir geti treyst mér og leikmönnunum og að stuðningsmennirnir geti treyst mínum ákvörðunum og hvernig ég vinn.“ Hefur trú á því að Chelsea geti keppt við Manchester City Pochettino var orðaður við endurkomu til Tottenham áður en hann skrifaði undir hjá Chelsea. Hann segir að leikmenn hans þurfi að trúa því að þeir geti keppt við lið eins og Manchester City, sem vann þrennuna á síðasta tímabili. „Mig langar að óska Pep Guardiola til hamingju með það sem hann hefur afrekað hjá Manchester City. Það er ótrúlegt að sjá félag ná svona miklum stöðugleika með verkfærum frá knattspyrnustjóranum.“ Á síðustu 10-15 árum hefur Chelsea náð svipuðum hæðum. Nú þurfum við að trúa því að við getum einnig gert frábæra hluti og að við getum keppt við Manchester City.“ Hann segir markmiðið hjá Chelsea vera að vinna titla. „Markmið mitt er að vinna. Að spila vel er okkar stíll og heimspeki. Ef þú vinnur ekki hjá félagi eins og Chelsea þá lendir þú í vandræðum. Þetta snýst um að vinna og vera samkeppnishæfur. Við þurfum að koma þeirri orku inn hjá stuðningsmönnum okkar. Ef við náum að búa til þessa samheldni þá gætum við verið nálægt því að vinna eitthvað á ný.“
Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Sjá meira