Banna teiknimyndina um Bósa Ljósár Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 8. júlí 2023 14:30 Bósa Ljósári haldið hátt á lofti í hinsegin göngu í Valencia á Spáni. Xisco Navarro/Getty Images Nýr meirihluti hægri flokkanna á Spáni hefur bannað sýningu myndarinnar um Bósa ljósár í litlum bæ á Norður-Spáni. Í myndinni sjást tvær konur kyssast eitt augnablik. VOX stendur við það sem hann lofar Það er ekki hægt að segja að öfgahægriflokkurinn VOX hér á Spáni standi ekki við það sem hann lofar. Hann hefur lofað því fyrir þingkosningarnar eftir tvær vikur að komist hann í ríkisstjórn þá verði lögum sem auki jafnrétti kynjanna og réttindi hinsegin fólks snúið við og lög um þungunarrof felld úr gildi. Og nú hefur flokkurinn gefið kjósendum smjörþefinn af því sem koma skal. VOX og Lýðflokkurinn, sem er borgaralegur hægri flokkur og stærsti flokkur landsins samkvæmt nýjum skoðanakönnunum, mynda nýjan meirihluta í litlum bæ á norðurströnd Spánar, Santa Cruz de Bezana. Saman felldu þeir Sósíalistaflokkinn sem hafði skipulagt sumarbíó bæjarins, sem eru kvikmyndasýningar á föstudagskvöldum undir heiðum sumarhimni á aðaltorgi bæjarins. Sumarbíóið átti að byrja í gærkvöld, og fyrsta mynd sumarsins átti að vera teiknimynd Pixars um Bósa ljósár, sem frumsýnd var í fyrrasumar. Fyrir þá sem ekki muna þá er Bósi ljósár geimfari sem rekur upphaf sitt til Toy Story myndanna. Teiknimyndin um Bósa ljósár hefur nú verið bönnuð á bænum Santa Cruz de Bezana á Norður-Spáni en öfgahægriflokkurinn VOX myndar meirihluta þar ásamt Lýðflokknum eftir sveitarstjórnarkosningarnar á Spáni í lok maí.Public Domain Út með Bósa, inn með slæmu strákana En núna fer VOX með menningarmál bæjarins og þar var brugðist hratt við sumardagskránni, Ljósári var kippt út og þess í stað var teiknimynd Dreamworks, The Bad Guys, sýnd í gærkvöldi. Nokkur umræða varð um myndina Ljósár þegar hún var frumsýnd í fyrra og hún var bönnuð í a.m.k. 16 múslimalöndum í Austurlöndum nær. Ástæðan var sú að tvær konur sjást kyssast eitt örstutt augnablik. Og einmitt vegna þessa olli hún þó nokkru fjaðrafoki í Bandaríkjunum þar sem bókabann er t.a.m. stundað af miklum þrótti þessi misserin. Létu líka fjarlægja Regnbogafánann Myndin hefur þó hvergi í Evrópu verið bönnuð, þar til núna að henni er kippt út af sumardagskrá Santa Cruz de Bezana. Þetta er ekki eina atlagan að hinsegin fólki sem VOX hefur lagt í síðan flokkurinn komst í meirihluta í bænum. Eitt fyrsta verk hans var að láta fjarlægja Regnbogafána hinsegin fólks af ráðhúsi bæjarins þar sem hann hafði lengi fengið að blakta óáreittur. Enginn úr röðum hinna ráðandi hægri flokka hefur viljað tjá sig um málið við spænska fjölmiðla. Spánn Menning Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
VOX stendur við það sem hann lofar Það er ekki hægt að segja að öfgahægriflokkurinn VOX hér á Spáni standi ekki við það sem hann lofar. Hann hefur lofað því fyrir þingkosningarnar eftir tvær vikur að komist hann í ríkisstjórn þá verði lögum sem auki jafnrétti kynjanna og réttindi hinsegin fólks snúið við og lög um þungunarrof felld úr gildi. Og nú hefur flokkurinn gefið kjósendum smjörþefinn af því sem koma skal. VOX og Lýðflokkurinn, sem er borgaralegur hægri flokkur og stærsti flokkur landsins samkvæmt nýjum skoðanakönnunum, mynda nýjan meirihluta í litlum bæ á norðurströnd Spánar, Santa Cruz de Bezana. Saman felldu þeir Sósíalistaflokkinn sem hafði skipulagt sumarbíó bæjarins, sem eru kvikmyndasýningar á föstudagskvöldum undir heiðum sumarhimni á aðaltorgi bæjarins. Sumarbíóið átti að byrja í gærkvöld, og fyrsta mynd sumarsins átti að vera teiknimynd Pixars um Bósa ljósár, sem frumsýnd var í fyrrasumar. Fyrir þá sem ekki muna þá er Bósi ljósár geimfari sem rekur upphaf sitt til Toy Story myndanna. Teiknimyndin um Bósa ljósár hefur nú verið bönnuð á bænum Santa Cruz de Bezana á Norður-Spáni en öfgahægriflokkurinn VOX myndar meirihluta þar ásamt Lýðflokknum eftir sveitarstjórnarkosningarnar á Spáni í lok maí.Public Domain Út með Bósa, inn með slæmu strákana En núna fer VOX með menningarmál bæjarins og þar var brugðist hratt við sumardagskránni, Ljósári var kippt út og þess í stað var teiknimynd Dreamworks, The Bad Guys, sýnd í gærkvöldi. Nokkur umræða varð um myndina Ljósár þegar hún var frumsýnd í fyrra og hún var bönnuð í a.m.k. 16 múslimalöndum í Austurlöndum nær. Ástæðan var sú að tvær konur sjást kyssast eitt örstutt augnablik. Og einmitt vegna þessa olli hún þó nokkru fjaðrafoki í Bandaríkjunum þar sem bókabann er t.a.m. stundað af miklum þrótti þessi misserin. Létu líka fjarlægja Regnbogafánann Myndin hefur þó hvergi í Evrópu verið bönnuð, þar til núna að henni er kippt út af sumardagskrá Santa Cruz de Bezana. Þetta er ekki eina atlagan að hinsegin fólki sem VOX hefur lagt í síðan flokkurinn komst í meirihluta í bænum. Eitt fyrsta verk hans var að láta fjarlægja Regnbogafána hinsegin fólks af ráðhúsi bæjarins þar sem hann hafði lengi fengið að blakta óáreittur. Enginn úr röðum hinna ráðandi hægri flokka hefur viljað tjá sig um málið við spænska fjölmiðla.
Spánn Menning Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent