Vestmanneyingar velkomnir í Grímsey að redda sér lunda Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júlí 2023 20:26 Sæmundur Ólason, bjargveiðimaður í Grímsey. Grímseyingar segja skýr merki þess að lunda hafi fjölgað í eynni. Svo mikið er þar af lunda að von er á hópum Vestmanneyinga norður til að redda eigin lundaballi. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um lundann í Grímsey en hann er meðal þess sem helst dregur erlenda ferðamenn út í eyjuna. Þar virðist nóg af honum. „Það sem við upplifun hérna að er búið að gerast í tuttugu ár er að honum bara fjölgar ár frá ári,“ segir Sæmundur Ólason, bjargveiðimaður í Grímsey. Lundinn er gæfur í Grímsey og hægt að komast býsna nálægt honum.Egill Aðalsteinsson Skýrasta dæmið segir hann að áður hafi lundinn bara verið á austanverðri eynni en núna sé hann einnig kominn á vesturströndina þar sem þorpið er. „Fyrir 25 árum þá var enginn lundi hér en núna er hann kominn allan hringinn á eyjunni og kominn alveg að hafnarsvæðinu.“ Þá segir hann engin merki sjást um að honum hafi fækkað á austurhlutanum. „Okkar kenning er sú að þetta sé bara náttúruleg fjölgun.“ Grímsey séð úr norðaustri. Mestu fuglabjörgin eru á austurströndinni.KMU Sjálfur sígur Sæmundur í björg á vorin eftir svartfuglseggjum, álku og langvíu, og segir að þeim tegundum hafi ennig fjölgað. Og Grímseyingar háfa enn lunda. „Ég fullyrði að það er brotabrot af fjölguninni sem að við tökum. Hvað þá að við séum eitthvað að seilast í höfuðstólinn,“ segir Sæmundur. Við vitann syðst í Grímsey. Horft norður eftir björgunum við austanverða eyjuna.Egill Aðalsteinsson Kannski hafa Vestmanneyingar verið þekktustu lundaætur landsins. Núna fara þeir út í Grímsey. „Þeir koma hérna, vinir okkar úr Vestmannaeyjum, sumir hérna í júlí. Koma svona hópar. Og í nokkur ár hafa þeir komið og reddað lundaballinu hérna af því að þeir ná ekki í lunda til að hafa á ballinu,“ segir Sæmundur. Takmörkuð lundaveiði í fimmtán daga í Vestmannaeyjum í ágústmánuði muni ekki duga þeim. „Við óskum eftir að þeir komi sem oftast. Og fleiri heldur en hitt. Séu þeir bara alltaf velkomnir,“ segir bjargveiðimaðurinn í Grímsey. Grímsey Vestmannaeyjar Fuglar Akureyri Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Minnkandi lundastofn hræðir ferðaþjónustuna Íslenski lundastofninn er í miklum vandræðum og hefur dregist saman um sjötíu prósent á síðustu þrjátíu árum. Þetta kemur ekki síst illa við ferðaþjónustuna sem hefur markaðssett lundann sem einkennisfulg landsins. 21. maí 2023 23:40 Vel hægt að fá ferðamenn út í Grímsey að vetrarlagi Lundinn, fuglalífið og heimskautsbaugurinn eru það sem helst dregur ferðamenn út í Grímsey. Gistihússeigandi segist hafa fulla trú á því að hægt sé laða ferðamenn út í eyna einnig að vetrarlagi. 2. júlí 2023 22:11 Grímseyingar þoka smíði kirkjunnar af stað að nýju Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði. 24. júní 2023 21:36 Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um lundann í Grímsey en hann er meðal þess sem helst dregur erlenda ferðamenn út í eyjuna. Þar virðist nóg af honum. „Það sem við upplifun hérna að er búið að gerast í tuttugu ár er að honum bara fjölgar ár frá ári,“ segir Sæmundur Ólason, bjargveiðimaður í Grímsey. Lundinn er gæfur í Grímsey og hægt að komast býsna nálægt honum.Egill Aðalsteinsson Skýrasta dæmið segir hann að áður hafi lundinn bara verið á austanverðri eynni en núna sé hann einnig kominn á vesturströndina þar sem þorpið er. „Fyrir 25 árum þá var enginn lundi hér en núna er hann kominn allan hringinn á eyjunni og kominn alveg að hafnarsvæðinu.“ Þá segir hann engin merki sjást um að honum hafi fækkað á austurhlutanum. „Okkar kenning er sú að þetta sé bara náttúruleg fjölgun.“ Grímsey séð úr norðaustri. Mestu fuglabjörgin eru á austurströndinni.KMU Sjálfur sígur Sæmundur í björg á vorin eftir svartfuglseggjum, álku og langvíu, og segir að þeim tegundum hafi ennig fjölgað. Og Grímseyingar háfa enn lunda. „Ég fullyrði að það er brotabrot af fjölguninni sem að við tökum. Hvað þá að við séum eitthvað að seilast í höfuðstólinn,“ segir Sæmundur. Við vitann syðst í Grímsey. Horft norður eftir björgunum við austanverða eyjuna.Egill Aðalsteinsson Kannski hafa Vestmanneyingar verið þekktustu lundaætur landsins. Núna fara þeir út í Grímsey. „Þeir koma hérna, vinir okkar úr Vestmannaeyjum, sumir hérna í júlí. Koma svona hópar. Og í nokkur ár hafa þeir komið og reddað lundaballinu hérna af því að þeir ná ekki í lunda til að hafa á ballinu,“ segir Sæmundur. Takmörkuð lundaveiði í fimmtán daga í Vestmannaeyjum í ágústmánuði muni ekki duga þeim. „Við óskum eftir að þeir komi sem oftast. Og fleiri heldur en hitt. Séu þeir bara alltaf velkomnir,“ segir bjargveiðimaðurinn í Grímsey.
Grímsey Vestmannaeyjar Fuglar Akureyri Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Minnkandi lundastofn hræðir ferðaþjónustuna Íslenski lundastofninn er í miklum vandræðum og hefur dregist saman um sjötíu prósent á síðustu þrjátíu árum. Þetta kemur ekki síst illa við ferðaþjónustuna sem hefur markaðssett lundann sem einkennisfulg landsins. 21. maí 2023 23:40 Vel hægt að fá ferðamenn út í Grímsey að vetrarlagi Lundinn, fuglalífið og heimskautsbaugurinn eru það sem helst dregur ferðamenn út í Grímsey. Gistihússeigandi segist hafa fulla trú á því að hægt sé laða ferðamenn út í eyna einnig að vetrarlagi. 2. júlí 2023 22:11 Grímseyingar þoka smíði kirkjunnar af stað að nýju Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði. 24. júní 2023 21:36 Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Minnkandi lundastofn hræðir ferðaþjónustuna Íslenski lundastofninn er í miklum vandræðum og hefur dregist saman um sjötíu prósent á síðustu þrjátíu árum. Þetta kemur ekki síst illa við ferðaþjónustuna sem hefur markaðssett lundann sem einkennisfulg landsins. 21. maí 2023 23:40
Vel hægt að fá ferðamenn út í Grímsey að vetrarlagi Lundinn, fuglalífið og heimskautsbaugurinn eru það sem helst dregur ferðamenn út í Grímsey. Gistihússeigandi segist hafa fulla trú á því að hægt sé laða ferðamenn út í eyna einnig að vetrarlagi. 2. júlí 2023 22:11
Grímseyingar þoka smíði kirkjunnar af stað að nýju Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði. 24. júní 2023 21:36
Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44