„Voru örugglega búnir að fá sér nokkra Pimm´s“ Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júlí 2023 13:31 Victoria Azarenka glottir um leið og hún gengur af velli eftir tapið um helgina. Vísir/Getty Tenniskonan Victoria Azarenka frá Belarús tapaði fyrir hinni úkraínsku Elina Svitolina á Wimbledon mótinu í tennis í gær. Áhorfendur bauluðu á Azarenka þegar hún gekk af velli eftir leik. Wimbledon mótið í tennis er í fullum gangi þessa dagana og í gær fór fram fyrsta viðureign leikmanns frá Úkraínu og leikmanns frá Rússlandi eða Belarús síðan leikbann þeirra síðarnefndu á mótinu féll úr gildi. Tennisfólk frá þessum tveimur þjóðum fengu ekki að taka þátt á mótinu í fyrra. Áhorfendur studdu vel við bakið á hinni úkraínsku Elina Svitolina allan leikinn sem vann að lokum 2-1 sigur gegn Victoria Azarenka eftir frábæran leik þar sem upphækkun þurfti til að knýja fram úrslit í oddasettinu. Á opna franska mótinu á dögunum var baulað á hina úkraínsku Svitolina fyrir að neita að taka í höndina á tennisfólki frá Belarús og Rússlandi en í þetta skiptið var það Azarenka sem hlaut óblíðar móttökur áhorfenda. „Ég stjórna ekki áhorfendum. Ég er ekki viss um að margir hafi skilið hvað var að gerast. Það er líklega vegna þess að margir voru búnir að fá sér nokkra Pimm´s yfir daginn, Hvað get ég gert?“ sagði Azarenka eftir leik. Pimm´s er vinsæll drykkur í Bretlandi. Hefði viljað yfirlýsingu um málið fyrir leik Azarenka horfði lengi í áttina að Svitolina eftir leikinn og beið eftir viðbrögðum áður en hún lyfti upp höndum og gekk af velli. „Hún vill ekki taka í höndina á fólki frá Rússlandi eða Belarús. Ég virti hennar ákvörðun. Hvað hefði ég átt að gera? Standa og bíða? Það er ekkert sem ég hefði getað gert sem hefði verið rétt, þannig að ég gerði bara það sem mér fannst sýna virðingu gagnvart hennar ákvörðun,“ bætti Azarenka við. Svitolina sagði í viðtali eftir sigurinn að aðstæðurnar hefðu átt að vera öllum ljósar fyrir leikinn. „Mér finnst að tennissamböndin hefðu átt að stíga fram með yfirlýsingu um að það yrðu engin handabönd á milli leikmanna frá Rússlandi og Belarús og leikmanna frá Úkraínu.“ „Ég hef sagt það margoft að þangað til Rússar hafa tekið sínar hersveitir út úr Úkraínu, og við fáum okkur landsvæði aftur, þá mun ég ekki taka í höndina á neinum. Ég veit ekki hvort ég geti verið skýrari með þetta,“ sagði Elina Svitalina að lokum. Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Wimbledon mótið í tennis er í fullum gangi þessa dagana og í gær fór fram fyrsta viðureign leikmanns frá Úkraínu og leikmanns frá Rússlandi eða Belarús síðan leikbann þeirra síðarnefndu á mótinu féll úr gildi. Tennisfólk frá þessum tveimur þjóðum fengu ekki að taka þátt á mótinu í fyrra. Áhorfendur studdu vel við bakið á hinni úkraínsku Elina Svitolina allan leikinn sem vann að lokum 2-1 sigur gegn Victoria Azarenka eftir frábæran leik þar sem upphækkun þurfti til að knýja fram úrslit í oddasettinu. Á opna franska mótinu á dögunum var baulað á hina úkraínsku Svitolina fyrir að neita að taka í höndina á tennisfólki frá Belarús og Rússlandi en í þetta skiptið var það Azarenka sem hlaut óblíðar móttökur áhorfenda. „Ég stjórna ekki áhorfendum. Ég er ekki viss um að margir hafi skilið hvað var að gerast. Það er líklega vegna þess að margir voru búnir að fá sér nokkra Pimm´s yfir daginn, Hvað get ég gert?“ sagði Azarenka eftir leik. Pimm´s er vinsæll drykkur í Bretlandi. Hefði viljað yfirlýsingu um málið fyrir leik Azarenka horfði lengi í áttina að Svitolina eftir leikinn og beið eftir viðbrögðum áður en hún lyfti upp höndum og gekk af velli. „Hún vill ekki taka í höndina á fólki frá Rússlandi eða Belarús. Ég virti hennar ákvörðun. Hvað hefði ég átt að gera? Standa og bíða? Það er ekkert sem ég hefði getað gert sem hefði verið rétt, þannig að ég gerði bara það sem mér fannst sýna virðingu gagnvart hennar ákvörðun,“ bætti Azarenka við. Svitolina sagði í viðtali eftir sigurinn að aðstæðurnar hefðu átt að vera öllum ljósar fyrir leikinn. „Mér finnst að tennissamböndin hefðu átt að stíga fram með yfirlýsingu um að það yrðu engin handabönd á milli leikmanna frá Rússlandi og Belarús og leikmanna frá Úkraínu.“ „Ég hef sagt það margoft að þangað til Rússar hafa tekið sínar hersveitir út úr Úkraínu, og við fáum okkur landsvæði aftur, þá mun ég ekki taka í höndina á neinum. Ég veit ekki hvort ég geti verið skýrari með þetta,“ sagði Elina Svitalina að lokum.
Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira