Mikilvægt að stíga varlega til jarðar í umræðunni um megrunarlyf Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. júlí 2023 11:35 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Lyfjastofnunar segir tilkynningar stofnunarinnar til eftirlitsnefndar Lyfjastofnunar Evrópu vegna mögulegra tengsla á milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígshugsana vera hluta af reglubundnu verklagi stjórnvalda. Ekki sé búið að sýna fram á bein tengsl með óyggjandi hætti. Fólk er hvatt til að tilkynna aukaverkanir en rúmlega tíu þúsund manns hér á landi eru á slíkum lyfjum. „Þetta er hluti af neytendavernd, þar sem við fáum aukaverkanatilkynningar og tilkynnum þær. Það er hluti af því öryggisneti sem við berum ábyrgð á sem snýr að lyfjum,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í samtali við Vísi. Mikil notkun á stuttum tíma Eins og fram hefur komið hefur eftirlitsnefnd á vegum Lyfjastofnunar Evrópu nú til athugunar ábendingu frá Lyfjastofnun Íslands um möguleg tengsl milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígs- og sjálfsskaðahugsana. Málin eru sögð varða þrjá einstaklinga sem þjáðust af sjálfsvígs-og sjálfsskaðahugsunum, en einn var á þyngdarstjórnunarlyfinu Ozempic og hinir á Saxenda. Rúna segir eðlilegt að tilkynningar um slíkar aukaverkanir berist þar sem um sé að ræða ný lyf sem stórir hópar nýti sér, á tiltölulega stuttum tíma. Þá komi upp aukaverkanir líkt og þessar þar sem þýðið sé stærra og ekki eins einsleitt og í klínískum rannsóknum. „Við þurfum líka að stíga varlega til jarðar þegar við ræðum þetta, af því að það þarf að rannsaka það hvort það séu yfirhöfuð tengsl á milli þessa og notkun lyfjanna. Nú verður það tekið séstaklega til skoðunar.“ Rúna segir mikilvægt að fólk hafi samband við rétta aðila komi slíkar hugsanir upp, svo sem líkt og hjálparsíma Rauða krossins, Píeta eða aðra viðeigandi aðila. Hún bendir á að í Bandaríkjunum hafi verið tilgreind varnaðarorð til neytenda um að slíkar hugsanir gætu verið aukaverkanir, en það hafi ekki verið gert hingað til í Evrópu. Skortur yfirvofandi á Íslandi og í Evrópu Áður hefur komið fram að stjórnvöld sjái fram á að skortur verði í landinu af Ozempic vegna mikillar eftirspurnar. Rúna segir að lyfjaskortur sé alltaf alvarlegt mál. „Þetta eru rúmlega tíu þúsund manns í heildina sem eru hér á Ozempic og Saxenda. Hvort þetta er óvenju stór hópur get ég ekki sagt til um. Ef þú berð þetta saman við til dæmis blóðsykurslyf eða þunglyndislyf, þá eru hópar notenda þeirra lyfja miklu stærri.“ Miklum árangri hafi verið náð með lyfjunum á stjórnun blóðsykurs fyrir ákveðinn hóp einstaklinga auk þess sem þyngdarstjórnun hafi verið vandamál. Rúna segir skort á Ozempic einnig til staðar í Evrópu. „Lyfjaskortur er alltaf alvarlegur. Þetta er langverkandi lyf, þannig að skorturinn hefur ekki áhrif strax, það má ekki breyta um lyf fyrr en eftir tólf daga en það eru önnur lyf sem sjúklingar eru settir á í staðinn, meðal annars Saxenda sem er til og svo eru til töflur af þessu lyfi.“ Þar sem lyfin séu notuð við stjórn á blóðsykri sé um langtímanotkun að ræða þar sem sjúklingar geta ekki hætt á lyfinu. „Sykursýki 2 er langtímasjúkdómur, svoleiðis að þetta á við um öll önnur lyf sem stýra blóðsykursmagni.“ Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Bíll bilaði og Hvalfjarðargöng lokuð Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Sjá meira
„Þetta er hluti af neytendavernd, þar sem við fáum aukaverkanatilkynningar og tilkynnum þær. Það er hluti af því öryggisneti sem við berum ábyrgð á sem snýr að lyfjum,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í samtali við Vísi. Mikil notkun á stuttum tíma Eins og fram hefur komið hefur eftirlitsnefnd á vegum Lyfjastofnunar Evrópu nú til athugunar ábendingu frá Lyfjastofnun Íslands um möguleg tengsl milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígs- og sjálfsskaðahugsana. Málin eru sögð varða þrjá einstaklinga sem þjáðust af sjálfsvígs-og sjálfsskaðahugsunum, en einn var á þyngdarstjórnunarlyfinu Ozempic og hinir á Saxenda. Rúna segir eðlilegt að tilkynningar um slíkar aukaverkanir berist þar sem um sé að ræða ný lyf sem stórir hópar nýti sér, á tiltölulega stuttum tíma. Þá komi upp aukaverkanir líkt og þessar þar sem þýðið sé stærra og ekki eins einsleitt og í klínískum rannsóknum. „Við þurfum líka að stíga varlega til jarðar þegar við ræðum þetta, af því að það þarf að rannsaka það hvort það séu yfirhöfuð tengsl á milli þessa og notkun lyfjanna. Nú verður það tekið séstaklega til skoðunar.“ Rúna segir mikilvægt að fólk hafi samband við rétta aðila komi slíkar hugsanir upp, svo sem líkt og hjálparsíma Rauða krossins, Píeta eða aðra viðeigandi aðila. Hún bendir á að í Bandaríkjunum hafi verið tilgreind varnaðarorð til neytenda um að slíkar hugsanir gætu verið aukaverkanir, en það hafi ekki verið gert hingað til í Evrópu. Skortur yfirvofandi á Íslandi og í Evrópu Áður hefur komið fram að stjórnvöld sjái fram á að skortur verði í landinu af Ozempic vegna mikillar eftirspurnar. Rúna segir að lyfjaskortur sé alltaf alvarlegt mál. „Þetta eru rúmlega tíu þúsund manns í heildina sem eru hér á Ozempic og Saxenda. Hvort þetta er óvenju stór hópur get ég ekki sagt til um. Ef þú berð þetta saman við til dæmis blóðsykurslyf eða þunglyndislyf, þá eru hópar notenda þeirra lyfja miklu stærri.“ Miklum árangri hafi verið náð með lyfjunum á stjórnun blóðsykurs fyrir ákveðinn hóp einstaklinga auk þess sem þyngdarstjórnun hafi verið vandamál. Rúna segir skort á Ozempic einnig til staðar í Evrópu. „Lyfjaskortur er alltaf alvarlegur. Þetta er langverkandi lyf, þannig að skorturinn hefur ekki áhrif strax, það má ekki breyta um lyf fyrr en eftir tólf daga en það eru önnur lyf sem sjúklingar eru settir á í staðinn, meðal annars Saxenda sem er til og svo eru til töflur af þessu lyfi.“ Þar sem lyfin séu notuð við stjórn á blóðsykri sé um langtímanotkun að ræða þar sem sjúklingar geta ekki hætt á lyfinu. „Sykursýki 2 er langtímasjúkdómur, svoleiðis að þetta á við um öll önnur lyf sem stýra blóðsykursmagni.“
Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Bíll bilaði og Hvalfjarðargöng lokuð Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Sjá meira