Þjálfarateymi Svía missti af fluginu á heimsmeistaramótið Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júlí 2023 16:00 Peter Gerhardsson er landsliðsþjálfari sænska kvennalandsliðsins. Vísir/Getty Sænska kvennalandsliðið í knattspyrnu undirbýr sig nú fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í Ástralíu og Nýja Sjálandi þann 20. júlí. Þjálfarateymi Svía lenti þó í vandræðum á ferð sinni til Nýja Sjálands. Svíþjóð er í G-riðli með Suður-Afríku, Ítalíu og Argentínu á heimsmeistaramótinu en riðilinn verður leikinn á Nýja Sjálandi í borgunum Auckland, Wellington, Hamilton og Dunedin. Hluti leikmannahóps Svía er kominn til Wellington þar sem liðið leikur tvo fyrstu leiki sína en liðið ferðast þangað í minni hópum. Leikmenn eins og Magdalena Eriksson, Kosovare Asllani og Fridolina Rolfö eru nú þegar mættar á svæðið en þær gætu þurft að bíða lengur eftir þjálfurum sínum en áætlað var. Þjálfarar liðsins, þeir Peter Gerhardsson og Magnus Wikman, misstu nefnilega af flugi sínu til Ástralíu. Flugi þeirra frá Stokkhólmi til London seinkaði og þeir misstu því af flugvélinni sem þeir áttu að ferðast með til Sydney. View this post on Instagram A post shared by Magnus Wikman (@magnus.wikman) „Nú er HM lengra í burtu en nokkurn tíman,“ skrifar Wikman í innleggi á Instagram. „Við þurftum að bóka nýtt flug á Heathrow með einhvern uppdópaðan, syngjandi gaur við hliðina á okkur, það tafði okkur um þrjá tíma í viðbót,“ bætir pirraður Wikman við. Ógöngur þeirra félaga héldu síðan áfram því flug þeirra til Dubai seinkaði einnig og þá er farangur þeirra týndur. Wikman sagði einnig að allur undirbúningur vegna tímamismunar í Ástralíu og Nýja Sjálandi væri nú til einskis. „Ég var þar að auki búinn að ná í smáforrit í símann vegna tímamismunarins, sem byrjaði að virka fyrir þremur dögum síðan og segir þér hvenær þú átt að sofa, borða og drekka kaffi út frá þinni rútínu, svo aðlögunin gangi sem best. Það er farið í vaskinn núna,“ skrifar pirraður Wikman. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Sjá meira
Svíþjóð er í G-riðli með Suður-Afríku, Ítalíu og Argentínu á heimsmeistaramótinu en riðilinn verður leikinn á Nýja Sjálandi í borgunum Auckland, Wellington, Hamilton og Dunedin. Hluti leikmannahóps Svía er kominn til Wellington þar sem liðið leikur tvo fyrstu leiki sína en liðið ferðast þangað í minni hópum. Leikmenn eins og Magdalena Eriksson, Kosovare Asllani og Fridolina Rolfö eru nú þegar mættar á svæðið en þær gætu þurft að bíða lengur eftir þjálfurum sínum en áætlað var. Þjálfarar liðsins, þeir Peter Gerhardsson og Magnus Wikman, misstu nefnilega af flugi sínu til Ástralíu. Flugi þeirra frá Stokkhólmi til London seinkaði og þeir misstu því af flugvélinni sem þeir áttu að ferðast með til Sydney. View this post on Instagram A post shared by Magnus Wikman (@magnus.wikman) „Nú er HM lengra í burtu en nokkurn tíman,“ skrifar Wikman í innleggi á Instagram. „Við þurftum að bóka nýtt flug á Heathrow með einhvern uppdópaðan, syngjandi gaur við hliðina á okkur, það tafði okkur um þrjá tíma í viðbót,“ bætir pirraður Wikman við. Ógöngur þeirra félaga héldu síðan áfram því flug þeirra til Dubai seinkaði einnig og þá er farangur þeirra týndur. Wikman sagði einnig að allur undirbúningur vegna tímamismunar í Ástralíu og Nýja Sjálandi væri nú til einskis. „Ég var þar að auki búinn að ná í smáforrit í símann vegna tímamismunarins, sem byrjaði að virka fyrir þremur dögum síðan og segir þér hvenær þú átt að sofa, borða og drekka kaffi út frá þinni rútínu, svo aðlögunin gangi sem best. Það er farið í vaskinn núna,“ skrifar pirraður Wikman.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Sjá meira