Fátækt fólk aldrei notið meiri vinsælda Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. júlí 2023 07:00 Fátækt fólk er ein af fáum eldri íslenskum bókum sem stöðugt verður að prenta vegna eftirspurnar, að sögn vörustjóra Eymundssonar. aðsend Æviminningar Tryggva Emilssonar, Fátækt fólk, sem lýsir misrétti sveitarómaga á 20. öld, nýtur enn mikilla vinsælda í bókabúðum. Bókmenntafræðingur segir bókina með þeim sérstæðustu sem skrifaðar hafa verið á íslenskri tungu. Bókin kom út árið 1976 og vakti um leið mikla athygli. Bæði fyrir fádæma orðsnilld Tryggva en fyrst og fremst snilldarlega frásögn hans af fátæku fólki á Íslandi við upphaf síðustu aldar, uppvexti hans, móðurmissi og vondum vistum. Umræða skapaðist nýlega á samfélagsmiðlinum Twitter um vinsældir bókarinnar þessa dagana. Himinhá verðbólga og verri kjör almennings er talin upp sem ástæða vinsældanna nú, en einnig hlaðvarpsþáttur Drauga fortíðar um bókina. Margrét Jóna Guðbergsdóttir vörustjóri Eymundssonar segir í samtali við Vísi að bókin sé ein af þeim bókum sem seljist alltaf. „Hún kom úr endurprentun 2021, á undan var hún ekki til í nokkra mánuði. Ég hef unnið hérna mjög lengi og í gegnum tíðina er þetta bók sem selst alltaf,“ segir Margrét Jóna. „En það er með hana eins og margar aðrar bækur, að það er kannski umræða í útvarpsþætti og þá eru bólur. Við tökum þá eftir bókum sem taka skyndilega kipp. Það eru ekki margar svona gamlar bækur sem seljast svona stöðugt,“ bætir hún við. Með því sérstæðara sem skrifað hefur verið Þorleifur Hauksson bókmenntafræðingur er mikill aðdáandi bókarinnar og gaf hana út á sínum tíma hjá bókaútgáfu Máls og menningar. Spurður hvað sé svo merkilegt við Fátækt fólk segir Þorleifur: „Það er í fyrsta lagi þessi heimur sem hann lýsir, ævi hans og uppvöxtur. Hann lýsir þarna átakanlegum uppvexti en frásögnin er svo falleg og höfundur lýsir ástandinu af svo miklum skilningi og er alls ekki beiskur. Þó það sé verið að lýsa þjóðlífinu og fátækt fyrir hundrað árum þá snertir hún lesendur djúpt enn þann dag í dag.“ Tryggvi missir móður sína kornungur sem deyr frá börnum á öllum aldri og faðir hans verður að senda þau frá sér vegna fátæktar. Tryggvi er sendur í mjög slæma vist fyrir norðan og þar lýsir hann misrétti sveitarómagans frá eigin hendi. Bókin fékk frábærar viðtökur og var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1976. Þorleifur Hauksson. „Það er nýbúið að aflétta leyndinni af því að það munaði aðeins einu atkvæði að bókin hlyti verðlaunin,“ segir Þorleifur. Fleira kemur til sem gerir bókina svo merkilega: „Aðallega er þetta frábærlega stílað og það sem gerir þetta svona sterkt er sveitamenningin. Alþýðuhreyfingin kemst upp á þessum tíma hér á landi og Tryggvi drekkur það allt í sig og allar bækur, með þeim afleiðingum að hann verður alveg snilldarlega ritfær. Það er auðvitað kraftaverk hvað hann sprettur fram sem fullkominn rithöfundur á efri árum. Bókmenntalega eru þessar bækur, Fátækt fólk og Baráttan um brauðið með því sérstæðasta sem skrifað hefur verið á íslensku,“ segir Þorleifur að lokum. Bókmenntir Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Bókin kom út árið 1976 og vakti um leið mikla athygli. Bæði fyrir fádæma orðsnilld Tryggva en fyrst og fremst snilldarlega frásögn hans af fátæku fólki á Íslandi við upphaf síðustu aldar, uppvexti hans, móðurmissi og vondum vistum. Umræða skapaðist nýlega á samfélagsmiðlinum Twitter um vinsældir bókarinnar þessa dagana. Himinhá verðbólga og verri kjör almennings er talin upp sem ástæða vinsældanna nú, en einnig hlaðvarpsþáttur Drauga fortíðar um bókina. Margrét Jóna Guðbergsdóttir vörustjóri Eymundssonar segir í samtali við Vísi að bókin sé ein af þeim bókum sem seljist alltaf. „Hún kom úr endurprentun 2021, á undan var hún ekki til í nokkra mánuði. Ég hef unnið hérna mjög lengi og í gegnum tíðina er þetta bók sem selst alltaf,“ segir Margrét Jóna. „En það er með hana eins og margar aðrar bækur, að það er kannski umræða í útvarpsþætti og þá eru bólur. Við tökum þá eftir bókum sem taka skyndilega kipp. Það eru ekki margar svona gamlar bækur sem seljast svona stöðugt,“ bætir hún við. Með því sérstæðara sem skrifað hefur verið Þorleifur Hauksson bókmenntafræðingur er mikill aðdáandi bókarinnar og gaf hana út á sínum tíma hjá bókaútgáfu Máls og menningar. Spurður hvað sé svo merkilegt við Fátækt fólk segir Þorleifur: „Það er í fyrsta lagi þessi heimur sem hann lýsir, ævi hans og uppvöxtur. Hann lýsir þarna átakanlegum uppvexti en frásögnin er svo falleg og höfundur lýsir ástandinu af svo miklum skilningi og er alls ekki beiskur. Þó það sé verið að lýsa þjóðlífinu og fátækt fyrir hundrað árum þá snertir hún lesendur djúpt enn þann dag í dag.“ Tryggvi missir móður sína kornungur sem deyr frá börnum á öllum aldri og faðir hans verður að senda þau frá sér vegna fátæktar. Tryggvi er sendur í mjög slæma vist fyrir norðan og þar lýsir hann misrétti sveitarómagans frá eigin hendi. Bókin fékk frábærar viðtökur og var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1976. Þorleifur Hauksson. „Það er nýbúið að aflétta leyndinni af því að það munaði aðeins einu atkvæði að bókin hlyti verðlaunin,“ segir Þorleifur. Fleira kemur til sem gerir bókina svo merkilega: „Aðallega er þetta frábærlega stílað og það sem gerir þetta svona sterkt er sveitamenningin. Alþýðuhreyfingin kemst upp á þessum tíma hér á landi og Tryggvi drekkur það allt í sig og allar bækur, með þeim afleiðingum að hann verður alveg snilldarlega ritfær. Það er auðvitað kraftaverk hvað hann sprettur fram sem fullkominn rithöfundur á efri árum. Bókmenntalega eru þessar bækur, Fátækt fólk og Baráttan um brauðið með því sérstæðasta sem skrifað hefur verið á íslensku,“ segir Þorleifur að lokum.
Bókmenntir Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira