Sjáðu N1-mótið á Akureyri: „Maður getur ekki alltaf unnið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2023 10:01 Hressir strákar sem spiluðu á N1-mótinu um síðustu helgi. Skjáskot N1-mótið á Akureyri fór fram um síðustu helgi. Mótið hefur fyrir löngu skapað sér sess sem eitt stærsta sumarmótið á hverju ári og tóku um 2000 drengir þátt á mótinu í ár. Stefán Árni Pálsson mætti á mótið og fór yfir allt það helsta í nýjasta þætti Sumarmótanna á Stöð 2 Sport. „Þetta eru 2000 drengir sem taka hér þátt, 202 lið, frá 50 félögum og hér verða leiknir 911 fótboltaleikir. Algjörlega geggjað mót framundan,“ sagði Stefán Árni en KA heldur mótið. Mörgþúsund foreldrar fylgja keppendum norður til að fylgjast með knattspyrnuhetjum framtíðarinnar. Fyrir drengina sem taka þátt er hvert annað stórmót í fótbolta. Eins og alltaf vanda forráðamenn KA til verka á N1-mótinu. Hægt er að sjá þáttinn hér fyrir neðan. Klippa: N1-mótið 2023 „Við erum gríðarlega stoltir af þessu, hvernig þetta hefur vaxið og dafnað. Þetta er búið að vera í þessari stærð undanfarin 4-5 ár. Fram að því stækkaði þetta með hverju árinu. Við erum í hámarkinu þessi árin sem er bara frábært, það eru alltaf fleiri og fleiri sem spila fótbolta. Þetta er heimsmeistarakeppni krakkana og við erum gríðarlega stoltir að fá að halda þetta ,“ sagði Siguróli Sigurðsson íþróttafulltrúi KA og mótsstjóri N1-mótsins. „Maður getur ekki alltaf unnið“ Það er spenna á mörgum vígstöðvum á mótinu og keppendur leggja sig alla fram. Stefán Árni hitti hressa Stjörnumenn að máli eftir góðan sigur á Víkingum. Þeir höfðu ekki náð sæti í 8-liða úrslitum en voru samt sem áður sáttir. „Maður getur ekki alltaf unnið,“ sögðu þeir en eitt markanna í leiknum var glæsilegt, skot af löngu færi sem söng í netinu. „Ég var kominn yfir miðju, hélt að þetta var gott skotfæri og ég bara tók það,“ sagði markaskorarinn. „Skora á alla foreldra að leyfa krökkunum að njóta leiksins“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var mættur til Akureyrar til að fylgja syni sínum eftir sem leikur með Álftanesi. Hann hefur verið duglegur að mæta á knattspyrnumót í gegnum tíðina. „Það er mjög skemmtilegt, flott mót í alla staði. Mín er ánægjan að fá að vera hér með foreldrum, forráðamönnum og auðvitað strákunum sjálfum.“ Hann sagði alltaf jafn gaman að koma á þessu mót og það skemmtilegasta væri að sjá gleðina sem ríkti. „Það kemur fyrir að kappið fer fegurðina ofurliði. Þetta eru strákar sem vilja leggja sig fram og það er alltaf skemmtilegra að vinna en tapa. Þeir læra líka um leið að það skiptast á skin og skúrir. Mér finnst fara batnandi mjög framferði foreldra og forráðamanna. Það er það versta sem maður sér þegar fullorðið fólk hagar sér eins og kjánar. Þetta fer batnandi og ég skora á alla foreldra að leyfa krökkunum að njóta leiksins.“ Það var lið Stjörnunnar sem stóð uppi sem sigurvegari á mótinu, vann 2-0 sigur á liði Breiðabliks í úrslitaleik. Alls var keppt í 13 deildum á mótinu á Akureyri og því fjölmargir sigurvegarar sem gátu farið glaðir heim að loknu móti. Sumarmótin eru sýnd á Stöð 2 Sport. Næsti þáttur fjallar um Símamótið sem fram fer í Kópavogi nú um helgina. Sumarmótin Akureyri Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Fleiri fréttir Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Sjá meira
„Þetta eru 2000 drengir sem taka hér þátt, 202 lið, frá 50 félögum og hér verða leiknir 911 fótboltaleikir. Algjörlega geggjað mót framundan,“ sagði Stefán Árni en KA heldur mótið. Mörgþúsund foreldrar fylgja keppendum norður til að fylgjast með knattspyrnuhetjum framtíðarinnar. Fyrir drengina sem taka þátt er hvert annað stórmót í fótbolta. Eins og alltaf vanda forráðamenn KA til verka á N1-mótinu. Hægt er að sjá þáttinn hér fyrir neðan. Klippa: N1-mótið 2023 „Við erum gríðarlega stoltir af þessu, hvernig þetta hefur vaxið og dafnað. Þetta er búið að vera í þessari stærð undanfarin 4-5 ár. Fram að því stækkaði þetta með hverju árinu. Við erum í hámarkinu þessi árin sem er bara frábært, það eru alltaf fleiri og fleiri sem spila fótbolta. Þetta er heimsmeistarakeppni krakkana og við erum gríðarlega stoltir að fá að halda þetta ,“ sagði Siguróli Sigurðsson íþróttafulltrúi KA og mótsstjóri N1-mótsins. „Maður getur ekki alltaf unnið“ Það er spenna á mörgum vígstöðvum á mótinu og keppendur leggja sig alla fram. Stefán Árni hitti hressa Stjörnumenn að máli eftir góðan sigur á Víkingum. Þeir höfðu ekki náð sæti í 8-liða úrslitum en voru samt sem áður sáttir. „Maður getur ekki alltaf unnið,“ sögðu þeir en eitt markanna í leiknum var glæsilegt, skot af löngu færi sem söng í netinu. „Ég var kominn yfir miðju, hélt að þetta var gott skotfæri og ég bara tók það,“ sagði markaskorarinn. „Skora á alla foreldra að leyfa krökkunum að njóta leiksins“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var mættur til Akureyrar til að fylgja syni sínum eftir sem leikur með Álftanesi. Hann hefur verið duglegur að mæta á knattspyrnumót í gegnum tíðina. „Það er mjög skemmtilegt, flott mót í alla staði. Mín er ánægjan að fá að vera hér með foreldrum, forráðamönnum og auðvitað strákunum sjálfum.“ Hann sagði alltaf jafn gaman að koma á þessu mót og það skemmtilegasta væri að sjá gleðina sem ríkti. „Það kemur fyrir að kappið fer fegurðina ofurliði. Þetta eru strákar sem vilja leggja sig fram og það er alltaf skemmtilegra að vinna en tapa. Þeir læra líka um leið að það skiptast á skin og skúrir. Mér finnst fara batnandi mjög framferði foreldra og forráðamanna. Það er það versta sem maður sér þegar fullorðið fólk hagar sér eins og kjánar. Þetta fer batnandi og ég skora á alla foreldra að leyfa krökkunum að njóta leiksins.“ Það var lið Stjörnunnar sem stóð uppi sem sigurvegari á mótinu, vann 2-0 sigur á liði Breiðabliks í úrslitaleik. Alls var keppt í 13 deildum á mótinu á Akureyri og því fjölmargir sigurvegarar sem gátu farið glaðir heim að loknu móti. Sumarmótin eru sýnd á Stöð 2 Sport. Næsti þáttur fjallar um Símamótið sem fram fer í Kópavogi nú um helgina.
Sumarmótin Akureyri Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Fleiri fréttir Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti