Leik lokið: Fram - Breiðablik 0-1 | Blikar unnu loksins útisigur í Bestu-deildinni Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. júlí 2023 22:12 Vísir/Hulda Margrét Breiðablik heimsótti Fram í Úlfarsárdalinn og sótti sér þrjú stig, Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði eina mark leiksins á 2. mínútu. Fram spilaði manni færri nánast allan síðari hálfleikinn eftir að Delphin Tshiembe fékk að líta rauða spjaldið, en voru þrátt fyrir það mjög nálægt því að jafna metin á lokamínútum leiksins. Leikurinn hófst með látum þegar stungusending Alexanders Helga Sigurðarsonar rataði á Ágúst Eðvald, sem kláraði færið örugglega í gegnum klofið á markverðinum. Sendingin var upphaflega ætluð Klæmint Olsen, sem stóð í rangstöðunni, varnarmenn Fram rugluðust við þetta og biðu eftir flaggi sem aldrei lyftist. Erfið byrjun fyrir þá bláklæddu og útlitið varð ekkert betra eftir því sem líða tók á hálfleikinn. Ágúst Eðvald hélt áfram að stríða markverðinum og átti tvö skot sem voru mjög nálægt því að fara yfir línuna. Samskiptaleysi í vörn Fram varð svo næstum því að sjálfsmarki á 20. mínútu leiksins en Má Ægissyni tókst að bjarga sér fyrir horn. Framarar áttu tvö góð færi í fyrri hálfleik sem komu upp úr skyndisóknum, en í bæði skiptin skutu þeir boltanum lengst yfir markið. Seinni hálfleikur hófst svo með rauðu spjaldi þegar Delphin Tshiembe reif Gísla Eyjólfsson niður. Delphin var aftasti maður og rann eitthvað til, Gísli tók boltann af honum og var við það að sleppa einn í gegn. Blikar sigldu nokkuð lygnan sjó fram að lokamínútum leiksins, þá var svo komið að bæði lið höfðu gert fimm skiptingar. Blikar misstu taktinn sem liðið hafði verið í og Fram fengu ferskar lappir inn sem nýttust þeim vel. Þeir áttu nokkrar góðar sóknir undir lokin, voru nálægt því að jafna leikinn og hefðu mögulega átt að fá vítaspyrnu þegar Anton Ari missti boltann klaufalega frá sér inni í eigin vítateig. Það vildi þó ekki verða fyrir Fram í þessum leik, lokaniðurstaða 1-0 fyrir Breiðablik eftir æsispennandi síðustu mínútur. Afhverju vann Breiðablik? Komu marki inn snemma sem drap svolítið eldmóðinn í Frömurunum. Héldu boltanum þæginlega nánast allan leikinn og voru heilt yfir betra liðið. Mega þó teljast heppnir að hafa ekki misst leikinn niður í jafntefli. Hverjir stóðu upp úr? Ágúst Eðvald var besti maður vallarins í kvöld, spilaði á báðum köntum og fór oft illa með bakverðina. Skoraði gott mark og hefði getað bætt öðru við. Hvað gekk illa? Fram voru svosem ágætir í þessum leik, en það er mikið högg að lenda undir eftir tvær mínútur og verða svo manni færri eftir tvær mínútur í seinni hálfleik. Breiðabliks megin gekk einfaldlega illa að klára þennan leik, voru mun betri en misstu þetta í smá vitleysu undir lokin. Hvað gerist næst? Breiðablik á næst leik við Shamrock Rovers í undankeppni Meistaradeildarinnar. Í Bestu deildinni eiga þeir leik við ÍBV laugardaginn 22. júlí. Fram heimsækir Val degi síðar, sunnudaginn 23. júlí, kl. 19:15. Besta deild karla Fram Breiðablik
Breiðablik heimsótti Fram í Úlfarsárdalinn og sótti sér þrjú stig, Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði eina mark leiksins á 2. mínútu. Fram spilaði manni færri nánast allan síðari hálfleikinn eftir að Delphin Tshiembe fékk að líta rauða spjaldið, en voru þrátt fyrir það mjög nálægt því að jafna metin á lokamínútum leiksins. Leikurinn hófst með látum þegar stungusending Alexanders Helga Sigurðarsonar rataði á Ágúst Eðvald, sem kláraði færið örugglega í gegnum klofið á markverðinum. Sendingin var upphaflega ætluð Klæmint Olsen, sem stóð í rangstöðunni, varnarmenn Fram rugluðust við þetta og biðu eftir flaggi sem aldrei lyftist. Erfið byrjun fyrir þá bláklæddu og útlitið varð ekkert betra eftir því sem líða tók á hálfleikinn. Ágúst Eðvald hélt áfram að stríða markverðinum og átti tvö skot sem voru mjög nálægt því að fara yfir línuna. Samskiptaleysi í vörn Fram varð svo næstum því að sjálfsmarki á 20. mínútu leiksins en Má Ægissyni tókst að bjarga sér fyrir horn. Framarar áttu tvö góð færi í fyrri hálfleik sem komu upp úr skyndisóknum, en í bæði skiptin skutu þeir boltanum lengst yfir markið. Seinni hálfleikur hófst svo með rauðu spjaldi þegar Delphin Tshiembe reif Gísla Eyjólfsson niður. Delphin var aftasti maður og rann eitthvað til, Gísli tók boltann af honum og var við það að sleppa einn í gegn. Blikar sigldu nokkuð lygnan sjó fram að lokamínútum leiksins, þá var svo komið að bæði lið höfðu gert fimm skiptingar. Blikar misstu taktinn sem liðið hafði verið í og Fram fengu ferskar lappir inn sem nýttust þeim vel. Þeir áttu nokkrar góðar sóknir undir lokin, voru nálægt því að jafna leikinn og hefðu mögulega átt að fá vítaspyrnu þegar Anton Ari missti boltann klaufalega frá sér inni í eigin vítateig. Það vildi þó ekki verða fyrir Fram í þessum leik, lokaniðurstaða 1-0 fyrir Breiðablik eftir æsispennandi síðustu mínútur. Afhverju vann Breiðablik? Komu marki inn snemma sem drap svolítið eldmóðinn í Frömurunum. Héldu boltanum þæginlega nánast allan leikinn og voru heilt yfir betra liðið. Mega þó teljast heppnir að hafa ekki misst leikinn niður í jafntefli. Hverjir stóðu upp úr? Ágúst Eðvald var besti maður vallarins í kvöld, spilaði á báðum köntum og fór oft illa með bakverðina. Skoraði gott mark og hefði getað bætt öðru við. Hvað gekk illa? Fram voru svosem ágætir í þessum leik, en það er mikið högg að lenda undir eftir tvær mínútur og verða svo manni færri eftir tvær mínútur í seinni hálfleik. Breiðabliks megin gekk einfaldlega illa að klára þennan leik, voru mun betri en misstu þetta í smá vitleysu undir lokin. Hvað gerist næst? Breiðablik á næst leik við Shamrock Rovers í undankeppni Meistaradeildarinnar. Í Bestu deildinni eiga þeir leik við ÍBV laugardaginn 22. júlí. Fram heimsækir Val degi síðar, sunnudaginn 23. júlí, kl. 19:15.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti