„Ég læri af þessum mistökum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. júlí 2023 20:29 Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði eina marka Íslands í kvöld. Vísir/Anton Berglin Rós Ágústsdóttir skoraði eina mark Íslands er liðið mátti þola 2-1 tap gegn Finnlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Hún segist hafa séð margt jákvætt í leik íslenska liðsins sem hægt sé að taka með sér í næsta leik. „Þetta var fínn leikur, en það hefði mátt gera betur. Það var margt sem var gott og annað sem var slæmt en við tökum þetta með okkur inn í næsta leik. Þetta var svona bæði og, jákvætt og neikvætt og við gerum bara betur næst,“ sagði Berglind í leikslok. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og skapaði sér tvö álitleg færi á fyrstu mínútunum, en Finnar voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins eftir það. „Við byrjuðum vel og svo komust þær inn í þetta og svo náðum við tökunum aftur og mér fannst þetta bara svona fram og til baka. Þær voru kannski aðeins meira með boltann, en mér fannst við komast alveg vel inn í leikinn í seinni hálfleik. Við áttum kannski að gera aðeins betur en mér fannst þetta svona fram og til baka og við hefðum kannski átt að gera aðeins betur.“ Berglind kom inn á sem varamaður á 63. mínútu leiksins og aðeins þremur mínútum síðar skoruðu Finnar annað mark sitt þar sem hún sat eftir í baráttunni við Katariina Kosola. „Ég tek alveg fulla ábyrgð á því. Mér fannst ég eiga hafa átt að gera betur þar. Ég hefði átt að gera betur, en það er bara svona. Ég bara læri af þessum mistökum.“ Tveimur mínútum síðar bætti hún þó upp fyrir mistökin og skoraði gott skallamark eftir aukaspyrnu frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. „Mér fannst það vega á móti eins og maður segir,“ sagði Berglind létt. „En jú auðvitað bara frábært, en við hefðum átt að skora og ná að jafna. Svona er þetta stundum.“ Ísland mætir Austurríki næstkomandi þriðjudag ytra í öðrum vináttuleik í undirbúningi sínum fyrir Þjóðadeildina og Berglind segir að það sé mikilvægt próf fyrir verkefnið sem framundan er. „Það er bara að halda áfram eins og við erum búnar að vera að gera og gera betur en það. Klára færin og halda áfram að spila eins og við spilum vel og alltaf að gera betur en við gerðum seinast. Er það ekki best svoleiðis?“ sagði markaskorarinn Berglin Rós Ágústsdóttir að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Finnland 1-2 | Tap í fyrsta heimaleik ársins Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 2-1 tap er liðið tók á móti Finnum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði mark Íslands eftir að Eveliina Summanen og Jutta Rantala höfðu komið Finnum tveimur mörkum yfir. 14. júlí 2023 19:57 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Sjá meira
„Þetta var fínn leikur, en það hefði mátt gera betur. Það var margt sem var gott og annað sem var slæmt en við tökum þetta með okkur inn í næsta leik. Þetta var svona bæði og, jákvætt og neikvætt og við gerum bara betur næst,“ sagði Berglind í leikslok. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og skapaði sér tvö álitleg færi á fyrstu mínútunum, en Finnar voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins eftir það. „Við byrjuðum vel og svo komust þær inn í þetta og svo náðum við tökunum aftur og mér fannst þetta bara svona fram og til baka. Þær voru kannski aðeins meira með boltann, en mér fannst við komast alveg vel inn í leikinn í seinni hálfleik. Við áttum kannski að gera aðeins betur en mér fannst þetta svona fram og til baka og við hefðum kannski átt að gera aðeins betur.“ Berglind kom inn á sem varamaður á 63. mínútu leiksins og aðeins þremur mínútum síðar skoruðu Finnar annað mark sitt þar sem hún sat eftir í baráttunni við Katariina Kosola. „Ég tek alveg fulla ábyrgð á því. Mér fannst ég eiga hafa átt að gera betur þar. Ég hefði átt að gera betur, en það er bara svona. Ég bara læri af þessum mistökum.“ Tveimur mínútum síðar bætti hún þó upp fyrir mistökin og skoraði gott skallamark eftir aukaspyrnu frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. „Mér fannst það vega á móti eins og maður segir,“ sagði Berglind létt. „En jú auðvitað bara frábært, en við hefðum átt að skora og ná að jafna. Svona er þetta stundum.“ Ísland mætir Austurríki næstkomandi þriðjudag ytra í öðrum vináttuleik í undirbúningi sínum fyrir Þjóðadeildina og Berglind segir að það sé mikilvægt próf fyrir verkefnið sem framundan er. „Það er bara að halda áfram eins og við erum búnar að vera að gera og gera betur en það. Klára færin og halda áfram að spila eins og við spilum vel og alltaf að gera betur en við gerðum seinast. Er það ekki best svoleiðis?“ sagði markaskorarinn Berglin Rós Ágústsdóttir að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Finnland 1-2 | Tap í fyrsta heimaleik ársins Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 2-1 tap er liðið tók á móti Finnum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði mark Íslands eftir að Eveliina Summanen og Jutta Rantala höfðu komið Finnum tveimur mörkum yfir. 14. júlí 2023 19:57 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Finnland 1-2 | Tap í fyrsta heimaleik ársins Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 2-1 tap er liðið tók á móti Finnum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði mark Íslands eftir að Eveliina Summanen og Jutta Rantala höfðu komið Finnum tveimur mörkum yfir. 14. júlí 2023 19:57