Óskar Hrafn: „Erum að horfa á kommóðu og í henni eru margar skúffur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. júlí 2023 23:52 Óskar Hrafn á hliðarlínunni í leik hjá Blikum. Vísir/Diego Breiðablik fór með eins marks sigur af hólmi gegn Fram fyrr í kvöld. Blikarnir komust yfir á 2. mínútu, urðu manni fleiri á 48. mínútu og virtust ætla að sigla sigrinum örugglega heim en voru tæpir að missa leikinn í jafntefli á lokamínútum. „Mér fannst hann nú spilast þannig að við vorum við stjórnina í rúmar 80 mínútur en svo náðu þeir einhverju augnabliki sem þeir hefðu getað nýtt sér. Það hefðu nú sennilega ekki verið sanngjörn úrslit en fyrst við vorum ekki búnir að klára leikinn þá var þessi möguleiki alltaf til staðar fyrir Framarana.“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, að leik loknum. Það hefur verið mikið álag á liðinu og lítill tími milli leikja, liðið spilaði síðast á þriðjudaginn gegn Shamrock Rovers á Írlandi. Þjálfarinn gerði sex breytingar á liði sínu milli leikja, ásamt því að nýta sér allar fimm skiptingar í leiknum til að dreifa álaginu á leikmenn. „Við gerðum fimm skiptingar, þá kannski riðlast aðeins takturinn, tekur tíma fyrir menn að komast inn í þetta og svo bara náðu þeir einhverju áhlaupi. Þeir náðu einni góðri pressu og við það fengu þeir trúna aftur, stigu aðeins ofar á völlinn og við vorum aðeins hægir að taka ákvarðanir. Ég ætla ekkert að vera að fetta fingur á mína menn, að stærstum hluta var þetta mjög öflug frammistaða.“ Liðið mætir Shamrock aftur næstkomandi þriðjudag í seinni viðureign einvígisins. Óskar segir mikilvægt að einbeita sér að einum leik í einu og vildi ekkert tala um næsta deildarleik liðsins, sem verður gegn ÍBV. „Við þurfum bara að einbeita okkur að Evrópuleiknum á þriðjudaginn, svo skal ég tala við þig um deildina. Við erum að horfa á kommóðu og í henni eru margar skúffur, þurfum að passa okkur að hafa bara eina skúffu opna í einu. Núna var ég að loka Bestu deildar skúffunni og þurfum að opna Evrópuskúffuna. Pössum okkur að hafa einbeitinguna á einum hlut í einu, annars fer illa.“ sagði Óskar að lokum. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Sjá meira
„Mér fannst hann nú spilast þannig að við vorum við stjórnina í rúmar 80 mínútur en svo náðu þeir einhverju augnabliki sem þeir hefðu getað nýtt sér. Það hefðu nú sennilega ekki verið sanngjörn úrslit en fyrst við vorum ekki búnir að klára leikinn þá var þessi möguleiki alltaf til staðar fyrir Framarana.“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, að leik loknum. Það hefur verið mikið álag á liðinu og lítill tími milli leikja, liðið spilaði síðast á þriðjudaginn gegn Shamrock Rovers á Írlandi. Þjálfarinn gerði sex breytingar á liði sínu milli leikja, ásamt því að nýta sér allar fimm skiptingar í leiknum til að dreifa álaginu á leikmenn. „Við gerðum fimm skiptingar, þá kannski riðlast aðeins takturinn, tekur tíma fyrir menn að komast inn í þetta og svo bara náðu þeir einhverju áhlaupi. Þeir náðu einni góðri pressu og við það fengu þeir trúna aftur, stigu aðeins ofar á völlinn og við vorum aðeins hægir að taka ákvarðanir. Ég ætla ekkert að vera að fetta fingur á mína menn, að stærstum hluta var þetta mjög öflug frammistaða.“ Liðið mætir Shamrock aftur næstkomandi þriðjudag í seinni viðureign einvígisins. Óskar segir mikilvægt að einbeita sér að einum leik í einu og vildi ekkert tala um næsta deildarleik liðsins, sem verður gegn ÍBV. „Við þurfum bara að einbeita okkur að Evrópuleiknum á þriðjudaginn, svo skal ég tala við þig um deildina. Við erum að horfa á kommóðu og í henni eru margar skúffur, þurfum að passa okkur að hafa bara eina skúffu opna í einu. Núna var ég að loka Bestu deildar skúffunni og þurfum að opna Evrópuskúffuna. Pössum okkur að hafa einbeitinguna á einum hlut í einu, annars fer illa.“ sagði Óskar að lokum.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti