Enski boltinn

Arsene Wen­ger trúir því að Arsenal vinni titilinn eftir komu Rice

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Declan Rice  var endanlega staðfestur sem leikmaður Arsenal um helgina. Félagið ætlar sér stóra hluti með enska landsliðsmiðjumanninn innanborðs.
Declan Rice  var endanlega staðfestur sem leikmaður Arsenal um helgina. Félagið ætlar sér stóra hluti með enska landsliðsmiðjumanninn innanborðs. Getty/David Price

Arsene Wenger er síðasti knattspyrnustjórinn til að gera Arsenal að Englandsmeisturum fyrir að verða tuttugu árum en Frakkinn hefur trú að það breytist á komandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal hefur eytt stórum fjárhæðum í öfluga leikmenn í sumar og var í efsta sætinu stærsta hluta síðasta tímabils áður en liðið gaf eftir í baráttunni við Manchester City. Nú síðast gekk félagið frá kaupunum á enska landsliðsmiðjumanninum Declan Rice.

Hefði Wenger eytt 105 milljónum punda í Declan Rice?

„Ef ég hefði svo mikla peninga, af hverju ekki? Áður fyrr höfðum við engan pening og urðum að fara aðra leið. Nú stendur Arsenal vel fjárhagslega og er að fjárfesta í leikmönnum sem þeir trúa að geti fært liðinu titilinn,“ sagði Arsene Wenger í viðtali á Eurosport.

„Þetta er mjög góð fjárfesting. Heilt yfir er ég er mjög ánægður með þessi kaup liðsins í sumar og tel að þetta séu rétt kaup. Þetta eru allt þroskaðir leikmenn í kringum 23 til 24 ára sem eru enn ungir,“ sagði Wenger.

„Þeir geta verið saman í mörg ár en þa verður auðvitað meiri pressa á þeim á þessu tímabili heldur en í fyrra. Þeir lærðu mjög mikið á síðasta tímabili og þeir geta sýnt að þeir ráði betur við slíka pressu,“ sagði Wenger.

Hverjar telur Wenger vera líkurnar á því að Arsenal vinni sinni fyrsta enska meistaratitil síðan 2004?

„Ég hef trú á því að við vinnum meistaratitilinn og svo einfalt er það. Ég hef minni efasemdir um Arsenal en hjólakeppnina í dag,“ sagði Wenger en viðtalið var tekið á Tour de France. Það má sjá þetta hér fyrir neðan en til að sjá myndbandið með viðtalinu verði að fletta til hægri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×