Arteta hefur keypt leikmenn til Arsenal fyrir 103 milljarða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2023 15:00 Knattspyrnustjórinn Mikel Arteta og íþróttastjórinn Edu bjóða Declan Rice velkominn í Arsenal á Emirates leikvanginum um helgina. Getty/Stuart MacFarlane Mikel Arteta settist í stjórastólinn hjá Arsenal í desember 2019 og nú fjórum árum seinna er hann búinn að gerbreyta gengi liðsins. Hann hefur líka fengið pening til að vinna með. Eftir kaupin á Declan Rice frá West Ham um helgina þá hefur Arsenal eytt sex hundruð milljónum punda í nýja leikmenn síðan að Arteta settist í stjórastólinn. Það gerir 103,2 milljarða í íslenskum krónum. Auk þess að kaupa Rice þá hafði Arsenal borgað Chelsea 65 milljónir punda fyrir Kai Havertz og borgað Ajax 38,6 milljónir punda fyrir Jurriën Timber á síðustu dögum. View this post on Instagram A post shared by Eurosport (@eurosport) Það er langur og merkilegur listi að skoða eyðslu Arteta undanfarin ár en honum hefur fyrir vikið tekist að búa til mjög öflugt lið sem var mjög nálægt því að verða ensku meistari á síðustu leiktíð. Fyrir tímabilið í fyrra þá keypti Arsenal þá Gabriel Jesus og Oleksandr Zinchenko frá Manchester City fyrir samtals 75 milljónir punda auk þess að borga Porto 29,9 milljónir punda fyrir Fábio Vieira. Í janúar keypti Arsenal síðan Leandro Trossard frá Brighton & Hove Albion yfr 21 milljón punda, Jakub Kiwior frá Spezia fyrir 17,6 milljónir punda og Jorginho frá Chelsea fyirr 12 milljónir punda. Af öðrum stórum leikmannakaupum Arteta þá keypti hann Ben White frá Brighton & Hove Albion fyrir fimmtíu milljónir punda, Martin Ödegaard frá Real Madrid fyrir 30 milljónir, Aaron Ramsdale frá Sheffield United frir 24 milljónir punda, Thomas Partey frá Atlético Madrid fyrir 45 milljónir punda og Gabriel frá Lille fyrir 23 milljónir punda. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Eftir kaupin á Declan Rice frá West Ham um helgina þá hefur Arsenal eytt sex hundruð milljónum punda í nýja leikmenn síðan að Arteta settist í stjórastólinn. Það gerir 103,2 milljarða í íslenskum krónum. Auk þess að kaupa Rice þá hafði Arsenal borgað Chelsea 65 milljónir punda fyrir Kai Havertz og borgað Ajax 38,6 milljónir punda fyrir Jurriën Timber á síðustu dögum. View this post on Instagram A post shared by Eurosport (@eurosport) Það er langur og merkilegur listi að skoða eyðslu Arteta undanfarin ár en honum hefur fyrir vikið tekist að búa til mjög öflugt lið sem var mjög nálægt því að verða ensku meistari á síðustu leiktíð. Fyrir tímabilið í fyrra þá keypti Arsenal þá Gabriel Jesus og Oleksandr Zinchenko frá Manchester City fyrir samtals 75 milljónir punda auk þess að borga Porto 29,9 milljónir punda fyrir Fábio Vieira. Í janúar keypti Arsenal síðan Leandro Trossard frá Brighton & Hove Albion yfr 21 milljón punda, Jakub Kiwior frá Spezia fyrir 17,6 milljónir punda og Jorginho frá Chelsea fyirr 12 milljónir punda. Af öðrum stórum leikmannakaupum Arteta þá keypti hann Ben White frá Brighton & Hove Albion fyrir fimmtíu milljónir punda, Martin Ödegaard frá Real Madrid fyrir 30 milljónir, Aaron Ramsdale frá Sheffield United frir 24 milljónir punda, Thomas Partey frá Atlético Madrid fyrir 45 milljónir punda og Gabriel frá Lille fyrir 23 milljónir punda.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira