Lukaku í óvissu út af Harry Kane Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2023 08:45 Harry Kane og Romelu Lukaku gætu báðir verið á leiðinni í nýtt lið í nýrri deild. Getty/Tottenham Hotspur Framtíð knattspyrnumannsins Romelu Lukaku er enn óljós en það verður ólíklegra með hverjum deginum að hann spili áfram með Internazionale á Ítalíu. Staðan á Lukaku er meðal annars sögð í uppnámi vegna þess að tveir líklegir kaupendur eru að bíða eftir Harry Kane. Simon Stone á breska ríkisútvarpinu fór meðal annars yfir stöðu mála í vef BBC í morgun. Bæði Bayern München og Paris Saint-Germain hafa áhuga á Harry Kane og eru sögð muni ekki skoða aðra möguleika fyrr en kemur á hreint hvort fyrirliði Tottenham sé falur. Romelu Lukaku won't travel to USA with Chelsea. He'll be back early next week to train but Pochettino is 100% aligned with the board: getting 40m for him is one of the priorities now. Inter, deal off. Juventus, depending on Vlahovic-PSG. Saudi, still waiting and hoping. pic.twitter.com/svosMcO1OG— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 16, 2023 Tottenham heldur því áfram fram að Kane sé ekki til sölu en umrædd félög gefast ekki upp. Kane er sagður vilja komast í burtu en er engu að síður byrjaður að æfa með Tottenham. Dusan Vlahovic hjá Juventus og Randal Kolo Muani hjá Eintracht Frankfurt þykja líklegir kostir fyrir Tottenham en Kane verður seldur. Lukaku þarf því að bíða og sjá til hvað verður hjá honum. Chelsea ætlar að selja belgíska framherjann en tilboð Internazionale var ekki nálægt því sem enska félagið vill fá fyrir leikmanninn. Þá lítur út fyrir að Lukau hafi verið að daðra við önnur félög í langan tíma þegar forráðamenn Inter héldu að hann vildi spila áfram hjá þeim. Lukaku fer líklega ekki með Chelsea í æfingaferðina til Bandaríkjanna en flýgur yfir Atlantshafið í dag. Um helgina blandaði Juventus sér í málið og forráðamenn Inter voru ekki sáttir með það að Lukaku talaði við Juve. Mál Lukaku urðu fyrir vikið enn flóknari. Lukaku deal situation Inter final bid: 35m plus 5m add ons. Inter have still NO answer from Lukaku to close the deal. Juventus sent 37.5m + 2.5m bid to Chelsea but ONLY valid if they sell Vlahovi . Lukaku spoke to Juventus; Inter not happy with that. pic.twitter.com/CfqzSz1Wau— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 14, 2023 Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira
Staðan á Lukaku er meðal annars sögð í uppnámi vegna þess að tveir líklegir kaupendur eru að bíða eftir Harry Kane. Simon Stone á breska ríkisútvarpinu fór meðal annars yfir stöðu mála í vef BBC í morgun. Bæði Bayern München og Paris Saint-Germain hafa áhuga á Harry Kane og eru sögð muni ekki skoða aðra möguleika fyrr en kemur á hreint hvort fyrirliði Tottenham sé falur. Romelu Lukaku won't travel to USA with Chelsea. He'll be back early next week to train but Pochettino is 100% aligned with the board: getting 40m for him is one of the priorities now. Inter, deal off. Juventus, depending on Vlahovic-PSG. Saudi, still waiting and hoping. pic.twitter.com/svosMcO1OG— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 16, 2023 Tottenham heldur því áfram fram að Kane sé ekki til sölu en umrædd félög gefast ekki upp. Kane er sagður vilja komast í burtu en er engu að síður byrjaður að æfa með Tottenham. Dusan Vlahovic hjá Juventus og Randal Kolo Muani hjá Eintracht Frankfurt þykja líklegir kostir fyrir Tottenham en Kane verður seldur. Lukaku þarf því að bíða og sjá til hvað verður hjá honum. Chelsea ætlar að selja belgíska framherjann en tilboð Internazionale var ekki nálægt því sem enska félagið vill fá fyrir leikmanninn. Þá lítur út fyrir að Lukau hafi verið að daðra við önnur félög í langan tíma þegar forráðamenn Inter héldu að hann vildi spila áfram hjá þeim. Lukaku fer líklega ekki með Chelsea í æfingaferðina til Bandaríkjanna en flýgur yfir Atlantshafið í dag. Um helgina blandaði Juventus sér í málið og forráðamenn Inter voru ekki sáttir með það að Lukaku talaði við Juve. Mál Lukaku urðu fyrir vikið enn flóknari. Lukaku deal situation Inter final bid: 35m plus 5m add ons. Inter have still NO answer from Lukaku to close the deal. Juventus sent 37.5m + 2.5m bid to Chelsea but ONLY valid if they sell Vlahovi . Lukaku spoke to Juventus; Inter not happy with that. pic.twitter.com/CfqzSz1Wau— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 14, 2023
Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira