„Auðvitað ekki boðlegt að maðurinn þurfi að skríða inn á klósett“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2023 12:31 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, segir óskiljanlegt að félgaslegt húsnæði sé ekki aðgengilegt fyrir hreyfihamlaða og langveika. Það sé sá hópur sem líklegast þurfi að nýta sér félagslegt húsnæði. Vísir/Vilhelm Formaður Öryrkjabandalagsins segir óboðlegt að íbúðir Félagsbústaða séu ekki útbúnar fyrir fólk sem notast við hjólastóla. Mál manns sem er í hjólastól og fékk úthlutaða íbúð án hjólastólaaðgengis sýni skilningsleysið sem ríki innan kerfisins. Stefán Gauti Stefánsson sagði frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann leigi íbúð á vegum Félagsbústaða sem er ekki með hjólastólaaðgengi. Stefán er með MS sjúkdóminn, lamaður á vinstri hlið líkamans og í hjólastól. Stefán hefur ítrekað dottið og slasað sig í íbúð sinni vegna skorts á aðgengi og kemst hvorki inn á baðherbergi né eldhús í hjólastólnum og þarf því til að mynda alltaf að skilja stólinn eftir fyrir utan baðherbergisdyrnar þegar hann þarf að nota salernið. „Félagslegt húsnæði sveitarfélaga þarf að taka mið af því að fatlað og langveikt fólk geti búið þar af því að líklegasti hópurinn til að vera í félagslegu húsnæði er fólk sem er annað hvort með hreyfihömlun eða langveikt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins. Lagfæra þurfi húsnæðið Félagslegt húsnæði verði að uppfylla kröfur um algilda hönnun. „Það þarf að lagfæra gamalt húsnæði ef það er nokkur kostur á að gera það aðgengilega. Þarna hefðu Félagsbústaðir hreinlega átt að lagfæra húsnæðið ef það hefði verið hægt þannig að hann gæti verið þarna. Það er auðvitað alls ekki boðlegt að maðurinn þurfi að skríða inn á klósett,“ segir Þuríður. Það sé óskiljanlegt að Stefáni hafi verið úthlutuð óaðgengileg íbúð. „Mér finnst þetta vera algert skilningsleysi og það er auðvitað mjög mikilvægt fyrir fólk í þessari stöðu að það hafi aðgengi og það sé stutt í þjónustu, bæði heilsugæslu og matvörubúð.“ Brýnt sé að Félagsbústaðir og sveitarfélögin bregðist við. „Þarna held ég að Félagsbústaðir verði bara að gjöra svo vel og skoða það hvort það geti ekki lagfært húsnæðið - stækkað hurðar og gert það aðgengilegt. Svo er það að hann skuli vera settur í húsnæði sem er óaðgengilegt sýna mikið skilningsleysi á hans aðstæðum.“ Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hefur ítrekað slasast við að reyna komast á salernið heima hjá sér Karlmaður á fimmtugsaldri með MS sjúkdóminn, sem leigir íbúð á vegum Félagsbústaða, hefur ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. Félagsbústaðir telja ekki réttlætanlegt að laga íbúðina að þörfum hans og vilja að hann flytji. 16. júlí 2023 22:36 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Stefán Gauti Stefánsson sagði frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann leigi íbúð á vegum Félagsbústaða sem er ekki með hjólastólaaðgengi. Stefán er með MS sjúkdóminn, lamaður á vinstri hlið líkamans og í hjólastól. Stefán hefur ítrekað dottið og slasað sig í íbúð sinni vegna skorts á aðgengi og kemst hvorki inn á baðherbergi né eldhús í hjólastólnum og þarf því til að mynda alltaf að skilja stólinn eftir fyrir utan baðherbergisdyrnar þegar hann þarf að nota salernið. „Félagslegt húsnæði sveitarfélaga þarf að taka mið af því að fatlað og langveikt fólk geti búið þar af því að líklegasti hópurinn til að vera í félagslegu húsnæði er fólk sem er annað hvort með hreyfihömlun eða langveikt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins. Lagfæra þurfi húsnæðið Félagslegt húsnæði verði að uppfylla kröfur um algilda hönnun. „Það þarf að lagfæra gamalt húsnæði ef það er nokkur kostur á að gera það aðgengilega. Þarna hefðu Félagsbústaðir hreinlega átt að lagfæra húsnæðið ef það hefði verið hægt þannig að hann gæti verið þarna. Það er auðvitað alls ekki boðlegt að maðurinn þurfi að skríða inn á klósett,“ segir Þuríður. Það sé óskiljanlegt að Stefáni hafi verið úthlutuð óaðgengileg íbúð. „Mér finnst þetta vera algert skilningsleysi og það er auðvitað mjög mikilvægt fyrir fólk í þessari stöðu að það hafi aðgengi og það sé stutt í þjónustu, bæði heilsugæslu og matvörubúð.“ Brýnt sé að Félagsbústaðir og sveitarfélögin bregðist við. „Þarna held ég að Félagsbústaðir verði bara að gjöra svo vel og skoða það hvort það geti ekki lagfært húsnæðið - stækkað hurðar og gert það aðgengilegt. Svo er það að hann skuli vera settur í húsnæði sem er óaðgengilegt sýna mikið skilningsleysi á hans aðstæðum.“
Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hefur ítrekað slasast við að reyna komast á salernið heima hjá sér Karlmaður á fimmtugsaldri með MS sjúkdóminn, sem leigir íbúð á vegum Félagsbústaða, hefur ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. Félagsbústaðir telja ekki réttlætanlegt að laga íbúðina að þörfum hans og vilja að hann flytji. 16. júlí 2023 22:36 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Hefur ítrekað slasast við að reyna komast á salernið heima hjá sér Karlmaður á fimmtugsaldri með MS sjúkdóminn, sem leigir íbúð á vegum Félagsbústaða, hefur ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. Félagsbústaðir telja ekki réttlætanlegt að laga íbúðina að þörfum hans og vilja að hann flytji. 16. júlí 2023 22:36