Íslenski boltinn

FH í fé­laga­skipta­bann

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Morten Beck Andersen vann fullnaðarsigur í launadeildum sínum við FH í síðasta mánuði. Félagið hefur nú verið dæmt í félagaskiptabann.
Morten Beck Andersen vann fullnaðarsigur í launadeildum sínum við FH í síðasta mánuði. Félagið hefur nú verið dæmt í félagaskiptabann. vísir/hag

Karlalið FH í knattspyrnu er í félagaskiptabanni. Félagið fékk nýverið 30 daga til að greiða kröfu danska framherjans Morten Beck upp á 24 milljónir króna sem og sekt upp á 150 þúsund krónur.

Þetta kemur fram í svari Hauks Hinrikssonar, lögfræðings Knattspyrnusambands Íslands, við fyrirspurn Fótbolti.net fyrr í dag. Í svarinu segir: „Eins og staðan er í dag er karlalið FH í meistaraflokki í félagaskiptabanni samkvæmt dómi áfrýjunardómstóls.“

Formaður FH, Valdimar Svavarsson, staðfesti þetta í stuttu viðtali við Fótbolti.net og sagði að unnið væri að lausnum í málinu. Það hefur þó ekki enn tekist þar sem málið „hefur reynst tæknilega flókið.“

Forsaga málsins er sú að framherjinn Morten Beck krafðist þess að félagið myndi greiða sér 24 milljónir króna í vangoldin laun frá tímabilinu 2019 til 2021. FH héldu fram að um verktakasamning hefði verið að ræða en Morten Beck hélt því fram að um launþegasamning hefði verið að ræða, og hafði samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ þegar úrskurðað leikmanninum í vil.

FH fékk 30 daga til að greiða ellegar skyldi félagið sæta félagaskiptabanni í eitt félagaskiptatímabil. Dómarinn var birtur þann 15. júní og nú, mánuði síðar, hefur verið staðfest að FH sé komið í félagaskiptabann.


Tengdar fréttir

„Vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég“

Morten Beck Guldsmed er ánægður með að hafa borið sigur úr býtum í deilu sinni við FH vegna vangreiddra launa. Hann er ósáttur við að málið hafi þurft að enda fyrir dómstólum en segir dóminn mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi.

Morten Beck Guldsmed dæmdur fullnaðarsigur gegn FH

Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í dag úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í í máli nr. 3/2023 knattspyrnudeild FH gegn Morten Beck Guldsmed. FH er sektað um 150.000 krónur og sæta félagaskiptabanni í eitt tímabil ef ekki verði gengið frá uppgjöri við Morten Beck innan við 30 daga frá því að dómurinn er kveðinn upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×