Svíta fyrir ferðamenn í gömlu kirkjunni á Blönduósi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júlí 2023 20:30 Kirkjan er ákaflega falleg á innan og það fer örugglega mjög vel um þá, sem panta sér gistingu inn í henni. Aðsend Kirkjan í gamla bænum á Blönduósi hefur fengið nýtt hlutverk en hún er nú notuð, sem svíta fyrir ferðamenn, sem vilja prófa að gista í kirkju. Mikil uppbygging á sér nú stað í gamla bænum á Blönduósi, sem athafnamenn af svæðinu standa að af miklum myndarskap. Hótel Blönduós hefur til dæmis verið meira og minna endurbyggt til samræmis við fyrra útlit. Gamla kirkjan í bænum vekur sérstaka athygli en henni hefur verið breytt í svítu eða að kirkjan er notuð undir hvers kyns athafnir. „Við svona spilum þetta aðeins af fingrum fram en þú finnur hvað hægt er að afhelga kirkju en andinn hann fer ekkert, það er ofboðsleg ró og friður hérna og hérna á töflunum eru enn þá síðustu sálmarnir, sem voru sungnir, númerin á þeim. Ég var fermdur hérna til dæmis og kom í sunnudagaskólann,” segir Reynir Grétarsson, einn af eigendum Hótels Blönduós og fleiri byggingum í gamla bænum, sem keyptu meðal annars kirkjuna. Reynir segir að ferðamenn séu mjög hrifnir af kirkjunni og ekki síst að geta gist í henni en kirkjan var vígð 13. janúar 1895. Það er meira að segja salerni og baðkar í kirkjuturninum. Og stundum sést Reynir við orgel kirkjunnar og tekur lagið. Blönduósingurinn og athafnamaðurinn, Reynir Grétarsson, sem er einn af þeim, sem á heiðurinn af uppbyggingu gamla bæjarins á Blönduósi, hér staddur í gömlu kirkjunni, sem hefur verið breytt í svítu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reynir segir að heimamenn á Blönduósi séu mjög ánægðir að sjá að gamla kirkjan þeirra er komin í notkun sem hluti af uppbyggingu gamla bæjarsins og ekki síður eru íbúarnir ánægðir með uppbygginguna, sem á sér þar stað. „Fólkinu hérna finnst rosalega vænt um hótelið og að því sé sýnt svona virðing og vinsemd eins og við höfum reynt að gera. Það hefur ekkert verið sparað í þessum endurbótum og fólk kann að meta það,” segir Reynir. Reynir hefur tröllatrú á verkefnum gamla bæjarins og hann eigi eftir að slá í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum, íslenskum og erlendum. „já, ég held að þessi gamli bær á Blönduósi eigi eftir að verða rosalega vinsæll áningarstaður, ekki síst fyrir Íslendinga, sem vilja koma og upplifa smá ró, slaka á og minnka streituna eins og ég sjálfur kannski, þá vilja menn bara ekkert fara aftur, þetta á eftir að slá í gegn,” segir Reynir kampakátur. Kirkjan, sem var vígð 13. janúar 1895.Magnús Hlynur Hreiðarsson Húnabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Mikil uppbygging á sér nú stað í gamla bænum á Blönduósi, sem athafnamenn af svæðinu standa að af miklum myndarskap. Hótel Blönduós hefur til dæmis verið meira og minna endurbyggt til samræmis við fyrra útlit. Gamla kirkjan í bænum vekur sérstaka athygli en henni hefur verið breytt í svítu eða að kirkjan er notuð undir hvers kyns athafnir. „Við svona spilum þetta aðeins af fingrum fram en þú finnur hvað hægt er að afhelga kirkju en andinn hann fer ekkert, það er ofboðsleg ró og friður hérna og hérna á töflunum eru enn þá síðustu sálmarnir, sem voru sungnir, númerin á þeim. Ég var fermdur hérna til dæmis og kom í sunnudagaskólann,” segir Reynir Grétarsson, einn af eigendum Hótels Blönduós og fleiri byggingum í gamla bænum, sem keyptu meðal annars kirkjuna. Reynir segir að ferðamenn séu mjög hrifnir af kirkjunni og ekki síst að geta gist í henni en kirkjan var vígð 13. janúar 1895. Það er meira að segja salerni og baðkar í kirkjuturninum. Og stundum sést Reynir við orgel kirkjunnar og tekur lagið. Blönduósingurinn og athafnamaðurinn, Reynir Grétarsson, sem er einn af þeim, sem á heiðurinn af uppbyggingu gamla bæjarins á Blönduósi, hér staddur í gömlu kirkjunni, sem hefur verið breytt í svítu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reynir segir að heimamenn á Blönduósi séu mjög ánægðir að sjá að gamla kirkjan þeirra er komin í notkun sem hluti af uppbyggingu gamla bæjarsins og ekki síður eru íbúarnir ánægðir með uppbygginguna, sem á sér þar stað. „Fólkinu hérna finnst rosalega vænt um hótelið og að því sé sýnt svona virðing og vinsemd eins og við höfum reynt að gera. Það hefur ekkert verið sparað í þessum endurbótum og fólk kann að meta það,” segir Reynir. Reynir hefur tröllatrú á verkefnum gamla bæjarins og hann eigi eftir að slá í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum, íslenskum og erlendum. „já, ég held að þessi gamli bær á Blönduósi eigi eftir að verða rosalega vinsæll áningarstaður, ekki síst fyrir Íslendinga, sem vilja koma og upplifa smá ró, slaka á og minnka streituna eins og ég sjálfur kannski, þá vilja menn bara ekkert fara aftur, þetta á eftir að slá í gegn,” segir Reynir kampakátur. Kirkjan, sem var vígð 13. janúar 1895.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Húnabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira