„Við þurfum að kasta slíkum hugsunum út í hafsauga“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2023 12:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur fagnað mörgum sigrum undanfarin ár og sigur í kvöld væri einn af þeim stóru. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson segir að nálgunin sem hefur gefist Blikum best virki hættuleg og háskaleg og er stundum barnaleg. Hann vill samt að liðið hans þori að stíga hátt upp á móti Írunum í kvöld og megi ekki vera að verja eitthvað. Blikar eru búnir að vinna alla þrjá Evrópuleiki sína í sumar og í kvöld geta þeir tryggt sér sæti í annarri umferð undankeppni Meistaradeildardeildarinnar. Breiðabliksliðið er í frábærum málum eftir 1-0 útisigur á Shamrock Rovers í fyrri leiknum á Írlandi. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, talaði um mismunandi skúffur fyrir hverja keppni eftir síðasta deildarsigur og var spurður hvað kemur upp úr henni. Orka og hugrekki „Það sem kemur upp úr henni er vonandi mikil orka og hugrekki. Menn komi þannig til leiks að við séum ekki að fara að verja eitthvað forskot sem við erum með heldur þurfum við að sækja. Við þurfum að horfa á þennan leik eins og staðan sé bara 0-0,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson við Val Pál Eiríksson á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Ég veit ekki hvort við komum þeim á óvart í fyrri leiknum. Ég átta mig ekki á því. Við byrjuðum þá af krafti og við höfum talað um það, þegar maður horfir á leikinn aftur og svo aftur og aftur að þar voru fullt af hlutum sem við getum lagað,“ sagði Óskar Hrafn. Þurfum að fara eins hátt og við getum „Við getum verið töluvert betri á boltanum og við gáfum of margar feilsendingar í seinni hálfleik. Við stigum til baka og vorum ekki nógu ákafir að verjast fram á við. Við vorum fullmikið að verja okkar eigið mark og við erum ekki góðir þar. Þeim mun lengra sem við erum frá makinu okkar sem við erum að verjast þeim mun betri erum við. Það hentar okkur betur,“ sagði Óskar Hrafn. „Við þurfum að fara eins hátt og við getum. Stundum virkar það eins og það geti verið hættulegt og getur verið háskalegt. Getur verið stundum barnalegt en þetta er sú nálgun sem hefur gefist best fyrir okkur. Það er kannski það sem maður hefur mestar áhyggjur af er að menn verði aðeins flatir, “ sagði Óskar. Hann talar beint til sinna manna í viðtalinu og var þá við því sem ekki má gerast í hausnum þeirra. Þurfum að láta þeim líða illa „Menn fari ósjálfrátt að hugsa: Við erum 1-0 yfir, við þurfum að passa okkur, við megum ekki gera mistök, við megum ekki fara ofarlega og skilja eftir okkur einhver svæði bak við. Við þurfum að kasta slíkum hugsunum út í hafsauga. Þora að spila út úr öllu. Þora að fá þá í okkur og spila á milli línanna. Halda boltanum í öftustu línu og ekki láta þá þvinga okkur þangað sem þeir vilja þvinga okkur. Við þurfum að stíga hátt á þá og láta þeim líða illa,“ sagði Óskar. Telja sig vera betri í ár en í fyrra „Við ætlum að slá þetta lið út. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta Shamrock lið er gríðarlega gott. Það er öflugt og náði góðum úrslitum í fyrra. Þeir telja sig vera betri í ár en þeir voru í fyrra. Við vitum alveg að verkefnið er stórt. Það er alls ekki það stórt að við þurfum að hræðast það eða vera eitthvað litlir í okkur,“ sagði Óskar. Það má heyra meira frá Óskari Hrafni um leikinn í viðtalinu en það er allt aðgengilegt hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Óskar Hrafn: Við vitum alveg að verkefnið er stórt Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Sjá meira
Blikar eru búnir að vinna alla þrjá Evrópuleiki sína í sumar og í kvöld geta þeir tryggt sér sæti í annarri umferð undankeppni Meistaradeildardeildarinnar. Breiðabliksliðið er í frábærum málum eftir 1-0 útisigur á Shamrock Rovers í fyrri leiknum á Írlandi. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, talaði um mismunandi skúffur fyrir hverja keppni eftir síðasta deildarsigur og var spurður hvað kemur upp úr henni. Orka og hugrekki „Það sem kemur upp úr henni er vonandi mikil orka og hugrekki. Menn komi þannig til leiks að við séum ekki að fara að verja eitthvað forskot sem við erum með heldur þurfum við að sækja. Við þurfum að horfa á þennan leik eins og staðan sé bara 0-0,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson við Val Pál Eiríksson á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Ég veit ekki hvort við komum þeim á óvart í fyrri leiknum. Ég átta mig ekki á því. Við byrjuðum þá af krafti og við höfum talað um það, þegar maður horfir á leikinn aftur og svo aftur og aftur að þar voru fullt af hlutum sem við getum lagað,“ sagði Óskar Hrafn. Þurfum að fara eins hátt og við getum „Við getum verið töluvert betri á boltanum og við gáfum of margar feilsendingar í seinni hálfleik. Við stigum til baka og vorum ekki nógu ákafir að verjast fram á við. Við vorum fullmikið að verja okkar eigið mark og við erum ekki góðir þar. Þeim mun lengra sem við erum frá makinu okkar sem við erum að verjast þeim mun betri erum við. Það hentar okkur betur,“ sagði Óskar Hrafn. „Við þurfum að fara eins hátt og við getum. Stundum virkar það eins og það geti verið hættulegt og getur verið háskalegt. Getur verið stundum barnalegt en þetta er sú nálgun sem hefur gefist best fyrir okkur. Það er kannski það sem maður hefur mestar áhyggjur af er að menn verði aðeins flatir, “ sagði Óskar. Hann talar beint til sinna manna í viðtalinu og var þá við því sem ekki má gerast í hausnum þeirra. Þurfum að láta þeim líða illa „Menn fari ósjálfrátt að hugsa: Við erum 1-0 yfir, við þurfum að passa okkur, við megum ekki gera mistök, við megum ekki fara ofarlega og skilja eftir okkur einhver svæði bak við. Við þurfum að kasta slíkum hugsunum út í hafsauga. Þora að spila út úr öllu. Þora að fá þá í okkur og spila á milli línanna. Halda boltanum í öftustu línu og ekki láta þá þvinga okkur þangað sem þeir vilja þvinga okkur. Við þurfum að stíga hátt á þá og láta þeim líða illa,“ sagði Óskar. Telja sig vera betri í ár en í fyrra „Við ætlum að slá þetta lið út. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta Shamrock lið er gríðarlega gott. Það er öflugt og náði góðum úrslitum í fyrra. Þeir telja sig vera betri í ár en þeir voru í fyrra. Við vitum alveg að verkefnið er stórt. Það er alls ekki það stórt að við þurfum að hræðast það eða vera eitthvað litlir í okkur,“ sagði Óskar. Það má heyra meira frá Óskari Hrafni um leikinn í viðtalinu en það er allt aðgengilegt hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Óskar Hrafn: Við vitum alveg að verkefnið er stórt
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Sjá meira