Framleiðandi hreinsiefna tekur yfir lífdísilframleiðslu Eiður Þór Árnason skrifar 18. júlí 2023 10:04 Ásgeir Ívarsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Gefnar, og Eyþór Björnsson, forstjóri Norðurorku, við unirritun kaupsamningsins. Gefn Gefn hefur fest kaup á öllu hlutafé í fyrirtækinu Orkey á Akureyri. Félagið var áður að fullu í eigu orkufyrirtækisins Norðurorku og hefur framleitt lífdísil og íblöndunarefni úr úrgangi frá árinu 2011, einkum notaðri steikingarolíu. Fram kemur í tilkynningu að kaupsamningur hafi verið undirritaður 29. júní síðastliðinn. Orkey var stofnuð árið 2007 og hefur framleiðsla félagsins meðal annars verið nýtt sem eldsneyti á fiskiskip og íblöndunarefni við framleiðslu og lagningu vegaklæðninga. Orkey hefur lengi tekið við notaðri steikingarolíu frá heimilum, veitingahúsum og mötuneytum, og hvarfað við metanól. Verksmiðja fyrirtækisins á Akureyri er hönnuð fyrir 300.000 lítra ársframleiðslu. Gefn hefur þegar tekið við rekstrinum og er Ásgeir Ívarsson, framkvæmdastjóri Gefnar er nýr stjórnarformaður Orkeyjar og Ragnar H. Guðjónsson, stjórnarformaður Gefnar, nýr framkvæmdastjóri. Auk þeirra kemur Vala Steinsdóttir, rekstrarstjóri Gefnar, í stjórn Orkeyjar. Vilja auka framleiðslu „Kaup Gefnar á Orkey rýma vel við þau markmið sem Gefn hefur sett sér í þróun tækni og viðskipta sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og mengunar vegna efna- og eldsneytisnotkunar og úrgangs, samhliða því að styðja við innleiðingu hringrásarhagkerfisins,“ segir Ásgeir í tilkynningu. Að sögn stjórnenda Gefnar verður Orkey rekin með sama sniði og áður í fyrirsjáanlegri framtíð. Stefnt sé að því að auka framleiðslu og skilvirkni verksmiðjunnar með nýtingu tækni og sérfræðiþekkingar Gefnar. Gefn þróar tækni sem umbreytir úrgangi og útblæstri í græna efnavöru og framleiðir fyrirtækið hreinsiefni undir vörumerkinu Grænni. Við framleiðslu hreinsiefnanna eru notuð innlend hráefni unnin úr úrgangi, að því er fram kemur í tilkynningu. Hjá fyrirtækinu starfi í dag teymi efnaverkfræðinga, efnafræðinga og annarra sérfræðinga en alls séu starfsmenn fjórir talsins. Eina tilboðið í fyrirtækið Norðurorka setti Orkey í söluferli í apríl síðastliðnum en fyrirtækið hefur verið í fullri eigu Norðurorku frá árinu 2020. Á vef félagsins segir að lífdílsframleiðsla sé ekki hluti af kjarnastarfsemi Norðurorku og að rekstur Orkeyjar standi á kaflaskilum. „Rekstrinum hefur verið sýndur áhugi og eftirspurn eftir lífdísil er að aukast, bæði sem eldsneyti og í aðra vinnslu. Stjórn Norðurorku taldi því að nú væri tímabært að hleypa öðrum, kraftmiklum aðilum að sem geta haldið áfram að þróa starfssemi Orkeyjar og auka veg fyrirtækisins.“ Eitt tilboð hafi borist sem Norðurorka samþykkti enda hafi það uppfyllt allar þær kröfur sem settar voru fram. „Starfsfólk Gefnar hefur markverða þekkingu og reynslu af framleiðslu lífdísils sem og notkun hans. Gefn stefnir á áframhaldandi rekstur Orkeyjar á Akureyri og er það von Norðurorku og trú að Orkey dafni vel með nýjum eigendum,“ segir í tilkynningu Norðurorku. Kaup og sala fyrirtækja Akureyri Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu að kaupsamningur hafi verið undirritaður 29. júní síðastliðinn. Orkey var stofnuð árið 2007 og hefur framleiðsla félagsins meðal annars verið nýtt sem eldsneyti á fiskiskip og íblöndunarefni við framleiðslu og lagningu vegaklæðninga. Orkey hefur lengi tekið við notaðri steikingarolíu frá heimilum, veitingahúsum og mötuneytum, og hvarfað við metanól. Verksmiðja fyrirtækisins á Akureyri er hönnuð fyrir 300.000 lítra ársframleiðslu. Gefn hefur þegar tekið við rekstrinum og er Ásgeir Ívarsson, framkvæmdastjóri Gefnar er nýr stjórnarformaður Orkeyjar og Ragnar H. Guðjónsson, stjórnarformaður Gefnar, nýr framkvæmdastjóri. Auk þeirra kemur Vala Steinsdóttir, rekstrarstjóri Gefnar, í stjórn Orkeyjar. Vilja auka framleiðslu „Kaup Gefnar á Orkey rýma vel við þau markmið sem Gefn hefur sett sér í þróun tækni og viðskipta sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og mengunar vegna efna- og eldsneytisnotkunar og úrgangs, samhliða því að styðja við innleiðingu hringrásarhagkerfisins,“ segir Ásgeir í tilkynningu. Að sögn stjórnenda Gefnar verður Orkey rekin með sama sniði og áður í fyrirsjáanlegri framtíð. Stefnt sé að því að auka framleiðslu og skilvirkni verksmiðjunnar með nýtingu tækni og sérfræðiþekkingar Gefnar. Gefn þróar tækni sem umbreytir úrgangi og útblæstri í græna efnavöru og framleiðir fyrirtækið hreinsiefni undir vörumerkinu Grænni. Við framleiðslu hreinsiefnanna eru notuð innlend hráefni unnin úr úrgangi, að því er fram kemur í tilkynningu. Hjá fyrirtækinu starfi í dag teymi efnaverkfræðinga, efnafræðinga og annarra sérfræðinga en alls séu starfsmenn fjórir talsins. Eina tilboðið í fyrirtækið Norðurorka setti Orkey í söluferli í apríl síðastliðnum en fyrirtækið hefur verið í fullri eigu Norðurorku frá árinu 2020. Á vef félagsins segir að lífdílsframleiðsla sé ekki hluti af kjarnastarfsemi Norðurorku og að rekstur Orkeyjar standi á kaflaskilum. „Rekstrinum hefur verið sýndur áhugi og eftirspurn eftir lífdísil er að aukast, bæði sem eldsneyti og í aðra vinnslu. Stjórn Norðurorku taldi því að nú væri tímabært að hleypa öðrum, kraftmiklum aðilum að sem geta haldið áfram að þróa starfssemi Orkeyjar og auka veg fyrirtækisins.“ Eitt tilboð hafi borist sem Norðurorka samþykkti enda hafi það uppfyllt allar þær kröfur sem settar voru fram. „Starfsfólk Gefnar hefur markverða þekkingu og reynslu af framleiðslu lífdísils sem og notkun hans. Gefn stefnir á áframhaldandi rekstur Orkeyjar á Akureyri og er það von Norðurorku og trú að Orkey dafni vel með nýjum eigendum,“ segir í tilkynningu Norðurorku.
Kaup og sala fyrirtækja Akureyri Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira