„Langar að minna þolendur á að þetta er aldrei ykkur að kenna“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. júlí 2023 07:00 Þórunn Salka var að gefa út lagið Freedom sem fjallar um erfiða lífsreynslu. Hún mun frumflytja lagið á morgun á Druslugöngunni. Arnar Halldórsson/Vísir „Í rauninni er boðskapurinn með þessu lagi að það skiptir engu máli hverju þú klæðist, hvernig þú hagar þér eða hvað þú ert að gera. Þetta er aldrei þér að kenna,“ segir söngkonan Þórunn Salka. Hún var að senda frá sér sitt fyrsta lag, Freedom, þar sem hún tjáir sig um kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir í Los Angeles fyrir þremur árum. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá laginu og lífinu. Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið Freedom: Klippa: Freedom - Þórunn Salka Öryggi og útrás í tónlistinni „Þetta er lag sem ég samdi fyrir þremur árum síðan eftir þetta áfall sem ég lenti í. Þetta eru í rauninni þær tilfinningar sem ég var að ganga í gegnum eftir það áfall. Ég var alltaf staðráðin í að leyfa því ekki að taka yfir og sigra mig þannig að ég skrifaði enda lagsins strax þó að ég hafi ekki trúað honum sjálf,“ segir Þórunn Salka og bætir við: „Lagið er brekka sem endar á sigri og kannski er mjög klisjulegt að segja þetta en það sem hjálpaði mér hvað mest í gegnum þetta ferli var að skrifa og syngja um tilfinningarnar mínar. Af því að það er stundum erfitt að tala um hvernig manni líður þegar maður fer í gegnum svona áfall en þarna náði ég að útskýra hvernig mér leið og hvað ég var að ganga í gegnum. Ég fann mjög mikið öryggi og útrás í þessu.“ Tónlistin veitir Þórunni Sölku öryggi og útrás.Ruth Tómasdóttir Vildi skila skömminni Hún segir að upphaflega hafi hún ekki ætlað sér að gefa út lag. „Það var ekkert endilega planið að gera eitthvað við þetta en svo varð þetta eitthvað sem mér þótti bara svo vænt um. Ég setti þetta fyrst inn á Instagram ári eftir að þetta gerðist, í rauninni bara til að skila skömminni, af því að það er eitthvað sem sat svo lengi í mér. Skömmin var eitthvað sem var mjög erfitt að vinna úr þannig að það var í rauninni bara markmiðið að ná því.“ Viðbrögðin leyndu sér ekki og höfðu ótal margir samband við Þórunni Sölku eftir að hún birti myndbandið á Instagram. „Ég varð orðlaus yfir öllum skilaboðunum frá fólki sem hafði lent í einhverju svipuðu og tengdi og þakkaði mér fyrir að hafa deilt þessu. Ég var ekkert að búast við því.“ Þórunn var orðlaus yfir jákvæðum viðbrögðum þegar hún setti brot úr laginu inn á Instagram fyrst. Arnar Halldórsson/Vísir Mikilvægt að gera svona persónulegu lagi góð skil Þórunn Salka segir að tíminn hafi svo liðið en hugmyndin að laginu farið aftur á kreik þegar hún kynntist Kaktusi Einarssyni tónlistarmanni. „Við einhvern veginn smullum saman varðandi það hvernig við vinnum. Hann er algjörlega búinn að lesa hugsanir mínar og gott betur en það í gegnum þetta ferli,“ segir Þórunn Salka og bætir við að hún hafi mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig hún sjái tónlistina sína fyrir sér. „Ég er ekki búin að læra á neitt hljóðfæri eða neina tónfræði, ég eiginlega bara sest niður, spila tilfinningarnar mínar og sé hvort það virkar.“ Hún mætti því í stúdíóið til Kaktusar með hljóma, laglínur og texta sem þau tóku svo áfram og segir hún samstarfið hafa gengið ótrúlega vel. „Hann er líka búinn að vera mjög þolinmóður, því ég get sagt hluti eins og: „Nei ég vil ekki þetta geimskipahljóð“ og hann þarf að reyna að átta sig á því hvað ég á við,“ segir Þórunn Salka hlæjandi. „Ég er með alls konar skoðanir en get ekki kannski útskýrt það á mjög skiljanlegan hátt. Kannski er það líka af því að þetta er svo ofboðslega persónulegt, þá er mjög mikilvægt fyrir mér að gera þetta rétt. Ég hef fengið tækifæri til að gera þetta með öðrum pródúserum og hef einhvern veginn alltaf bremsað það því mér hefur ekki fundist vera réttur tími fyrir þetta eða ekki liðið eins og útkoman verði rétt. En þetta var aldrei spurning þegar við Kaktus hittumst, þetta bara small saman. Í rauninni varð fyrsta demóið tilbúið eftir eitt session hjá okkur. Það er magnað hvað við náðum vel saman og ég er ótrúlega þakklát fyrir okkar samstarf.“ Þórunn Salka segist ótrúlega þakklát fyrir tónlistarsamstarfið við Kaktus Einarsson.Ruth Tómasdóttir Hleypir hlustendum inn í dagbókina sína Þórunn Salka segir ansi magnað að hugsa til þess að lagið sé núna komið út eftir allt þetta ferli. Þá sé þetta að sjálfsögðu berskjaldandi upplifun. „Þetta er smá eins og að gefa fólki innsýn í dagbókina mína. Svona leið mér á þessu tímabili og svo náttúrulega tók við alls konar sjálfsvinna sem tók langan tíma og var erfið.“ Hún segir þó mikilvægt að hugsa til þess á hvaða stað hún er í dag, sérstaklega að geta talað um þetta við blaðamann sem hún hélt á tímabili að hún myndi ekki geta gert. „Ég er búin að vinna úr þessu og ég er núna smá bara til í að segja öðrum frá þessu. Vonandi er einhver sem getur þá upplifað að vera ekki einn í þessu. Af því að mér leið svo lengi eins og ég væri ein í þessu og ég gæti ekki talað um þetta við neinn því enginn myndi skilja. Maður býr auðvitað yfir samkennd og veit að þegar maður heyrir einhverja svona reynslusögu frá öðrum þá upplifi maður að þetta sé hræðilegt. En það er ótrúlegt að maður veit í alvörunni ekki hvernig þetta er nema maður lendi í þessu.“ Bjargar frelsinu sínu Það eigi sérstaklega við um skömmina sem kom upp hjá henni í kjölfar áfallsins. „Ég upplifði bara svona vá þetta er það sem er verið að tala um þegar það kemur að skömm. Þetta er svo ótrúlega sterk tilfinning sem er erfið. Það er því svo gott að vita af því að maður sé með samfélag á bak við sig og ég er líka aðeins að sparka í rassinn á sjálfri mér að vera partur af þessu samfélagi líka, því þetta er svo ótrúlega mikilvægt og sterkt samfélag.“ Sjálfsvinnan hefur skilað Þórunni Sölku ómetanlegum árangri og þykir henni vænt um að geta nú staðið upprétt og sagt sína sögu . „Mig langar bara að minna þolendur á að þetta er aldrei ykkur að kenna. Það er í raun það sem lagið snýst um. Það byrjar á því að ég segi að mér líði eins og ég hafi misst frelsið mitt og svo í rauninni endar brekkan á sigrinum þar sem ég bjarga frelsinu mínu. Í rauninni er boðskapurinn með laginu að það skiptir engu máli hverju þú klæðist, hvernig þú hagar þér eða hvað þú ert að gera. Þetta er aldrei þér að kenna og þú ert aldrei ein/einn/eitt í þessu. Aldrei leyfa neinum að taka frelsið þitt. Vonandi er það boðskapur sem einhver getur tengt við og þótt vænt um að heyra.“ Hér er hægt að hlusta á lagið á streymisveitunni Spotify: Byrjaði strax að vinna úr áfallinu í gegnum tónlist Tónlistin hefur alltaf reynst Þórunni Sölku öflugt tól til þess að vinna úr tilfinningum. „Ég er einmitt með hljóðupptöku úr símanum mínum daginn eftir að þetta gerðist. Þá er ég bara að syngja laglínuna og syngja einhvern texta um það hvernig mér leið.“ Eins og áður segir var markmiðið ekki að búa til lag en á þessum tíma var Þórunn Salka að eigin sögn ekki byrjuð að koma fram eða semja af alvöru. „Þetta var bara einhver algjör útrás sem kom bara hjá mér. Svo samdi ég endapart lagsins svona viljandi til að plata sjálfa mig til að trúa honum. Ég vildi svo innilega ekki að þetta myndi taka yfir hjá mér.“ Hún segir ótrúlega mikla sjálfsvinnu einkenna síðastliðin ár ásamt því að hafa fengið mikla hjálp bæði frá fagaðilum og sínu nánasta fólki, sem hún segir ómetanlegt. „Ég var í skiptinámi í Los Angeles þegar þetta atvik gerist. Svo kemur Covid beint í kjölfarið og ég hafði verið búsett í Köben á þessum tíma í nokkur ár og var að leigja út íbúðina mína á meðan að skiptináminu stóð. Þannig að ég komst ekki heim til mín í Köben og þurfti því að fara til Íslands til mömmu og pabba, sem var í raun lán í óláni því að mér leið svo illa. Ég fór því beint í ferli hér heima, komst að á göngudeild Klepps og ég er ótrúlega þakklát fyrir allt sem ég fékk hjá þeim, það bara bjargaði mér.“ Þórunn flutti heim til foreldra sinna eftir áfallið og fór strax í að vinna úr því. Hún segir að bataferlið hafi verið brekka sem endar með sigri.Arnar Halldórsson/Vísir Áfallastreituröskun og veggir Á göngudeildinni greinist Þórunn Salka með áfallastreituröskun sem hún segir að hafi tekið á eftir áfallið. „Allt í einu var ég hrædd við hluti sem ég var ekki hrædd við áður. Það var alls konar sem tengist þessu sem kom fram eftir á. En ég er svo ótrúlega þakklát fyrir þá vinnu og aðstoð sem ég fékk þar.“ Hálfu ári eftir áfallið flutti Þórunn Salka svo aftur til Kaupmannahafnar og segir hún það hafa verið erfiðara en hún hafði búist við. „Ég hélt að ég væri tilbúin en það voru enn einhverjir veggir sem komu upp bara við það að fara á nýjan stað. Þetta var langt ferli og alls konar brekkur á leiðinni líka sem maður kannski bjóst ekki við. Það er bara partur af þessu en maður þarf einhvern veginn að halda áfram og það er líka allt í lagi að eiga daga sem eru ekki góðir og leyfa sér að vera í þeim tilfinningum.“ Hún segist alltaf hafa lagt upp úr því að vera opin við sitt nánasta fólk en það var þó erfiðara að ræða þetta við aðra. „Ég var allavega ekki nógu örugg með það að geta hringt mig inn veika í vinnu þegar að ég var að ganga í gegnum þetta. Það er líka eitthvað sem maður gerir sér ekki grein fyrir. Fólk er að ganga í gegnum alls konar hluti sem maður veit ekki af og sér kannski ekki.“ „Ekki leyfa gerendunum að sigra“ Aðspurð hvort hún sé dugleg að staldra við og vera stolt af sér segir Þórunn Salka: „Ég er náttúrulega mjög erfið við sjálfa mig, er smá fullkomunarsinni, er oft að hugsa hvernig ég geti gert hlutina betur og upplifi til dæmis loddaralíðan (e. imposter syndrome) í tengslum við tónlistina. En jú, núna þegar ég hugsa um það þá er ég mjög stolt af sjálfri mér. Ég er líka að finna það núna við útgáfu á laginu. Ég er bara í alvöru að gera þetta og þetta er í alvörunni bara flott lag,“ segir hún brosandi og bætir við: „Og þetta verður allt í lagi.“ Hún segist stundum þurfa að hvetja sjálfa sig áfram og segja við sig að hún sé alveg með þetta. „Ég er líka stolt að ég hafi tekið völdin af þessu, það er líka það sem lagið snýst um. Ekki leyfa gerendunum að sigra. Að ná að standa bein í baki og halda áfram með lífið. Þó að það sé auðvitað ekki alltaf hægt og geti verið hræðilega erfitt þá var markmiðið að enda þannig. Ég á mitt líf, gerandinn er ekki að fara að skemma það. En þetta er búið að vera ansi erfitt.“ Leyfir erfiðu dögunum bara að koma Þórunn Salka lýsir sér sem mjög ákveðinni manneskju og segist hafa verið staðráðin í því að hún ætlaði ekki að leyfa þessu að sigra sig. „Það var klárlega líflínan í þessu. Að vita bara að þrátt fyrir að ég hafi ekki getað ímyndað mér að mér myndi einn daginn geta liðið betur þá ætlaði ég samt að hafa trú á því. En ég veit að það er ekki sjálfsagt, það mun taka tíma og vinnu og það munu koma erfiðir dagar á leiðinni og það er þá bara allt í lagi. Ég ætla bara að leyfa þeim að koma. Ljósið í þessu var að trúa því að þetta yrði betra. Ég er mjög þakklát að ég gerði það því það getur algjörlega endað á annan veg, mjög margir þurfa að upplifa það sem er mjög sorglegt og hræðilegt.“ Ruth Besta vinkona Þórunnar tók myndir af henni fyrir plötuumslag Freedom. Þar tekur Þórunn Salka valdið sitt til baka, rokkar bláan eyeliner og segir: Sjáðu mig núna!Ruth Tómasdóttir Frumflutningur á Druslugöngunni Þórunn Salka mun frumflytja lagið sitt á Druslugöngunni á morgun á sviði á Austurvelli og segir hún tilfinninguna sem því fylgir ólýsanlega. „Það þýðir svo ótrúlega mikið fyrir mér. Ég eiginlega næ ekki að setja það í orð. Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir þetta tækifæri, að fá að frumflytja lagið á þessu mikilvæga sviði í þessari mikilvægu göngu. Ég einhvern veginn hef ekki áhyggjur af þessu því ég hef svo ótrúlega mikla trú á samstöðunni sem verður þarna. Þetta verður allt fólk sem að er þarna í þessum tilgangi, fyrir samstöðuna og kraftinn í henni, og ég ætla að einbeita mér að því að hugsa það. Því þetta er alveg smá stressandi, að standa á sviði yfir höfuð og flytja lagið, en ég er bara ótrúlega þakklát fyrir þetta tækifæri. Mér finnst þetta eiginlega bara ótrúlegt og ég er svo spennt.“ Tilbúin að öskra hátt Hún segist hafa fylgst með Druslugöngunni í gegnum tíðina og keypt reglulega af þeim varning. „Ég hef þó verið smá feimin við að vera áberandi í göngunni þar sem maður er svo gjarn á að hugsa kannski: „Æ hvað er þessi frændi að fara að hugsa?“ eða bara eitthvað í þeim dúr. Sem er ótrúlega leiðinlegt en það er bara hvernig ég er, ég er algjör ofhugsari. Í staðinn fyrir að hugsa bara þetta er nákvæmlega það sem hjartað í mér er að segja mér að gera og öskra hátt þá er maður stundum að segja við sig: „Nú ert þú búin að setja þetta á Instagram, þú átt ekkert að vera að tala mikið um þetta“, eins og maður þurfi alltaf að vera á bremsunni.“ Hún segist þó hafa náð að hrista upp í þessari hræðslu hjá sér. „Þetta er svo ótrúlega mikilvæg ganga og mikilvægt málefni af því við þurfum stanslaust að minna á þetta og þetta gleymist í samfélaginu. Ég dáist svo innilega að þessu verkefni og þeim sem skipuleggja þetta og ég er bara svo ótrúlega stolt af því að fá að vera einhver partur af þessu. Ég er búin að vera feimin við að gera það sem mig langar að gera en svo núna þá er ég bara tilbúin. Ég get ekki beðið.“ Þórunn Salka og Ruth áttu valdeflandi stund í myndatökunni. Ruth Tómasdóttir „Sjáðu mig núna“ Þórunn Salka segir tónlistina einnig gefa henni tækifæri til að ögra sjálfri sér hvað varðar ákveðna triggera á borð við fatnað. „Það eru alls konar hlutir sem minna mann á atvikið og áfallið sem ég forðaðist. Til dæmis fötin sem ég var í. Ég henti þeim því mér leið bara eins og þetta væri eitur. Ég var líka í kúrekastígvélum sem mamma mín átti og gaf mér. Í mómentinu henti ég þeim bara því mér leið hræðilega og ég gat í langan tíma ekki verið í kúrekastígvélum eftir þetta. Það er svo margt sem fólk veit ekki endilega af, eins og að ég var með bláan eyeliner og því gat blár eyeliner vakið upp erfiðar tilfinningar. Þetta verður svolítið konseptið í laginu, ég ætla að vera í kúrekastígvélum og með bláan eyeliner. Ég er að vinna að tónlistarmyndbandi þar sem ég verð líka þannig. Þetta er líka bara hugmyndin um að það sé ekki verið að fara að taka af mér eitthvað sem mér fannst ótrúlega skemmtilegt og fallegt. Þannig að ég er að ögra sjálfri mér og segja sjáðu mig núna.“ Sorgleg lög sem hægt er að dansa og djamma við Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Þórunni Sölku sem er rétt að byrja í heimi tónlistarinnar. „Við Kaktus erum komin með efni í góða EP plötu. Með haustinu munum við gefa út smáskífur reglulega og við erum að vinna í lokadagsetningu á plötunni. Ég er með lager af lögum sem ég er búin að vera að semja frá árinu 2017 en þá keypti ég mér mitt fyrsta hljómborð. Þetta er í rauninni allt svolítið áframhaldandi innsýn í dagbókina mína og alls konar tilfinningar. Til dæmis um áfallastreituröskunina og svo einnig um almenn viðfangsefni eins og ást og ástarsorg.“ Hún segir þó lögin búa yfir áhugaverðri andstæðu þar sem þau geta einnig kallað fram góðar tilfinningar við grípandi takt. „Það er svona plottið. Textinn í Freedom er til dæmis þungur, um erfitt málefni og getur verið erfiður fyrir suma. Á sama tíma er lagið líka smá smellur. Það er það sem er svo fallegt við tónlist, það er hægt að búa til sorgleg lög sem eru á sama tíma stemningslög í partýum. Það er svo skemmtilegur kontrast í því. Mér finnst mjög skemmtilegt að halda áfram að rannsaka þessi tengsl milli sorgar og gleði með tónlistinni,“ segir Þórunn Salka að lokum. Tónlist Druslugangan Geðheilbrigði Menning Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið Freedom: Klippa: Freedom - Þórunn Salka Öryggi og útrás í tónlistinni „Þetta er lag sem ég samdi fyrir þremur árum síðan eftir þetta áfall sem ég lenti í. Þetta eru í rauninni þær tilfinningar sem ég var að ganga í gegnum eftir það áfall. Ég var alltaf staðráðin í að leyfa því ekki að taka yfir og sigra mig þannig að ég skrifaði enda lagsins strax þó að ég hafi ekki trúað honum sjálf,“ segir Þórunn Salka og bætir við: „Lagið er brekka sem endar á sigri og kannski er mjög klisjulegt að segja þetta en það sem hjálpaði mér hvað mest í gegnum þetta ferli var að skrifa og syngja um tilfinningarnar mínar. Af því að það er stundum erfitt að tala um hvernig manni líður þegar maður fer í gegnum svona áfall en þarna náði ég að útskýra hvernig mér leið og hvað ég var að ganga í gegnum. Ég fann mjög mikið öryggi og útrás í þessu.“ Tónlistin veitir Þórunni Sölku öryggi og útrás.Ruth Tómasdóttir Vildi skila skömminni Hún segir að upphaflega hafi hún ekki ætlað sér að gefa út lag. „Það var ekkert endilega planið að gera eitthvað við þetta en svo varð þetta eitthvað sem mér þótti bara svo vænt um. Ég setti þetta fyrst inn á Instagram ári eftir að þetta gerðist, í rauninni bara til að skila skömminni, af því að það er eitthvað sem sat svo lengi í mér. Skömmin var eitthvað sem var mjög erfitt að vinna úr þannig að það var í rauninni bara markmiðið að ná því.“ Viðbrögðin leyndu sér ekki og höfðu ótal margir samband við Þórunni Sölku eftir að hún birti myndbandið á Instagram. „Ég varð orðlaus yfir öllum skilaboðunum frá fólki sem hafði lent í einhverju svipuðu og tengdi og þakkaði mér fyrir að hafa deilt þessu. Ég var ekkert að búast við því.“ Þórunn var orðlaus yfir jákvæðum viðbrögðum þegar hún setti brot úr laginu inn á Instagram fyrst. Arnar Halldórsson/Vísir Mikilvægt að gera svona persónulegu lagi góð skil Þórunn Salka segir að tíminn hafi svo liðið en hugmyndin að laginu farið aftur á kreik þegar hún kynntist Kaktusi Einarssyni tónlistarmanni. „Við einhvern veginn smullum saman varðandi það hvernig við vinnum. Hann er algjörlega búinn að lesa hugsanir mínar og gott betur en það í gegnum þetta ferli,“ segir Þórunn Salka og bætir við að hún hafi mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig hún sjái tónlistina sína fyrir sér. „Ég er ekki búin að læra á neitt hljóðfæri eða neina tónfræði, ég eiginlega bara sest niður, spila tilfinningarnar mínar og sé hvort það virkar.“ Hún mætti því í stúdíóið til Kaktusar með hljóma, laglínur og texta sem þau tóku svo áfram og segir hún samstarfið hafa gengið ótrúlega vel. „Hann er líka búinn að vera mjög þolinmóður, því ég get sagt hluti eins og: „Nei ég vil ekki þetta geimskipahljóð“ og hann þarf að reyna að átta sig á því hvað ég á við,“ segir Þórunn Salka hlæjandi. „Ég er með alls konar skoðanir en get ekki kannski útskýrt það á mjög skiljanlegan hátt. Kannski er það líka af því að þetta er svo ofboðslega persónulegt, þá er mjög mikilvægt fyrir mér að gera þetta rétt. Ég hef fengið tækifæri til að gera þetta með öðrum pródúserum og hef einhvern veginn alltaf bremsað það því mér hefur ekki fundist vera réttur tími fyrir þetta eða ekki liðið eins og útkoman verði rétt. En þetta var aldrei spurning þegar við Kaktus hittumst, þetta bara small saman. Í rauninni varð fyrsta demóið tilbúið eftir eitt session hjá okkur. Það er magnað hvað við náðum vel saman og ég er ótrúlega þakklát fyrir okkar samstarf.“ Þórunn Salka segist ótrúlega þakklát fyrir tónlistarsamstarfið við Kaktus Einarsson.Ruth Tómasdóttir Hleypir hlustendum inn í dagbókina sína Þórunn Salka segir ansi magnað að hugsa til þess að lagið sé núna komið út eftir allt þetta ferli. Þá sé þetta að sjálfsögðu berskjaldandi upplifun. „Þetta er smá eins og að gefa fólki innsýn í dagbókina mína. Svona leið mér á þessu tímabili og svo náttúrulega tók við alls konar sjálfsvinna sem tók langan tíma og var erfið.“ Hún segir þó mikilvægt að hugsa til þess á hvaða stað hún er í dag, sérstaklega að geta talað um þetta við blaðamann sem hún hélt á tímabili að hún myndi ekki geta gert. „Ég er búin að vinna úr þessu og ég er núna smá bara til í að segja öðrum frá þessu. Vonandi er einhver sem getur þá upplifað að vera ekki einn í þessu. Af því að mér leið svo lengi eins og ég væri ein í þessu og ég gæti ekki talað um þetta við neinn því enginn myndi skilja. Maður býr auðvitað yfir samkennd og veit að þegar maður heyrir einhverja svona reynslusögu frá öðrum þá upplifi maður að þetta sé hræðilegt. En það er ótrúlegt að maður veit í alvörunni ekki hvernig þetta er nema maður lendi í þessu.“ Bjargar frelsinu sínu Það eigi sérstaklega við um skömmina sem kom upp hjá henni í kjölfar áfallsins. „Ég upplifði bara svona vá þetta er það sem er verið að tala um þegar það kemur að skömm. Þetta er svo ótrúlega sterk tilfinning sem er erfið. Það er því svo gott að vita af því að maður sé með samfélag á bak við sig og ég er líka aðeins að sparka í rassinn á sjálfri mér að vera partur af þessu samfélagi líka, því þetta er svo ótrúlega mikilvægt og sterkt samfélag.“ Sjálfsvinnan hefur skilað Þórunni Sölku ómetanlegum árangri og þykir henni vænt um að geta nú staðið upprétt og sagt sína sögu . „Mig langar bara að minna þolendur á að þetta er aldrei ykkur að kenna. Það er í raun það sem lagið snýst um. Það byrjar á því að ég segi að mér líði eins og ég hafi misst frelsið mitt og svo í rauninni endar brekkan á sigrinum þar sem ég bjarga frelsinu mínu. Í rauninni er boðskapurinn með laginu að það skiptir engu máli hverju þú klæðist, hvernig þú hagar þér eða hvað þú ert að gera. Þetta er aldrei þér að kenna og þú ert aldrei ein/einn/eitt í þessu. Aldrei leyfa neinum að taka frelsið þitt. Vonandi er það boðskapur sem einhver getur tengt við og þótt vænt um að heyra.“ Hér er hægt að hlusta á lagið á streymisveitunni Spotify: Byrjaði strax að vinna úr áfallinu í gegnum tónlist Tónlistin hefur alltaf reynst Þórunni Sölku öflugt tól til þess að vinna úr tilfinningum. „Ég er einmitt með hljóðupptöku úr símanum mínum daginn eftir að þetta gerðist. Þá er ég bara að syngja laglínuna og syngja einhvern texta um það hvernig mér leið.“ Eins og áður segir var markmiðið ekki að búa til lag en á þessum tíma var Þórunn Salka að eigin sögn ekki byrjuð að koma fram eða semja af alvöru. „Þetta var bara einhver algjör útrás sem kom bara hjá mér. Svo samdi ég endapart lagsins svona viljandi til að plata sjálfa mig til að trúa honum. Ég vildi svo innilega ekki að þetta myndi taka yfir hjá mér.“ Hún segir ótrúlega mikla sjálfsvinnu einkenna síðastliðin ár ásamt því að hafa fengið mikla hjálp bæði frá fagaðilum og sínu nánasta fólki, sem hún segir ómetanlegt. „Ég var í skiptinámi í Los Angeles þegar þetta atvik gerist. Svo kemur Covid beint í kjölfarið og ég hafði verið búsett í Köben á þessum tíma í nokkur ár og var að leigja út íbúðina mína á meðan að skiptináminu stóð. Þannig að ég komst ekki heim til mín í Köben og þurfti því að fara til Íslands til mömmu og pabba, sem var í raun lán í óláni því að mér leið svo illa. Ég fór því beint í ferli hér heima, komst að á göngudeild Klepps og ég er ótrúlega þakklát fyrir allt sem ég fékk hjá þeim, það bara bjargaði mér.“ Þórunn flutti heim til foreldra sinna eftir áfallið og fór strax í að vinna úr því. Hún segir að bataferlið hafi verið brekka sem endar með sigri.Arnar Halldórsson/Vísir Áfallastreituröskun og veggir Á göngudeildinni greinist Þórunn Salka með áfallastreituröskun sem hún segir að hafi tekið á eftir áfallið. „Allt í einu var ég hrædd við hluti sem ég var ekki hrædd við áður. Það var alls konar sem tengist þessu sem kom fram eftir á. En ég er svo ótrúlega þakklát fyrir þá vinnu og aðstoð sem ég fékk þar.“ Hálfu ári eftir áfallið flutti Þórunn Salka svo aftur til Kaupmannahafnar og segir hún það hafa verið erfiðara en hún hafði búist við. „Ég hélt að ég væri tilbúin en það voru enn einhverjir veggir sem komu upp bara við það að fara á nýjan stað. Þetta var langt ferli og alls konar brekkur á leiðinni líka sem maður kannski bjóst ekki við. Það er bara partur af þessu en maður þarf einhvern veginn að halda áfram og það er líka allt í lagi að eiga daga sem eru ekki góðir og leyfa sér að vera í þeim tilfinningum.“ Hún segist alltaf hafa lagt upp úr því að vera opin við sitt nánasta fólk en það var þó erfiðara að ræða þetta við aðra. „Ég var allavega ekki nógu örugg með það að geta hringt mig inn veika í vinnu þegar að ég var að ganga í gegnum þetta. Það er líka eitthvað sem maður gerir sér ekki grein fyrir. Fólk er að ganga í gegnum alls konar hluti sem maður veit ekki af og sér kannski ekki.“ „Ekki leyfa gerendunum að sigra“ Aðspurð hvort hún sé dugleg að staldra við og vera stolt af sér segir Þórunn Salka: „Ég er náttúrulega mjög erfið við sjálfa mig, er smá fullkomunarsinni, er oft að hugsa hvernig ég geti gert hlutina betur og upplifi til dæmis loddaralíðan (e. imposter syndrome) í tengslum við tónlistina. En jú, núna þegar ég hugsa um það þá er ég mjög stolt af sjálfri mér. Ég er líka að finna það núna við útgáfu á laginu. Ég er bara í alvöru að gera þetta og þetta er í alvörunni bara flott lag,“ segir hún brosandi og bætir við: „Og þetta verður allt í lagi.“ Hún segist stundum þurfa að hvetja sjálfa sig áfram og segja við sig að hún sé alveg með þetta. „Ég er líka stolt að ég hafi tekið völdin af þessu, það er líka það sem lagið snýst um. Ekki leyfa gerendunum að sigra. Að ná að standa bein í baki og halda áfram með lífið. Þó að það sé auðvitað ekki alltaf hægt og geti verið hræðilega erfitt þá var markmiðið að enda þannig. Ég á mitt líf, gerandinn er ekki að fara að skemma það. En þetta er búið að vera ansi erfitt.“ Leyfir erfiðu dögunum bara að koma Þórunn Salka lýsir sér sem mjög ákveðinni manneskju og segist hafa verið staðráðin í því að hún ætlaði ekki að leyfa þessu að sigra sig. „Það var klárlega líflínan í þessu. Að vita bara að þrátt fyrir að ég hafi ekki getað ímyndað mér að mér myndi einn daginn geta liðið betur þá ætlaði ég samt að hafa trú á því. En ég veit að það er ekki sjálfsagt, það mun taka tíma og vinnu og það munu koma erfiðir dagar á leiðinni og það er þá bara allt í lagi. Ég ætla bara að leyfa þeim að koma. Ljósið í þessu var að trúa því að þetta yrði betra. Ég er mjög þakklát að ég gerði það því það getur algjörlega endað á annan veg, mjög margir þurfa að upplifa það sem er mjög sorglegt og hræðilegt.“ Ruth Besta vinkona Þórunnar tók myndir af henni fyrir plötuumslag Freedom. Þar tekur Þórunn Salka valdið sitt til baka, rokkar bláan eyeliner og segir: Sjáðu mig núna!Ruth Tómasdóttir Frumflutningur á Druslugöngunni Þórunn Salka mun frumflytja lagið sitt á Druslugöngunni á morgun á sviði á Austurvelli og segir hún tilfinninguna sem því fylgir ólýsanlega. „Það þýðir svo ótrúlega mikið fyrir mér. Ég eiginlega næ ekki að setja það í orð. Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir þetta tækifæri, að fá að frumflytja lagið á þessu mikilvæga sviði í þessari mikilvægu göngu. Ég einhvern veginn hef ekki áhyggjur af þessu því ég hef svo ótrúlega mikla trú á samstöðunni sem verður þarna. Þetta verður allt fólk sem að er þarna í þessum tilgangi, fyrir samstöðuna og kraftinn í henni, og ég ætla að einbeita mér að því að hugsa það. Því þetta er alveg smá stressandi, að standa á sviði yfir höfuð og flytja lagið, en ég er bara ótrúlega þakklát fyrir þetta tækifæri. Mér finnst þetta eiginlega bara ótrúlegt og ég er svo spennt.“ Tilbúin að öskra hátt Hún segist hafa fylgst með Druslugöngunni í gegnum tíðina og keypt reglulega af þeim varning. „Ég hef þó verið smá feimin við að vera áberandi í göngunni þar sem maður er svo gjarn á að hugsa kannski: „Æ hvað er þessi frændi að fara að hugsa?“ eða bara eitthvað í þeim dúr. Sem er ótrúlega leiðinlegt en það er bara hvernig ég er, ég er algjör ofhugsari. Í staðinn fyrir að hugsa bara þetta er nákvæmlega það sem hjartað í mér er að segja mér að gera og öskra hátt þá er maður stundum að segja við sig: „Nú ert þú búin að setja þetta á Instagram, þú átt ekkert að vera að tala mikið um þetta“, eins og maður þurfi alltaf að vera á bremsunni.“ Hún segist þó hafa náð að hrista upp í þessari hræðslu hjá sér. „Þetta er svo ótrúlega mikilvæg ganga og mikilvægt málefni af því við þurfum stanslaust að minna á þetta og þetta gleymist í samfélaginu. Ég dáist svo innilega að þessu verkefni og þeim sem skipuleggja þetta og ég er bara svo ótrúlega stolt af því að fá að vera einhver partur af þessu. Ég er búin að vera feimin við að gera það sem mig langar að gera en svo núna þá er ég bara tilbúin. Ég get ekki beðið.“ Þórunn Salka og Ruth áttu valdeflandi stund í myndatökunni. Ruth Tómasdóttir „Sjáðu mig núna“ Þórunn Salka segir tónlistina einnig gefa henni tækifæri til að ögra sjálfri sér hvað varðar ákveðna triggera á borð við fatnað. „Það eru alls konar hlutir sem minna mann á atvikið og áfallið sem ég forðaðist. Til dæmis fötin sem ég var í. Ég henti þeim því mér leið bara eins og þetta væri eitur. Ég var líka í kúrekastígvélum sem mamma mín átti og gaf mér. Í mómentinu henti ég þeim bara því mér leið hræðilega og ég gat í langan tíma ekki verið í kúrekastígvélum eftir þetta. Það er svo margt sem fólk veit ekki endilega af, eins og að ég var með bláan eyeliner og því gat blár eyeliner vakið upp erfiðar tilfinningar. Þetta verður svolítið konseptið í laginu, ég ætla að vera í kúrekastígvélum og með bláan eyeliner. Ég er að vinna að tónlistarmyndbandi þar sem ég verð líka þannig. Þetta er líka bara hugmyndin um að það sé ekki verið að fara að taka af mér eitthvað sem mér fannst ótrúlega skemmtilegt og fallegt. Þannig að ég er að ögra sjálfri mér og segja sjáðu mig núna.“ Sorgleg lög sem hægt er að dansa og djamma við Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Þórunni Sölku sem er rétt að byrja í heimi tónlistarinnar. „Við Kaktus erum komin með efni í góða EP plötu. Með haustinu munum við gefa út smáskífur reglulega og við erum að vinna í lokadagsetningu á plötunni. Ég er með lager af lögum sem ég er búin að vera að semja frá árinu 2017 en þá keypti ég mér mitt fyrsta hljómborð. Þetta er í rauninni allt svolítið áframhaldandi innsýn í dagbókina mína og alls konar tilfinningar. Til dæmis um áfallastreituröskunina og svo einnig um almenn viðfangsefni eins og ást og ástarsorg.“ Hún segir þó lögin búa yfir áhugaverðri andstæðu þar sem þau geta einnig kallað fram góðar tilfinningar við grípandi takt. „Það er svona plottið. Textinn í Freedom er til dæmis þungur, um erfitt málefni og getur verið erfiður fyrir suma. Á sama tíma er lagið líka smá smellur. Það er það sem er svo fallegt við tónlist, það er hægt að búa til sorgleg lög sem eru á sama tíma stemningslög í partýum. Það er svo skemmtilegur kontrast í því. Mér finnst mjög skemmtilegt að halda áfram að rannsaka þessi tengsl milli sorgar og gleði með tónlistinni,“ segir Þórunn Salka að lokum.
Tónlist Druslugangan Geðheilbrigði Menning Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira