Creed snúa loksins aftur Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júlí 2023 00:00 Scott Stapp forsprakki Creed mundar hljóðnemann. Getty Hin rómaða rokkhljómsveit Creed hefur tilkynnt nýja tónleikaröð, hina fyrstu í áratug. En sveitin hefur legið í dvala, fjölmörgum aðdáendum sínum til ama, frá árinu 2012. Creed velur þó enga hefðbundna leið við endurkomuna heldur mun sveitin spila á skemmtiferðaskipi á Karíbahafinu. Tónleikaferðin ber heitið „Summer of 99“ og fer öll fram um borð í skipinu Norwegian Pearl. Siglt er frá Miami borg í Flórída til Nassau, höfuðborgar Bahama eyja, dagana 18. til 24. apríl á næsta ári. Miðasalan hefst 25. júlí og þeir heppnu fyrstu 500 sem panta miða fá myndatöku með meðlimum Creed í káetu þeirra. Lygileg velgengni Hljómsveitin, sem stofnuð var í Tallahassee í Flórída árið 1994, samanstendur af látúnsbarkanum Scott Stapp, gítaristanum Mark Tremonti, bassaleikaranum Brian Marshall og trymblinum Scott Phillips. Gerði hún garðinn frægan með smellum á borð við „With Arms Wide Open“ og „Higher.“ Plöturnar hafa selst í bílförmum og verðlaunaskápurinn er bólginn. Creed hættu árið 2004, eftir gríðarlega velgengni, vegna samskiptaerfiðleika á milli Stapp og hinna meðlimanna. Stapp var þá djúpt sokkinn í neyslu brennivíns og annarra nautnalyfja. Með hjálp Jesú náði Stapp að sigrast á fíkninni og hljómsveitin kom saman aftur árið 2009. Það var hins vegar skammgóður vermir því að árið 2012 hætti hún starfsemi. Stapp hefur hins vegar ávallt sagt að hljómsveitin sé ekki hætt heldur í dvala. Framtíðin óviss Creed verða langt því frá einir á siglingunni. En á meðal upphitunarbanda má nefna 3 Doors Down, Buckcherry og The Verve Pipe. Þá bjóða Creed aðdáendum sínum upp á viðburð sem kallast spurningar og svör (Q&A). Sveitin kemur fram á skemmtiferðaskipi á næsta ári. Fyrstu tónleikarnir í meira en tíu ár. Allir sem kaupa miða fá auk þess áritaðan grip frá meðlimum Creed og geta notið hins góða lífs um borð í Norwegian Pearl. Þrátt fyrir þessar spennandi fréttir hefur ekkert verið gefið upp um önnur framtíðaráform Creed. Hvort að önnur plata sé í vændum eða stærra tónleikaferðalag. Aðdáendur verða að bíða og sjá. Tónlist Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Creed velur þó enga hefðbundna leið við endurkomuna heldur mun sveitin spila á skemmtiferðaskipi á Karíbahafinu. Tónleikaferðin ber heitið „Summer of 99“ og fer öll fram um borð í skipinu Norwegian Pearl. Siglt er frá Miami borg í Flórída til Nassau, höfuðborgar Bahama eyja, dagana 18. til 24. apríl á næsta ári. Miðasalan hefst 25. júlí og þeir heppnu fyrstu 500 sem panta miða fá myndatöku með meðlimum Creed í káetu þeirra. Lygileg velgengni Hljómsveitin, sem stofnuð var í Tallahassee í Flórída árið 1994, samanstendur af látúnsbarkanum Scott Stapp, gítaristanum Mark Tremonti, bassaleikaranum Brian Marshall og trymblinum Scott Phillips. Gerði hún garðinn frægan með smellum á borð við „With Arms Wide Open“ og „Higher.“ Plöturnar hafa selst í bílförmum og verðlaunaskápurinn er bólginn. Creed hættu árið 2004, eftir gríðarlega velgengni, vegna samskiptaerfiðleika á milli Stapp og hinna meðlimanna. Stapp var þá djúpt sokkinn í neyslu brennivíns og annarra nautnalyfja. Með hjálp Jesú náði Stapp að sigrast á fíkninni og hljómsveitin kom saman aftur árið 2009. Það var hins vegar skammgóður vermir því að árið 2012 hætti hún starfsemi. Stapp hefur hins vegar ávallt sagt að hljómsveitin sé ekki hætt heldur í dvala. Framtíðin óviss Creed verða langt því frá einir á siglingunni. En á meðal upphitunarbanda má nefna 3 Doors Down, Buckcherry og The Verve Pipe. Þá bjóða Creed aðdáendum sínum upp á viðburð sem kallast spurningar og svör (Q&A). Sveitin kemur fram á skemmtiferðaskipi á næsta ári. Fyrstu tónleikarnir í meira en tíu ár. Allir sem kaupa miða fá auk þess áritaðan grip frá meðlimum Creed og geta notið hins góða lífs um borð í Norwegian Pearl. Þrátt fyrir þessar spennandi fréttir hefur ekkert verið gefið upp um önnur framtíðaráform Creed. Hvort að önnur plata sé í vændum eða stærra tónleikaferðalag. Aðdáendur verða að bíða og sjá.
Tónlist Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið