Ekki viss um að Messi verði í byrjunarliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2023 13:01 Lionel Messi veifar til áhorfanda þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður Inter Miami -. AP/Rebecca Blackwell Lionel Messi spilar sinn fyrsta leik með Inter Miami annað kvöld en það er þó ekki öruggt að argentínski snillingurinn byrji leikinn. Tata Martino, þjálfari Inter Miami, sagði að Messi yrði líklega ekki í byrjunarliðinu en að hann myndi frá mínútur í leiknum sem er deildabikarleikur á móti Cruz Azul. Martino var að ræða bæði Messi og Sergio Busquets sem mun líka spila sinn fyrsta leik með liðinu. Lionel Messi and Sergio Busquets are all smiles in their first Inter Miami training session pic.twitter.com/xvXW1syB6O— ESPN FC (@ESPNFC) July 18, 2023 „Miðað við það sem ég hef séð hingað til þá eru þeir klárir í leikinn og fyrsti leikurinn þeirra verður líklega á föstudaginn,“ sagði Tata Martino við ESPN Fútbol 12 í Argentínu. ESPN segir frá. „Það á eftir að koma í ljós hvort hann byrji leikinn eða komi inn á í hálfleik. Við erum ekki búnir að taka þá ákvörðun ennþá. Eins og ég sé það þá munu Leo og Busi geta spilað í þessum leik,“ sagði Martino. Messi og Busquets mættu á sína fyrstu æfingu á þriðjudaginn. Messi skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning sem færir honum á bilinu 50 til 60 milljónir Bandaríkjadala á ári eða á bilinu 6,6 til 7,9 milljarða íslenskra króna. Verðið á miðum á leikinn hefur rokið upp eftir að fréttist að þetta yrði fyrsti leikur Messi og það er því mikil pressa á að hann byrji þennan leik. Það er líka ljóst að Inter Miami liðið þarf á hjálp að halda. Liðið hefur ekki unnið leik í MLS-deildinni í tvo mánuði en síðasti sigurinn var á móti New England Revolution 13. maí. Það þyrfti einhvern ótrúlegan endasprett til að koma liðinu í úrslitakeppnina. Leikurinn annað kvöld er hluti af deildabikar á milli liða úr bandarísku deildinni og deildinni í Mexíkó. Mótherjarnir í Cruz Azul hafa ekki byrjað vel og þetta er því kjörið tækifæri fyrir Inter Miami að koma sér í gang. Gerardo Tata Martino en @TyCSports: Leo Messi y Sergio Busquets van a jugar el viernes. No sé si de arranque. Lo primero que quiero es que sumen entrenamientos.Jordi Alba fue papá hoy y por eso va a llegar en los próximos días . pic.twitter.com/BDcAhHs7QX— Gastón Edul (@gastonedul) July 19, 2023 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Fleiri fréttir Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Sjá meira
Tata Martino, þjálfari Inter Miami, sagði að Messi yrði líklega ekki í byrjunarliðinu en að hann myndi frá mínútur í leiknum sem er deildabikarleikur á móti Cruz Azul. Martino var að ræða bæði Messi og Sergio Busquets sem mun líka spila sinn fyrsta leik með liðinu. Lionel Messi and Sergio Busquets are all smiles in their first Inter Miami training session pic.twitter.com/xvXW1syB6O— ESPN FC (@ESPNFC) July 18, 2023 „Miðað við það sem ég hef séð hingað til þá eru þeir klárir í leikinn og fyrsti leikurinn þeirra verður líklega á föstudaginn,“ sagði Tata Martino við ESPN Fútbol 12 í Argentínu. ESPN segir frá. „Það á eftir að koma í ljós hvort hann byrji leikinn eða komi inn á í hálfleik. Við erum ekki búnir að taka þá ákvörðun ennþá. Eins og ég sé það þá munu Leo og Busi geta spilað í þessum leik,“ sagði Martino. Messi og Busquets mættu á sína fyrstu æfingu á þriðjudaginn. Messi skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning sem færir honum á bilinu 50 til 60 milljónir Bandaríkjadala á ári eða á bilinu 6,6 til 7,9 milljarða íslenskra króna. Verðið á miðum á leikinn hefur rokið upp eftir að fréttist að þetta yrði fyrsti leikur Messi og það er því mikil pressa á að hann byrji þennan leik. Það er líka ljóst að Inter Miami liðið þarf á hjálp að halda. Liðið hefur ekki unnið leik í MLS-deildinni í tvo mánuði en síðasti sigurinn var á móti New England Revolution 13. maí. Það þyrfti einhvern ótrúlegan endasprett til að koma liðinu í úrslitakeppnina. Leikurinn annað kvöld er hluti af deildabikar á milli liða úr bandarísku deildinni og deildinni í Mexíkó. Mótherjarnir í Cruz Azul hafa ekki byrjað vel og þetta er því kjörið tækifæri fyrir Inter Miami að koma sér í gang. Gerardo Tata Martino en @TyCSports: Leo Messi y Sergio Busquets van a jugar el viernes. No sé si de arranque. Lo primero que quiero es que sumen entrenamientos.Jordi Alba fue papá hoy y por eso va a llegar en los próximos días . pic.twitter.com/BDcAhHs7QX— Gastón Edul (@gastonedul) July 19, 2023
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Fleiri fréttir Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Sjá meira