Fulltrúar D-lista, sem eru í minnihluta í bæjarráði, sátu hjá við atkvæðagreiðsluna þar sem þeir hefðu ekki haft aðkomu að ráðningarferlinu.
Kristján Þór hætti störfum sem sveitarstjóri í fyrravor eftir átta ár í brúnni. Hann leiddi meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Samfylkingar seinustu tvö kjörtímabilin.
Kristján Þór er fluttur á höfuðborgarsvæðið ásamt konu sinni Gunnu Dís Emilsdóttur sjónvarpskonu og börnum.