Gat tryggt sigurinn og sér sögulegt afrek en klúðraði víti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 06:55 Christine Sinclair er nýorðin fertug og hefur spilað yfir 300 landsleiki fyrir Kanada. Hún hefði getað skorað á sjötta HM hefði hún nýtti vítaspyrnuna. Getty/Alex Pantling Tveimur leikjum er lokið á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta sem fer fram hinum megin á hnettinum eða í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Sviss vann sinn fyrsta leik örugglega en Ólympíumeisturum Kanada mistókst að byrja mótið á sigri. Christine Sinclair mun eiga erfitt með að sofna eftir að Kanada gerði markalaust jafntefli við Nígeríu í fyrsta leiknum á degi tvö á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta. Sinclair lét Chiamaka Nnadozie, markvörð Nígeríu, verja frá sér vítaspyrnu í byrjun síðari hálfleiks en vítið fékk Sinclair sjálf eftir að dómarinn fékk kall í eyrað frá myndbandsdómurum leiksins. Sinclair gat þarna orðið fyrsti knattspyrnumaðurinn til að skora á sex heimsmeistaramótum en vítið var kraftlaust og dapurt. Sinclair hafði einnig klúðrað dauðafæri í fyrri hálfleik en var ekki ætlað að skora í þessum leik. Chiamaka Nnadozie sést hér verja vítaspyrnuna frá Christine Sinclair.AP/Hamish Blair Skömmu áður en vítið var dæmt þá hafði hin kanadíska-íslenska Cloe Lacasse komið inn á sem varamaður. Lacasse náði ekki að komast á blað í sínum fyrsta leik á HM. Evelyne Viens, framherji Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad, fékk einnig gott færi eftir að hafa komið líka inn á sem varamaður hjá kanadíska liðinu í seinni hálfleiknum. Nígería endaði leikinn einum færri eftir ljóta tæklingu frá Deborah Abiodun sem fékk fyrst gult spjald en varð að rauðu spjaldi eftir aðstoð Varsjárinnar. Hinn 22 ára markvörður Nigeríu stóð sig frábærlega í leiknum en hún hélt líka hreinu í sínum fyrsta leik á HM fyrir fjórum árum. Nnadozie varð þá yngsti markvörðurinn til að halda hreinu og hún varði einnig þrjár vítaspyrnur í úrslitaleik Afríkleikanna 2019 þar sem Nígería varð meistari eftir vítakeppni. Fyrsta markið á mótinu í fyrri hálfleik Sviss vann 2-0 sigur á Filippseyjum í öðrum leik dagsins en þær svissnesku höfðu mikla yfirburði. Ramona Bachmann skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleik en vítið var dæmt með hjálp myndbandadómara en seinna markið skoraði Seraina Piubel af stuttu færi eftir stórsókn á 64. mínútu. Markið frá Ramonu var fyrsta markið sem er skorað í fyrri hálfleik á HM í ár en þetta var fjórði leikur heimsmeistaramótsins. Tahnai Annis og Dominique Randle, leikmenn Þór/KA, fengu ekki að koma inn á völlinn í þessum leik en þær voru báðar ónotaðir varamenn. Ramona Bachmann fagnar marki sínu með Coumba Sow og fleiri liðsfélögum.AP/Matthew Gelhard HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Uppgjör: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjör: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Sjá meira
Christine Sinclair mun eiga erfitt með að sofna eftir að Kanada gerði markalaust jafntefli við Nígeríu í fyrsta leiknum á degi tvö á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta. Sinclair lét Chiamaka Nnadozie, markvörð Nígeríu, verja frá sér vítaspyrnu í byrjun síðari hálfleiks en vítið fékk Sinclair sjálf eftir að dómarinn fékk kall í eyrað frá myndbandsdómurum leiksins. Sinclair gat þarna orðið fyrsti knattspyrnumaðurinn til að skora á sex heimsmeistaramótum en vítið var kraftlaust og dapurt. Sinclair hafði einnig klúðrað dauðafæri í fyrri hálfleik en var ekki ætlað að skora í þessum leik. Chiamaka Nnadozie sést hér verja vítaspyrnuna frá Christine Sinclair.AP/Hamish Blair Skömmu áður en vítið var dæmt þá hafði hin kanadíska-íslenska Cloe Lacasse komið inn á sem varamaður. Lacasse náði ekki að komast á blað í sínum fyrsta leik á HM. Evelyne Viens, framherji Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad, fékk einnig gott færi eftir að hafa komið líka inn á sem varamaður hjá kanadíska liðinu í seinni hálfleiknum. Nígería endaði leikinn einum færri eftir ljóta tæklingu frá Deborah Abiodun sem fékk fyrst gult spjald en varð að rauðu spjaldi eftir aðstoð Varsjárinnar. Hinn 22 ára markvörður Nigeríu stóð sig frábærlega í leiknum en hún hélt líka hreinu í sínum fyrsta leik á HM fyrir fjórum árum. Nnadozie varð þá yngsti markvörðurinn til að halda hreinu og hún varði einnig þrjár vítaspyrnur í úrslitaleik Afríkleikanna 2019 þar sem Nígería varð meistari eftir vítakeppni. Fyrsta markið á mótinu í fyrri hálfleik Sviss vann 2-0 sigur á Filippseyjum í öðrum leik dagsins en þær svissnesku höfðu mikla yfirburði. Ramona Bachmann skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleik en vítið var dæmt með hjálp myndbandadómara en seinna markið skoraði Seraina Piubel af stuttu færi eftir stórsókn á 64. mínútu. Markið frá Ramonu var fyrsta markið sem er skorað í fyrri hálfleik á HM í ár en þetta var fjórði leikur heimsmeistaramótsins. Tahnai Annis og Dominique Randle, leikmenn Þór/KA, fengu ekki að koma inn á völlinn í þessum leik en þær voru báðar ónotaðir varamenn. Ramona Bachmann fagnar marki sínu með Coumba Sow og fleiri liðsfélögum.AP/Matthew Gelhard
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Uppgjör: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjör: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjör: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjör: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn