Æsispennandi kosningabarátta á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. júlí 2023 14:02 Leiðtogar þriggja flokka sem bjóða fram á landsvísu mættust í lokaumræðum í spænska ríkissjónvarpinu sl. miðvikudagskvöld. Talið frá vinstri: Santiago Abascal (VOX), Yolanda Díaz (Sumar) og Pedro Sánchez (PSOE). Það vakti mikla undrun og sætti gagnrýni að formaður hægri flokksins Partido Popular, Alberto Feijóo, ákvað að taka ekki þátt í umræðunum og telja stjórnmálaskýrendur það hafa verið mikil mistök í ljósi þess hve hnífjöfn kosningabaráttan er. Cesar Luis de Luca/Getty Images Spánverjar ganga að kjörborðinu á morgun í steikjandi hita. Þingkosningarnar hafa sjaldan eða aldrei verið jafn spennandi og ógjörningur að spá fyrir um hvort vinstri samsteypustjórnin haldi velli eða hvort við völdum taki ríkisstjórn hægri flokkanna. Hnausþykkar stefnuskrár Það er ekkert áhlaupaverk að kynna sér stefnumál flokkanna fjögurra sem bjóða fram á landsvísu í spænsku þingkosningunum. Stefnuskrár flokkanna eru samtals 758 blaðsíður, allt frá 108 blaðsíðum Lýðflokksins, hins borgaralega hægri flokks upp í 272 blaðsíður sósíalista. Helstu átakamálin eru eins og títt er um kosningar húsnæðismál, sem eru gríðarlegt vandamál hér á Spáni, atvinnumál, efnahagsmál, mennta- og heilbrigðismál. Í grófum dráttum þá sér maður flokkana yst til hægri og vinstri, VOX og Sumar, lofa hærri launum og lægri sköttum, enda hafa þeir gjarnan verið skilgreindir sem popúlistar sem leggja meira upp úr því að laða kjósendur að með gylliboðum. Stóru flokkarnir bítast um efnahagsmál Stóru turnarnir, Sósíalistaflokkurinn sem hefur leitt fyrstu samsteypustjórn á lýðræðistímum síðustu fjögur árin og hægri flokkurinn Lýðflokkurinn hafa tekist hart á um efnahagsmál. Lýðflokkurinn bendir á að ríkisstjórn sósíalista hafi safnað gríðarlegum skuldum á síðustu árum, en að þrátt fyrir það hafi kjör almennings lítið sem ekkert batnað. Þetta staðfesta nýjustu tölur frá Seðlabanka Spánar. Pedro Sánchez forsætisráðherra bendir hins vegar réttilega á að atvinnuástandið hafi batnað verulega á síðustu mánuðum og að engu landi Evrópusambandsins hafi tekist að lækka verðbólgu eins hratt á einu ári, en fyrir ári var verðbólga hér í landi um 10 prósent, en er núna komin niður fyrir 2 prósent. Ákvað að taka ekki þátt í lokaumræðum í sjónvarpinu Feijóo, formaður Lýðflokksins, þótti standa sig betur en Sánchez í sjónvarpseinvígi þeirra fyrir tveimur vikum, en hins vakti það athygli, undrun og hreinlega reiði margra að flokkurinn skyldi hreinlega neita að taka þátt í lokaumræðum flokkanna í ríkissjónvarpinu á miðvikudagskvöldið. Staðan er hnífjöfn, skoðanakannanir eru bannaðar síðustu vikuna fyrir kosningar og því má líkja þessu við æsispennandi íþróttaleik, þar sem úrslitin ráðast á síðustu mínútu um hvort Spánverja bíður áframhaldandi vinstri stjórn næstu fjögur árin eða hvort við tekur 2ja flokka hægri stjórn þar sem öfgahægriflokkur kæmist til valda í fyrsta sinn síðan lýðræði var endurreist á Spáni fyrir rúmlega 40 árum. Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Hnausþykkar stefnuskrár Það er ekkert áhlaupaverk að kynna sér stefnumál flokkanna fjögurra sem bjóða fram á landsvísu í spænsku þingkosningunum. Stefnuskrár flokkanna eru samtals 758 blaðsíður, allt frá 108 blaðsíðum Lýðflokksins, hins borgaralega hægri flokks upp í 272 blaðsíður sósíalista. Helstu átakamálin eru eins og títt er um kosningar húsnæðismál, sem eru gríðarlegt vandamál hér á Spáni, atvinnumál, efnahagsmál, mennta- og heilbrigðismál. Í grófum dráttum þá sér maður flokkana yst til hægri og vinstri, VOX og Sumar, lofa hærri launum og lægri sköttum, enda hafa þeir gjarnan verið skilgreindir sem popúlistar sem leggja meira upp úr því að laða kjósendur að með gylliboðum. Stóru flokkarnir bítast um efnahagsmál Stóru turnarnir, Sósíalistaflokkurinn sem hefur leitt fyrstu samsteypustjórn á lýðræðistímum síðustu fjögur árin og hægri flokkurinn Lýðflokkurinn hafa tekist hart á um efnahagsmál. Lýðflokkurinn bendir á að ríkisstjórn sósíalista hafi safnað gríðarlegum skuldum á síðustu árum, en að þrátt fyrir það hafi kjör almennings lítið sem ekkert batnað. Þetta staðfesta nýjustu tölur frá Seðlabanka Spánar. Pedro Sánchez forsætisráðherra bendir hins vegar réttilega á að atvinnuástandið hafi batnað verulega á síðustu mánuðum og að engu landi Evrópusambandsins hafi tekist að lækka verðbólgu eins hratt á einu ári, en fyrir ári var verðbólga hér í landi um 10 prósent, en er núna komin niður fyrir 2 prósent. Ákvað að taka ekki þátt í lokaumræðum í sjónvarpinu Feijóo, formaður Lýðflokksins, þótti standa sig betur en Sánchez í sjónvarpseinvígi þeirra fyrir tveimur vikum, en hins vakti það athygli, undrun og hreinlega reiði margra að flokkurinn skyldi hreinlega neita að taka þátt í lokaumræðum flokkanna í ríkissjónvarpinu á miðvikudagskvöldið. Staðan er hnífjöfn, skoðanakannanir eru bannaðar síðustu vikuna fyrir kosningar og því má líkja þessu við æsispennandi íþróttaleik, þar sem úrslitin ráðast á síðustu mínútu um hvort Spánverja bíður áframhaldandi vinstri stjórn næstu fjögur árin eða hvort við tekur 2ja flokka hægri stjórn þar sem öfgahægriflokkur kæmist til valda í fyrsta sinn síðan lýðræði var endurreist á Spáni fyrir rúmlega 40 árum.
Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira