Sumarkosningar í fyrsta sinn: Spánverjar kjósa til þings í dag Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 23. júlí 2023 13:00 Pedro Sánchez, leiðtogi Sósíalistaflokksins og forsætisráðherra Spánar, greiðir atkvæði í þingkosningunum í morgun. Hann freistar þess að fá endurnýjað umboð kjósenda til þess að leiða samsteypustjórn vinstri flokkanna. Borja B. Hojas/Getty Images Spánverjar ganga að kjörborðinu í dag í þingkosningum sem fara fram í gríðarlegum hita, en þetta er í fyrsta sinn sem kosið er að sumri til á Spáni. Meiri hávaði en innihald Kosningabaráttan hefur verið stutt og snörp, og eins og spænskur blaðamaður lýsti henni í hlaðvarpi fyrir helgi; hún hefur verið meiri hávaði en innihald. Besta lýsingin er kannski að fyrir frambjóðendur og flokkana hefur hún verið eins og að fara í djöfullegan rússíbana. Pedró Sánchez, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi sósíalista, boðaði nefnilega til kosninga í lok maí, daginn eftir sveitarstjórnarkosningar, þar sem vinstri flokkarnir biðu afhroð. Þannig að ein kosningabarátta tók við af annarri. Alberto Nuñez Feijóo, leiðtogi Lýðflokksins, greiðir atkvæði í Madrid í morgun. Hann er talinn eiga nokkuð góða möguleika á að velta vinstri stjórninni úr sessi.Oscar J. Barroso/Getty Images Hægri blokkin var sigurviss í upphafi Hægri flokkarnir tveir, Lýðflokkurinn og VOX sigldu því úr vör, fullir sigurvissu og fyrstu skoðanakannanir sýndu að þeir voru mjög sigurstranglegir og allt stefndi í að hægri stjórn tæki við í landinu að loknum kosningum. Og til að bæta um enn betur, þá bókstaflega rassskellti Feijóo, leiðtogi Lýðflokksins sem leiðir hægri vænginn, Sánchez forsætisráðherra í eina sjónvarpseinvígi þeirra tveggja. Sánchez sá hreinlega aldrei til sólar í þeim umræðum. Taflið snýst við... eða hvað? En svo hefur taflið snúist verulega við á síðustu dögum. Það hófst með því að Feijóo fór með rakalausan þvætting um þróun eftirlauna og hækkun þeirra í gegnum tíðina í viðtali í ríkissjónvarpinu, fréttamaður ríkissjónvarpsins, rak hann samstundis á gat og þetta hefur fylgt honum alla vikuna. Til að bæta gráu ofan á svart þá neitaði hægri flokkurinn, Lýðflokkurinn, svo að taka þátt í lokaumræðum stjórnmálaleiðtoganna á miðvikudag, þar voru bara fulltrúar VOX og svo fulltrúar ríkisstjórnarinnar, Sumar, sem er kosningabandalag allra flokka vinstra megin við sósíalista og svo Sósíalistaflokkurinn. Þetta gaf leiðtogum vinstri flokkunum kjörið tækifæri til að skjóta linnulaust á fyrirhugað stjórnarsamstarf Lýðflokksins við VOX sem er lýst sem öfgahægriflokki og margir tala hreinlega um sem hreinræktaðan fasistaflokk. Og það án þess að Lýðflokkurinn sem er stærsti flokkurinn í augnablikinu gæti varið sig. Engar skoðanakannanir hafa verið leyfðar síðan á mánudag, þannig að staðan er óljós og gríðarlega spennandi, en það er óhætt að segja að vinstri menn á Spáni vöknuðu bjartsýnni í dag en þeir gerðu fyrir viku. Mikill hiti er víðast hvar á Spáni þessi dægrin og það hefur verið mönnum nokkuð áhyggjuefni að þingkosningar skuli fara fram á þessum tíma árs, í fyrsta sinn. Viftum og vatni hefur verið dreift í ómældu magni á alla kjörstaði á síðustu dögum.Carlos Lujan/Getty Images Mikill hiti getur haft áhrifa á kjörsókn Hins vegar hafa menn nokkrar áhyggjur af kjörsókn vegna mikils hita. Það er víða kosið í skólum og þeir eru ekki með góða loftkælingu þar sem skólastarf liggur jú niðri yfir sumartímann. Bara í Madrid var 2.700 viftum dreift í skólana í gær og tugþúsundum lítra af vatni. Tvær og hálf milljón kjósenda af 37 milljónum sem eru á kjörskrá greiddu atkvæði utan kjörfundar, sem er algert met, einfaldlega vegna þess að stór hluti þjóðarinnar er í sumarleyfi á þessum árstíma og menn óttast að kjörsókn verði dræmari en ella, einmitt vegna mikils hita og sumarleyfa. Kjörstaðir opnuðu kl. 9 í morgun, þeir verða opnir til 8 í kvöld og fyrstu tölur eru boðaðar klukkan 22.30, það er klukkan hálf 9 að íslenskum tíma. Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Meiri hávaði en innihald Kosningabaráttan hefur verið stutt og snörp, og eins og spænskur blaðamaður lýsti henni í hlaðvarpi fyrir helgi; hún hefur verið meiri hávaði en innihald. Besta lýsingin er kannski að fyrir frambjóðendur og flokkana hefur hún verið eins og að fara í djöfullegan rússíbana. Pedró Sánchez, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi sósíalista, boðaði nefnilega til kosninga í lok maí, daginn eftir sveitarstjórnarkosningar, þar sem vinstri flokkarnir biðu afhroð. Þannig að ein kosningabarátta tók við af annarri. Alberto Nuñez Feijóo, leiðtogi Lýðflokksins, greiðir atkvæði í Madrid í morgun. Hann er talinn eiga nokkuð góða möguleika á að velta vinstri stjórninni úr sessi.Oscar J. Barroso/Getty Images Hægri blokkin var sigurviss í upphafi Hægri flokkarnir tveir, Lýðflokkurinn og VOX sigldu því úr vör, fullir sigurvissu og fyrstu skoðanakannanir sýndu að þeir voru mjög sigurstranglegir og allt stefndi í að hægri stjórn tæki við í landinu að loknum kosningum. Og til að bæta um enn betur, þá bókstaflega rassskellti Feijóo, leiðtogi Lýðflokksins sem leiðir hægri vænginn, Sánchez forsætisráðherra í eina sjónvarpseinvígi þeirra tveggja. Sánchez sá hreinlega aldrei til sólar í þeim umræðum. Taflið snýst við... eða hvað? En svo hefur taflið snúist verulega við á síðustu dögum. Það hófst með því að Feijóo fór með rakalausan þvætting um þróun eftirlauna og hækkun þeirra í gegnum tíðina í viðtali í ríkissjónvarpinu, fréttamaður ríkissjónvarpsins, rak hann samstundis á gat og þetta hefur fylgt honum alla vikuna. Til að bæta gráu ofan á svart þá neitaði hægri flokkurinn, Lýðflokkurinn, svo að taka þátt í lokaumræðum stjórnmálaleiðtoganna á miðvikudag, þar voru bara fulltrúar VOX og svo fulltrúar ríkisstjórnarinnar, Sumar, sem er kosningabandalag allra flokka vinstra megin við sósíalista og svo Sósíalistaflokkurinn. Þetta gaf leiðtogum vinstri flokkunum kjörið tækifæri til að skjóta linnulaust á fyrirhugað stjórnarsamstarf Lýðflokksins við VOX sem er lýst sem öfgahægriflokki og margir tala hreinlega um sem hreinræktaðan fasistaflokk. Og það án þess að Lýðflokkurinn sem er stærsti flokkurinn í augnablikinu gæti varið sig. Engar skoðanakannanir hafa verið leyfðar síðan á mánudag, þannig að staðan er óljós og gríðarlega spennandi, en það er óhætt að segja að vinstri menn á Spáni vöknuðu bjartsýnni í dag en þeir gerðu fyrir viku. Mikill hiti er víðast hvar á Spáni þessi dægrin og það hefur verið mönnum nokkuð áhyggjuefni að þingkosningar skuli fara fram á þessum tíma árs, í fyrsta sinn. Viftum og vatni hefur verið dreift í ómældu magni á alla kjörstaði á síðustu dögum.Carlos Lujan/Getty Images Mikill hiti getur haft áhrifa á kjörsókn Hins vegar hafa menn nokkrar áhyggjur af kjörsókn vegna mikils hita. Það er víða kosið í skólum og þeir eru ekki með góða loftkælingu þar sem skólastarf liggur jú niðri yfir sumartímann. Bara í Madrid var 2.700 viftum dreift í skólana í gær og tugþúsundum lítra af vatni. Tvær og hálf milljón kjósenda af 37 milljónum sem eru á kjörskrá greiddu atkvæði utan kjörfundar, sem er algert met, einfaldlega vegna þess að stór hluti þjóðarinnar er í sumarleyfi á þessum árstíma og menn óttast að kjörsókn verði dræmari en ella, einmitt vegna mikils hita og sumarleyfa. Kjörstaðir opnuðu kl. 9 í morgun, þeir verða opnir til 8 í kvöld og fyrstu tölur eru boðaðar klukkan 22.30, það er klukkan hálf 9 að íslenskum tíma.
Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira