Fögnuður bandarísku stelpnanna var tileinkaður föllnum liðsfélaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2023 14:00 Sophia Smith skoraði tvö mörk í fyrsta leik bandaríska landsliðsins á HM. Getty/Robin Alam Sophia Smith skoraði fyrsta mark bandaríska landsliðsins á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta og fagnaði markinu með sérstökum hætti. Nú vitum við af hverju. Smith fagnaði markinu með því að renna aftur fyrir munninn sinn eða „zip your lips“ upp á enska tungu. Sjónvarpsvélarnar náðu reyndar fögnuðinum ekki nógu vel en Smith var þarna að tileinka markið sitt föllnum liðsfélaga. Naomi Girma makes her World Cup debut today for the @uswnt, but she's doing it without her best friend.On March 1, 2022, Katie Meyer died by suicide. This is for her. (via: @PlayersTribune) pic.twitter.com/780qdsN6N4— UNINTERRUPTED (@uninterrupted) July 21, 2023 Sú heitir Katie Meyer og lék með Sophiu Smith og Naomi Girma hjá Stanford háskólanum. Meyer féll fyrir eigin hendi á síðasta ári. Girma og Meyer voru mjög góðar vinkonur. Naomi Girma ræddi við fjölmiðlamenn í dag og sagði frá hvað þær voru að hugsa. ESPN sagði frá. „Við sögðum að ef einhver okkar skoraði, líklega hún [Smith], þá myndum við fagna svona. Þetta var önnur leið fyrir okkur til að heiðra minningu hennar,“ sagði Naomi Girma. On March 1, 2022, Katie Meyer died by suicide. For @naomi_girma, this is bigger than soccer.The @USWNT defender wrote about her best friend s life and continuing her legacy. https://t.co/uRadYpjDba— The Players' Tribune (@PlayersTribune) July 18, 2023 Meyer, sem var markvörður, tryggði Stanford háskólatitilinn 2019 með því að verja víti í vítakeppni í úrslitaleiknum. Hún fagnaði þá með því að renna fyrir munninn sinn. Smith og Girma voru þá liðsfélagar hennar. Meyer tók sitt eigið líf í mars 2022 og síðan þá hafa Smith og Girma gert allt sitt til að auka skilning á mikilvægi þess að hugsa vel um geðheilsu íþróttafólks. „Það eru margir leikmenn að tala um andlega heilsu, við meðtaldar, því við sjáum þetta sem gott tækifæri til að setja hluti í sviðsljósið sem skipta okkur máli. Þetta málefni hefur átt sér samastað í innsta kjarna liðsins í langan tíma og því er mikilvægt fyrir okkur að halda umræðunni áfram,“ sagði Girma. „Þetta er rosalega mikilvægt fyrir bæði mig Soph,“ sagði Girma. Naomi Girma on Sophia Smith's celebration in honor of Katie Meyer. #USWNT #FIFAWWC pic.twitter.com/9eznqyocyr— Meg Linehan (@itsmeglinehan) July 24, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Smith fagnaði markinu með því að renna aftur fyrir munninn sinn eða „zip your lips“ upp á enska tungu. Sjónvarpsvélarnar náðu reyndar fögnuðinum ekki nógu vel en Smith var þarna að tileinka markið sitt föllnum liðsfélaga. Naomi Girma makes her World Cup debut today for the @uswnt, but she's doing it without her best friend.On March 1, 2022, Katie Meyer died by suicide. This is for her. (via: @PlayersTribune) pic.twitter.com/780qdsN6N4— UNINTERRUPTED (@uninterrupted) July 21, 2023 Sú heitir Katie Meyer og lék með Sophiu Smith og Naomi Girma hjá Stanford háskólanum. Meyer féll fyrir eigin hendi á síðasta ári. Girma og Meyer voru mjög góðar vinkonur. Naomi Girma ræddi við fjölmiðlamenn í dag og sagði frá hvað þær voru að hugsa. ESPN sagði frá. „Við sögðum að ef einhver okkar skoraði, líklega hún [Smith], þá myndum við fagna svona. Þetta var önnur leið fyrir okkur til að heiðra minningu hennar,“ sagði Naomi Girma. On March 1, 2022, Katie Meyer died by suicide. For @naomi_girma, this is bigger than soccer.The @USWNT defender wrote about her best friend s life and continuing her legacy. https://t.co/uRadYpjDba— The Players' Tribune (@PlayersTribune) July 18, 2023 Meyer, sem var markvörður, tryggði Stanford háskólatitilinn 2019 með því að verja víti í vítakeppni í úrslitaleiknum. Hún fagnaði þá með því að renna fyrir munninn sinn. Smith og Girma voru þá liðsfélagar hennar. Meyer tók sitt eigið líf í mars 2022 og síðan þá hafa Smith og Girma gert allt sitt til að auka skilning á mikilvægi þess að hugsa vel um geðheilsu íþróttafólks. „Það eru margir leikmenn að tala um andlega heilsu, við meðtaldar, því við sjáum þetta sem gott tækifæri til að setja hluti í sviðsljósið sem skipta okkur máli. Þetta málefni hefur átt sér samastað í innsta kjarna liðsins í langan tíma og því er mikilvægt fyrir okkur að halda umræðunni áfram,“ sagði Girma. „Þetta er rosalega mikilvægt fyrir bæði mig Soph,“ sagði Girma. Naomi Girma on Sophia Smith's celebration in honor of Katie Meyer. #USWNT #FIFAWWC pic.twitter.com/9eznqyocyr— Meg Linehan (@itsmeglinehan) July 24, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira