Festa kaup á 45 prósenta hlut í Öryggismiðstöðinni Eiður Þór Árnason skrifar 24. júlí 2023 14:07 Trausti Jónsson og Benedikt Ólafsson, stofnendur VEX. Aðsend Framtakssjóðurinn VEX I hefur náð samkomulagi um kaup á um 45% hlutafjár í Öryggismiðstöðinni. VEX I er tíu milljarða framtakssjóður í stýringu VEX ehf. og fjárfestir í óskráðum fyrirtækjum. Samkomulagið er gert með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Þetta kemur fram í tilkynningu en seljendur eru félagið Hlér ehf., sem er í meirihlutaeigu Guðmundar Ásgeirssonar, Nóra Capital ehf., í eigu Róberts Róbertssonar, Daði Þór Veigarsson og Seldalur ehf., sem er í eigu nokkurra starfsmanna Öryggismiðstöðvarinnar. Þar að auki selur Laugarfell ehf., félag í eigu Ragnars Þórs Jónssonar, forstjóra og Auðar Lilju Davíðsdóttur, framkvæmdastjóra sölu og ráðgjafar að hluta og á áfram hlutafé í Öryggismiðstöðinni. Hluthafar Öryggismiðstöðvarinnar eftir viðskiptin verða, ásamt VEX I, Laugarfell ehf., nokkrir lykilstarfsmenn félagsins og Feier ehf., félag í eigu Hjörleifs Jakobssonar og Hjördísar Ásberg. Feier eykur lítillega við hlut sinn í viðskiptunum, að því er fram kemur í tilkynningu. Um 550 stöðugildi voru hjá Öryggismiðstöðinni á síðasta ári sem var stofnuð árið 1995. Að sögn stjórnenda nam velta félagsins rúmlega sjö milljörðum króna á síðasta ári og eru viðskiptavinir í öryggis- og velferðarþjónustu mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins. Fimmta félagið sem VEX I fjárfestir í VEX I er tíu milljarða framtakssjóður í stýringu VEX ehf. „Sjóðurinn fjárfestir í óskráðum fyrirtækjum, sem eru að sækja nýtt hlutafé til vaxtar, auk stöndugra félaga þar sem tækifæri eru til umbóta og aukinnar virðissköpunar,“ segir í tilkynningu. VEX I hefur áður fjárfest í hugbúnaðar- og tæknifyrirtækjunum AGR Dynamics, Annata og Opnum kerfum, en sjóðurinn hefur einnig fjárfest í Icelandic Provisions sem framleiðir Skyr fyrir erlendan markað. Benedikt Ólafsson, eigandi hjá framtakssjóðastýringunni VEX segir Öryggismiðstöðina hafa tekist að fjölga tekjustoðum á sviðum þar sem VEX sjái tækifæri til að sækja enn frekar fram. Ragnar Þór Jónsson, forstjóri Öryggismiðstöðvarinnar segist hafa trú á að tilkoma VEX hjálpi félaginu að komast nær markmiðum sínum. „Fyrirtækið er í öflugum vexti og stöðugri þróun. Tækifærin eru fjölbreytt og við erum á spennandi vegferð með frábærum hópi starfsmanna þar sem gildi fyrirtækisins; forysta, umhyggja og traust leiða okkur áfram á því ferðalagi sem við erum á,“ segir hann í tilkynningu. Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins stærstir í VEX I VEX var stofnað af Trausta Jónssyni og Benedikt Ólafssyni en auk þeirra eiga tryggingafélagið VÍS og Bjarni Ármannsson, fjárfestir og forstjóri Iceland Seafood International, hlut í framtakssjóðastýringunni. Sjóðurinn VEX I áformar að fjárfesta í fjórum til átta fyrirtækjum og að eignarhaldstími í hverju félagi verði á bilinu þrjú til sjö ár. Stærstu fjárfestarnir í sjóðnum eru Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 18 prósenta hlut hvor. Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir VEX búið að fjárfesta fyrir fimm milljarða Framtakssjóðastýringin VEX hefur fjárfest fyrir 5 milljarða króna frá því að fyrsta framtakssjóði félagsins var komið á fót sumarið 2021. 16. maí 2022 11:16 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu en seljendur eru félagið Hlér ehf., sem er í meirihlutaeigu Guðmundar Ásgeirssonar, Nóra Capital ehf., í eigu Róberts Róbertssonar, Daði Þór Veigarsson og Seldalur ehf., sem er í eigu nokkurra starfsmanna Öryggismiðstöðvarinnar. Þar að auki selur Laugarfell ehf., félag í eigu Ragnars Þórs Jónssonar, forstjóra og Auðar Lilju Davíðsdóttur, framkvæmdastjóra sölu og ráðgjafar að hluta og á áfram hlutafé í Öryggismiðstöðinni. Hluthafar Öryggismiðstöðvarinnar eftir viðskiptin verða, ásamt VEX I, Laugarfell ehf., nokkrir lykilstarfsmenn félagsins og Feier ehf., félag í eigu Hjörleifs Jakobssonar og Hjördísar Ásberg. Feier eykur lítillega við hlut sinn í viðskiptunum, að því er fram kemur í tilkynningu. Um 550 stöðugildi voru hjá Öryggismiðstöðinni á síðasta ári sem var stofnuð árið 1995. Að sögn stjórnenda nam velta félagsins rúmlega sjö milljörðum króna á síðasta ári og eru viðskiptavinir í öryggis- og velferðarþjónustu mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins. Fimmta félagið sem VEX I fjárfestir í VEX I er tíu milljarða framtakssjóður í stýringu VEX ehf. „Sjóðurinn fjárfestir í óskráðum fyrirtækjum, sem eru að sækja nýtt hlutafé til vaxtar, auk stöndugra félaga þar sem tækifæri eru til umbóta og aukinnar virðissköpunar,“ segir í tilkynningu. VEX I hefur áður fjárfest í hugbúnaðar- og tæknifyrirtækjunum AGR Dynamics, Annata og Opnum kerfum, en sjóðurinn hefur einnig fjárfest í Icelandic Provisions sem framleiðir Skyr fyrir erlendan markað. Benedikt Ólafsson, eigandi hjá framtakssjóðastýringunni VEX segir Öryggismiðstöðina hafa tekist að fjölga tekjustoðum á sviðum þar sem VEX sjái tækifæri til að sækja enn frekar fram. Ragnar Þór Jónsson, forstjóri Öryggismiðstöðvarinnar segist hafa trú á að tilkoma VEX hjálpi félaginu að komast nær markmiðum sínum. „Fyrirtækið er í öflugum vexti og stöðugri þróun. Tækifærin eru fjölbreytt og við erum á spennandi vegferð með frábærum hópi starfsmanna þar sem gildi fyrirtækisins; forysta, umhyggja og traust leiða okkur áfram á því ferðalagi sem við erum á,“ segir hann í tilkynningu. Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins stærstir í VEX I VEX var stofnað af Trausta Jónssyni og Benedikt Ólafssyni en auk þeirra eiga tryggingafélagið VÍS og Bjarni Ármannsson, fjárfestir og forstjóri Iceland Seafood International, hlut í framtakssjóðastýringunni. Sjóðurinn VEX I áformar að fjárfesta í fjórum til átta fyrirtækjum og að eignarhaldstími í hverju félagi verði á bilinu þrjú til sjö ár. Stærstu fjárfestarnir í sjóðnum eru Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 18 prósenta hlut hvor.
Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir VEX búið að fjárfesta fyrir fimm milljarða Framtakssjóðastýringin VEX hefur fjárfest fyrir 5 milljarða króna frá því að fyrsta framtakssjóði félagsins var komið á fót sumarið 2021. 16. maí 2022 11:16 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
VEX búið að fjárfesta fyrir fimm milljarða Framtakssjóðastýringin VEX hefur fjárfest fyrir 5 milljarða króna frá því að fyrsta framtakssjóði félagsins var komið á fót sumarið 2021. 16. maí 2022 11:16