Festa kaup á 45 prósenta hlut í Öryggismiðstöðinni Eiður Þór Árnason skrifar 24. júlí 2023 14:07 Trausti Jónsson og Benedikt Ólafsson, stofnendur VEX. Aðsend Framtakssjóðurinn VEX I hefur náð samkomulagi um kaup á um 45% hlutafjár í Öryggismiðstöðinni. VEX I er tíu milljarða framtakssjóður í stýringu VEX ehf. og fjárfestir í óskráðum fyrirtækjum. Samkomulagið er gert með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Þetta kemur fram í tilkynningu en seljendur eru félagið Hlér ehf., sem er í meirihlutaeigu Guðmundar Ásgeirssonar, Nóra Capital ehf., í eigu Róberts Róbertssonar, Daði Þór Veigarsson og Seldalur ehf., sem er í eigu nokkurra starfsmanna Öryggismiðstöðvarinnar. Þar að auki selur Laugarfell ehf., félag í eigu Ragnars Þórs Jónssonar, forstjóra og Auðar Lilju Davíðsdóttur, framkvæmdastjóra sölu og ráðgjafar að hluta og á áfram hlutafé í Öryggismiðstöðinni. Hluthafar Öryggismiðstöðvarinnar eftir viðskiptin verða, ásamt VEX I, Laugarfell ehf., nokkrir lykilstarfsmenn félagsins og Feier ehf., félag í eigu Hjörleifs Jakobssonar og Hjördísar Ásberg. Feier eykur lítillega við hlut sinn í viðskiptunum, að því er fram kemur í tilkynningu. Um 550 stöðugildi voru hjá Öryggismiðstöðinni á síðasta ári sem var stofnuð árið 1995. Að sögn stjórnenda nam velta félagsins rúmlega sjö milljörðum króna á síðasta ári og eru viðskiptavinir í öryggis- og velferðarþjónustu mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins. Fimmta félagið sem VEX I fjárfestir í VEX I er tíu milljarða framtakssjóður í stýringu VEX ehf. „Sjóðurinn fjárfestir í óskráðum fyrirtækjum, sem eru að sækja nýtt hlutafé til vaxtar, auk stöndugra félaga þar sem tækifæri eru til umbóta og aukinnar virðissköpunar,“ segir í tilkynningu. VEX I hefur áður fjárfest í hugbúnaðar- og tæknifyrirtækjunum AGR Dynamics, Annata og Opnum kerfum, en sjóðurinn hefur einnig fjárfest í Icelandic Provisions sem framleiðir Skyr fyrir erlendan markað. Benedikt Ólafsson, eigandi hjá framtakssjóðastýringunni VEX segir Öryggismiðstöðina hafa tekist að fjölga tekjustoðum á sviðum þar sem VEX sjái tækifæri til að sækja enn frekar fram. Ragnar Þór Jónsson, forstjóri Öryggismiðstöðvarinnar segist hafa trú á að tilkoma VEX hjálpi félaginu að komast nær markmiðum sínum. „Fyrirtækið er í öflugum vexti og stöðugri þróun. Tækifærin eru fjölbreytt og við erum á spennandi vegferð með frábærum hópi starfsmanna þar sem gildi fyrirtækisins; forysta, umhyggja og traust leiða okkur áfram á því ferðalagi sem við erum á,“ segir hann í tilkynningu. Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins stærstir í VEX I VEX var stofnað af Trausta Jónssyni og Benedikt Ólafssyni en auk þeirra eiga tryggingafélagið VÍS og Bjarni Ármannsson, fjárfestir og forstjóri Iceland Seafood International, hlut í framtakssjóðastýringunni. Sjóðurinn VEX I áformar að fjárfesta í fjórum til átta fyrirtækjum og að eignarhaldstími í hverju félagi verði á bilinu þrjú til sjö ár. Stærstu fjárfestarnir í sjóðnum eru Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 18 prósenta hlut hvor. Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir VEX búið að fjárfesta fyrir fimm milljarða Framtakssjóðastýringin VEX hefur fjárfest fyrir 5 milljarða króna frá því að fyrsta framtakssjóði félagsins var komið á fót sumarið 2021. 16. maí 2022 11:16 Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu en seljendur eru félagið Hlér ehf., sem er í meirihlutaeigu Guðmundar Ásgeirssonar, Nóra Capital ehf., í eigu Róberts Róbertssonar, Daði Þór Veigarsson og Seldalur ehf., sem er í eigu nokkurra starfsmanna Öryggismiðstöðvarinnar. Þar að auki selur Laugarfell ehf., félag í eigu Ragnars Þórs Jónssonar, forstjóra og Auðar Lilju Davíðsdóttur, framkvæmdastjóra sölu og ráðgjafar að hluta og á áfram hlutafé í Öryggismiðstöðinni. Hluthafar Öryggismiðstöðvarinnar eftir viðskiptin verða, ásamt VEX I, Laugarfell ehf., nokkrir lykilstarfsmenn félagsins og Feier ehf., félag í eigu Hjörleifs Jakobssonar og Hjördísar Ásberg. Feier eykur lítillega við hlut sinn í viðskiptunum, að því er fram kemur í tilkynningu. Um 550 stöðugildi voru hjá Öryggismiðstöðinni á síðasta ári sem var stofnuð árið 1995. Að sögn stjórnenda nam velta félagsins rúmlega sjö milljörðum króna á síðasta ári og eru viðskiptavinir í öryggis- og velferðarþjónustu mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins. Fimmta félagið sem VEX I fjárfestir í VEX I er tíu milljarða framtakssjóður í stýringu VEX ehf. „Sjóðurinn fjárfestir í óskráðum fyrirtækjum, sem eru að sækja nýtt hlutafé til vaxtar, auk stöndugra félaga þar sem tækifæri eru til umbóta og aukinnar virðissköpunar,“ segir í tilkynningu. VEX I hefur áður fjárfest í hugbúnaðar- og tæknifyrirtækjunum AGR Dynamics, Annata og Opnum kerfum, en sjóðurinn hefur einnig fjárfest í Icelandic Provisions sem framleiðir Skyr fyrir erlendan markað. Benedikt Ólafsson, eigandi hjá framtakssjóðastýringunni VEX segir Öryggismiðstöðina hafa tekist að fjölga tekjustoðum á sviðum þar sem VEX sjái tækifæri til að sækja enn frekar fram. Ragnar Þór Jónsson, forstjóri Öryggismiðstöðvarinnar segist hafa trú á að tilkoma VEX hjálpi félaginu að komast nær markmiðum sínum. „Fyrirtækið er í öflugum vexti og stöðugri þróun. Tækifærin eru fjölbreytt og við erum á spennandi vegferð með frábærum hópi starfsmanna þar sem gildi fyrirtækisins; forysta, umhyggja og traust leiða okkur áfram á því ferðalagi sem við erum á,“ segir hann í tilkynningu. Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins stærstir í VEX I VEX var stofnað af Trausta Jónssyni og Benedikt Ólafssyni en auk þeirra eiga tryggingafélagið VÍS og Bjarni Ármannsson, fjárfestir og forstjóri Iceland Seafood International, hlut í framtakssjóðastýringunni. Sjóðurinn VEX I áformar að fjárfesta í fjórum til átta fyrirtækjum og að eignarhaldstími í hverju félagi verði á bilinu þrjú til sjö ár. Stærstu fjárfestarnir í sjóðnum eru Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 18 prósenta hlut hvor.
Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir VEX búið að fjárfesta fyrir fimm milljarða Framtakssjóðastýringin VEX hefur fjárfest fyrir 5 milljarða króna frá því að fyrsta framtakssjóði félagsins var komið á fót sumarið 2021. 16. maí 2022 11:16 Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
VEX búið að fjárfesta fyrir fimm milljarða Framtakssjóðastýringin VEX hefur fjárfest fyrir 5 milljarða króna frá því að fyrsta framtakssjóði félagsins var komið á fót sumarið 2021. 16. maí 2022 11:16