Eldgosið hafi komið á besta tíma 25. júlí 2023 15:07 Björn Steinbekk fékk að prófa nýja drónann á glænýju eldgosi. YouTube Síðan eldgosahrina hófst á Reykjanesskaga fyrir tveimur árum hefur Björn Steinbekk verið fastagestur á svæðinu með dróna á lofti. Segja má að gosið sem hófst í júlí hafi ekki getað komið á betri tíma fyrir Björn. „Ég er búinn að vera að nota drónann frá fyrsta degi við gosið, prufa svona hina og þessa fítusa á honum, skoða hvað er hægt að gera með hann,“ segir Björn í samtali við fréttastofu en um er að ræða nýjan dróna frá framleiðandanum DJI sem kallast Air 3. Björn segir að niðurstaðan hafi verið sú að hann ákvað að gera stuttmynd um eldgos og áhrifamátt þeirra. „Hvernig eldgos hefur áhrif á allt fólkið sem kemst í tæri við það. Svona mína sýn á þetta undur, það er grunnurinn í þessu,“ útskýrir hann. Hann merkir aukinn áhuga fólks á drónum og möguleikanum sem þeir veita. „Ég er að fá endalaust af skilaboðum og fyrirspurnum frá alls konar fólki sem er að kaupa sér dróna. Fólk sem hefur gaman af því að mynda í gönguferðum uppi á hálendi, fólk sem er á kajökum eða hjólum. Þetta er að dreifast alveg ótrúlega.“ Björn rekur þetta að hluta til þess hve áberandi drónar hafa verið á síðustu árum. „Þetta hefur alltaf orðið meira og meira áberandi og hópurinn stækkar sem sér tækifæri í þessu. Síðan verða þessi tæki alltaf meðfærilegri og þægilegri að læra á. Það er alls konar fólk, bæði ungt og eldra sem er að kaupa sér dróna í dag.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fleiri fréttir Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Sjá meira
„Ég er búinn að vera að nota drónann frá fyrsta degi við gosið, prufa svona hina og þessa fítusa á honum, skoða hvað er hægt að gera með hann,“ segir Björn í samtali við fréttastofu en um er að ræða nýjan dróna frá framleiðandanum DJI sem kallast Air 3. Björn segir að niðurstaðan hafi verið sú að hann ákvað að gera stuttmynd um eldgos og áhrifamátt þeirra. „Hvernig eldgos hefur áhrif á allt fólkið sem kemst í tæri við það. Svona mína sýn á þetta undur, það er grunnurinn í þessu,“ útskýrir hann. Hann merkir aukinn áhuga fólks á drónum og möguleikanum sem þeir veita. „Ég er að fá endalaust af skilaboðum og fyrirspurnum frá alls konar fólki sem er að kaupa sér dróna. Fólk sem hefur gaman af því að mynda í gönguferðum uppi á hálendi, fólk sem er á kajökum eða hjólum. Þetta er að dreifast alveg ótrúlega.“ Björn rekur þetta að hluta til þess hve áberandi drónar hafa verið á síðustu árum. „Þetta hefur alltaf orðið meira og meira áberandi og hópurinn stækkar sem sér tækifæri í þessu. Síðan verða þessi tæki alltaf meðfærilegri og þægilegri að læra á. Það er alls konar fólk, bæði ungt og eldra sem er að kaupa sér dróna í dag.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fleiri fréttir Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Sjá meira