Stórt hrun á Húsatóftavelli í Grindavík Siggeir Ævarsson skrifar 26. júlí 2023 06:30 Húsatóftavöllur í Grindavík stendur í stórbrotnu landslagi rétt við sjávarkambinn Facebook Golfklúbbur Grindavíkur Náttúruöflin hafa reynst Grindvíkingum óþægur ljár í þúfu undanfarin misseri en ítrekað hefur verið varað við grjóthruni á helstu útivistarsvæðum bæjarins vegna jarðskjálfta á Reykjanesi. Fáir áttu þó sennilega von á að golfarar á svæðinu yrðu fyrir jafn miklum óþægindum og raun ber vitni. Óvænt sjón blasti við grindvískum golfurum þegar þeir mættu til leiks á 10. braut í gær en gríðarstór steinn hafði losnað úr klöpp nokkuð ofan við völlinn og oltið alla leið inn á brautina, golfþyrstum Grindvíkingum til mikils ama. Það var golflýsandinn og framkvæmdastjóri UMFG, Jón Júlíus Karlsson, sem greindi frá þessu á Twitter og birti mynd af hnullungnum. Þessi steinn valt út úr klöppinni við 10. braut í gær og alla leið inn á braut. Náttúran heldur betur að minna á sig á Húsatóftavelli. pic.twitter.com/TfB3dWOOZ6— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) July 25, 2023 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem völlurinn á Húsatóftum fær að kenna á krafti náttúruaflanna. Völlurinn stendur við sjávarkambinn og er stutt í ágang sjávar. Í febrúar 2020 urðu miklar skemmdir á vellinum eftir hamfaraveður og aftur snemma árs 2022 þar sem gríðarlegt magn af sjávargrjóti þakti stóran hluta af fimm holum vallarins. Golf Grindavík Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Óvænt sjón blasti við grindvískum golfurum þegar þeir mættu til leiks á 10. braut í gær en gríðarstór steinn hafði losnað úr klöpp nokkuð ofan við völlinn og oltið alla leið inn á brautina, golfþyrstum Grindvíkingum til mikils ama. Það var golflýsandinn og framkvæmdastjóri UMFG, Jón Júlíus Karlsson, sem greindi frá þessu á Twitter og birti mynd af hnullungnum. Þessi steinn valt út úr klöppinni við 10. braut í gær og alla leið inn á braut. Náttúran heldur betur að minna á sig á Húsatóftavelli. pic.twitter.com/TfB3dWOOZ6— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) July 25, 2023 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem völlurinn á Húsatóftum fær að kenna á krafti náttúruaflanna. Völlurinn stendur við sjávarkambinn og er stutt í ágang sjávar. Í febrúar 2020 urðu miklar skemmdir á vellinum eftir hamfaraveður og aftur snemma árs 2022 þar sem gríðarlegt magn af sjávargrjóti þakti stóran hluta af fimm holum vallarins.
Golf Grindavík Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira