Fær að heyra það eftir atvik næturinnar: „Best fyrir hann að halda sig fjarri“ Aron Guðmundsson skrifar 26. júlí 2023 16:31 Samstuð Mullin og Bishop í leik Wrexham og Manchester United í nótt Vísir/Getty Phil Parkinson, knattspyrnustjóri Wrexham, lét Nathan Bishop, sem stóð í marki Manchester United í æfingarleik liðsins gegn Wrexham í nótt, heyra það í viðtali eftir leik og sakaði hann um glæfralega tilburði. Paul Mullin, stjörnuleikmaður og helsti markaskorari velska knattspyrnufélagsins Wrexham, er á batavegi eftir harkalegt samstuð við markmann Manchester United í æfingarleik liðanna í nótt. „Ég er brjálaður yfir þessu í fullri hreinskilni sagt,“ sagði Parkinson eftir leik. „Þetta var klaufa- og glæfralegt athæfi markvarðarins og það í leik á undirbúningstímabili. Ég er alls ekki ánægður með þetta.“ Atvikið átti sér stað snemma leiks, nánar tiltekið á 12. mínútu og var fljótt ljóst að eitthvað alvarlegt amaði að Mullin, sem er jafnan fljótur á fætur aftur eftir að hafa verið felldur til jarðar. Í ljós hefur komið að Mullin hlaut samfallið lunga, meiðsli sem munu halda honum frá knattspyrnuvellinum í einhverjar vikur. Sjálfur hefur Bishop beðist afsökunar í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlum og þá reyndi hann að ná til Mullin eftir að hafa sjálfur verið tekinn af velli í hálfleik. Parkinson ráðlagði markmanninum unga þó að halda sig fjarri. „Ég hef ekki séð markmanninn en það er líklega best fyrir hann að halda sig fjarri vegna þess að við erum alls ekki ánægðir. Athæfi hans verðskuldaði beint rautt spjald.“ Wrexham manager Phil Parkinson was not a happy man after Paul Mullin suffered a punctured lung during their pre-season game with Manchester United @BeanymanSportspic.twitter.com/HNaVAHtJpR— 101 Great Goals (@101greatgoals) July 26, 2023 Daily Mail hefur eftir heimildarmönnum sínum að forráðamenn Manchester United séu allt annað en sáttir með framgöngu Phil Parkinson, knattspyrnustjóra Wrexham í þessu máli. Stjórinn hafi orðið til þess að æsingurinn í málinu hafi stigmagnast og orðið til þess að Bishop hafi fengið margvísleg ógeðfelld skilaboð á samfélagsmiðlum. Enski boltinn Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Paul Mullin, stjörnuleikmaður og helsti markaskorari velska knattspyrnufélagsins Wrexham, er á batavegi eftir harkalegt samstuð við markmann Manchester United í æfingarleik liðanna í nótt. „Ég er brjálaður yfir þessu í fullri hreinskilni sagt,“ sagði Parkinson eftir leik. „Þetta var klaufa- og glæfralegt athæfi markvarðarins og það í leik á undirbúningstímabili. Ég er alls ekki ánægður með þetta.“ Atvikið átti sér stað snemma leiks, nánar tiltekið á 12. mínútu og var fljótt ljóst að eitthvað alvarlegt amaði að Mullin, sem er jafnan fljótur á fætur aftur eftir að hafa verið felldur til jarðar. Í ljós hefur komið að Mullin hlaut samfallið lunga, meiðsli sem munu halda honum frá knattspyrnuvellinum í einhverjar vikur. Sjálfur hefur Bishop beðist afsökunar í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlum og þá reyndi hann að ná til Mullin eftir að hafa sjálfur verið tekinn af velli í hálfleik. Parkinson ráðlagði markmanninum unga þó að halda sig fjarri. „Ég hef ekki séð markmanninn en það er líklega best fyrir hann að halda sig fjarri vegna þess að við erum alls ekki ánægðir. Athæfi hans verðskuldaði beint rautt spjald.“ Wrexham manager Phil Parkinson was not a happy man after Paul Mullin suffered a punctured lung during their pre-season game with Manchester United @BeanymanSportspic.twitter.com/HNaVAHtJpR— 101 Great Goals (@101greatgoals) July 26, 2023 Daily Mail hefur eftir heimildarmönnum sínum að forráðamenn Manchester United séu allt annað en sáttir með framgöngu Phil Parkinson, knattspyrnustjóra Wrexham í þessu máli. Stjórinn hafi orðið til þess að æsingurinn í málinu hafi stigmagnast og orðið til þess að Bishop hafi fengið margvísleg ógeðfelld skilaboð á samfélagsmiðlum.
Enski boltinn Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira