Fær að heyra það eftir atvik næturinnar: „Best fyrir hann að halda sig fjarri“ Aron Guðmundsson skrifar 26. júlí 2023 16:31 Samstuð Mullin og Bishop í leik Wrexham og Manchester United í nótt Vísir/Getty Phil Parkinson, knattspyrnustjóri Wrexham, lét Nathan Bishop, sem stóð í marki Manchester United í æfingarleik liðsins gegn Wrexham í nótt, heyra það í viðtali eftir leik og sakaði hann um glæfralega tilburði. Paul Mullin, stjörnuleikmaður og helsti markaskorari velska knattspyrnufélagsins Wrexham, er á batavegi eftir harkalegt samstuð við markmann Manchester United í æfingarleik liðanna í nótt. „Ég er brjálaður yfir þessu í fullri hreinskilni sagt,“ sagði Parkinson eftir leik. „Þetta var klaufa- og glæfralegt athæfi markvarðarins og það í leik á undirbúningstímabili. Ég er alls ekki ánægður með þetta.“ Atvikið átti sér stað snemma leiks, nánar tiltekið á 12. mínútu og var fljótt ljóst að eitthvað alvarlegt amaði að Mullin, sem er jafnan fljótur á fætur aftur eftir að hafa verið felldur til jarðar. Í ljós hefur komið að Mullin hlaut samfallið lunga, meiðsli sem munu halda honum frá knattspyrnuvellinum í einhverjar vikur. Sjálfur hefur Bishop beðist afsökunar í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlum og þá reyndi hann að ná til Mullin eftir að hafa sjálfur verið tekinn af velli í hálfleik. Parkinson ráðlagði markmanninum unga þó að halda sig fjarri. „Ég hef ekki séð markmanninn en það er líklega best fyrir hann að halda sig fjarri vegna þess að við erum alls ekki ánægðir. Athæfi hans verðskuldaði beint rautt spjald.“ Wrexham manager Phil Parkinson was not a happy man after Paul Mullin suffered a punctured lung during their pre-season game with Manchester United @BeanymanSportspic.twitter.com/HNaVAHtJpR— 101 Great Goals (@101greatgoals) July 26, 2023 Daily Mail hefur eftir heimildarmönnum sínum að forráðamenn Manchester United séu allt annað en sáttir með framgöngu Phil Parkinson, knattspyrnustjóra Wrexham í þessu máli. Stjórinn hafi orðið til þess að æsingurinn í málinu hafi stigmagnast og orðið til þess að Bishop hafi fengið margvísleg ógeðfelld skilaboð á samfélagsmiðlum. Enski boltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira
Paul Mullin, stjörnuleikmaður og helsti markaskorari velska knattspyrnufélagsins Wrexham, er á batavegi eftir harkalegt samstuð við markmann Manchester United í æfingarleik liðanna í nótt. „Ég er brjálaður yfir þessu í fullri hreinskilni sagt,“ sagði Parkinson eftir leik. „Þetta var klaufa- og glæfralegt athæfi markvarðarins og það í leik á undirbúningstímabili. Ég er alls ekki ánægður með þetta.“ Atvikið átti sér stað snemma leiks, nánar tiltekið á 12. mínútu og var fljótt ljóst að eitthvað alvarlegt amaði að Mullin, sem er jafnan fljótur á fætur aftur eftir að hafa verið felldur til jarðar. Í ljós hefur komið að Mullin hlaut samfallið lunga, meiðsli sem munu halda honum frá knattspyrnuvellinum í einhverjar vikur. Sjálfur hefur Bishop beðist afsökunar í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlum og þá reyndi hann að ná til Mullin eftir að hafa sjálfur verið tekinn af velli í hálfleik. Parkinson ráðlagði markmanninum unga þó að halda sig fjarri. „Ég hef ekki séð markmanninn en það er líklega best fyrir hann að halda sig fjarri vegna þess að við erum alls ekki ánægðir. Athæfi hans verðskuldaði beint rautt spjald.“ Wrexham manager Phil Parkinson was not a happy man after Paul Mullin suffered a punctured lung during their pre-season game with Manchester United @BeanymanSportspic.twitter.com/HNaVAHtJpR— 101 Great Goals (@101greatgoals) July 26, 2023 Daily Mail hefur eftir heimildarmönnum sínum að forráðamenn Manchester United séu allt annað en sáttir með framgöngu Phil Parkinson, knattspyrnustjóra Wrexham í þessu máli. Stjórinn hafi orðið til þess að æsingurinn í málinu hafi stigmagnast og orðið til þess að Bishop hafi fengið margvísleg ógeðfelld skilaboð á samfélagsmiðlum.
Enski boltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira