Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Fram 4-0 | Stjarnan valtaði yfir Fram Þorsteinn Hjálmsson skrifar 26. júlí 2023 21:10 Róbert Frosti Þorkelsson skoraði sitt fyrsta mark í meistaraflokki Vísir/Pawel Cieslikiewicz Stjarnan fékk Fram í heimsókn í kvöld á Samsungvöllinn í Garðabæ í leik sem heimamenn stjórnuðu ferðinni. Lokatölur 4-0 eftir að staðan var 1-0 í hálfleik. Stjarnan kom sér upp í fimmta sæti Bestu deildarinnar með sigrinum en Fram situr enn í fallsæti tveimur stigum frá öruggu sæti. Leikurinn fór rólega af stað og mikið jafnræði var með liðunum fyrstu tíu mínúturnar. Þá tóku heimamenn alla stjórn á vellinum og héldu vel í boltann. Eggert Aron skoraði fyrsta markið í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Emil Atlason, framherji Stjörnunnar, komst í dauðafæri á 11. mínútu eftir fyrirgjöf frá vinstri kantinum. Emil setti boltann þá fram hjá af stuttu færi. Fyrsta mark leiksins kom á 26. mínútu leiksins. Heiðar Ægisson komst þá upp hægri kantinn og sendi fyrir inn á teig Fram. Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður Fram, kom boltanum út úr teignum en þó ekki lengra en á Eggert Aron Guðmundsson sem lét vaða á markið. Skot hans hafði viðkomu í Orra Sigurjónssyni, varnarmanni Fram, og þaðan fór boltinn í netið. Gunnar Oddur Hafliðason dæmdi leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Það sem eftir lifði fyrri hálfleiksins voru Stjörnumenn með öll völd á vellinum. Staðan 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn fór rólega af stað. Á 64. mínútu leiksins dró þó til tíðinda þegar Emil Atlason skoraði annað mark Stjörnunnar. Helgi Fróði Ingason sem var nýkominn inn á fyrir heimamenn vann þá boltann á miðjunni og setti Emil Atlason í gegn. Emil vippaði boltanum glæsilega yfir Ólaf Íshólm í marki Fram og staðan orðin 2-0. Stjarnan vann leikinn á endanum 4-0Vísir/Pawel Cieslikiewicz Heimamenn héldu áfram að berja á Frömurum og skoruðu sitt þriðja mark á 78. mínútu. Róbert Frosti Þorkelsson, sem kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Eggert Aron, fékk þá boltann fyrir utan teiginn hægra megin og lét vaða. Á leið sinni að markinu hafði boltinn viðkomu í Brynjari Gauta, varnarmanni Fram, og Ólafur Íshólm sigraður í marki Fram. Fjórum mínútum síðar skoraði Stjarnan sitt fjórða og síðasta mark og var Emil Atlason þar aftur á ferðinni. Emil fékk þá glæsilega sendingu inn fyrir vörn Fram frá Róberti Frosta. Emil lék í kjölfarið á Ólaf Íshólm í marki Fram og renndi boltanum í netið. Það er gaman að vera í Stjörnunni þessa stundinaVísir/Pawel Cieslikiewicz Af hverju vann Stjarnan? Stjörnumenn léku á als oddi í öllum þáttum leiksins og áttu Framarar í raun aldrei séns miðað við ákefðina og sjálfstraustið sem einkenndi lið heimamanna. Stjarnan hefði hæglega getað unnið með stærri mun. Hverjir stóðu upp úr? Erfitt að velja einstaka menn úr liði heimamanna þar sem hver og einn einasti átti afbragðs leik. Lið Stjörnunnar stóð því upp úr með Emil Atlason mögulega fremstan í flokki. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fram fábrotinn og slakur. Þau fáu tækifæri sem liðið fékk til að sýna takta fram á við þá slógu sóknarmenn Fram feilnótu. Hvað gerist næst? Stjarnan fer á Kópavogsvöll á laugardaginn og mætir Breiðabliki klukkan 18:15. Framarar eru hins vegar komnir í frí fram yfir Verslunarmannahelgi. Næsti leikur Fram er 8. ágúst á heimavelli gegn Fylki. Jón Sveinsson: Restin af tímabilinu snýst um það að reyna halda sæti sínu Jón Sveinsson á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz „Framan af var þetta allt í lagi og leikurinn í ágætis jafnvægi. Stjarnan hélt aðeins betur í boltann þegar leið á fyrri hálfleikinn en skora eitt mark sem fer af okkar manni sem var aldrei hætta nema hvernig það endaði í markinu. Við byrjum ágætlega seinni hálfleikinn en þegar þeir skora annað markið þá datt allur botn úr okkar liði og við reyndum að gera skiptingar og reyndum að fríska upp á þetta en því miður gekk það ekki neitt og Stjarnan fékk tvö auðveld mörk í viðbót. Við áttum ekki góðan dag í dag,“ sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, um leik liðs síns gegn Stjörnunni í kvöld. Næsta spurning varðaði hvort andleysi væri yfir Fram liðinu um þessar mundir og svaraði Jón því játandi. „Já og kannski er það ekkert óeðlilegt miðað við stöðuna. Við höfum verið að sogast niður og erum bara í bullandi fallbaráttu og restin af tímabilinu snýst bara um það að reyna halda sæti sínu í deildinni. Sjálfstraustið er því ekki mikið í liðinu líkt og hjá Stjörnunni sem hefur verið að ná sínum vopnum og hafa verið að spila mjög vel undanfarið og eru frábærir hérna heima. Þeir eru fullir sjálfstrausts á meðan við erum það kannski ekki og að komast í 2-0 þá bara breyttist leikurinn töluvert og við vorum bara að elta síðustu 15-20 mínúturnar,“ sagði Jón. Næsti leikur Fram er ekki fyrr en eftir Verslunarmannahelgi en liðið hefur tapað síðustu fjórum leikjum í deildinni. Liðið fer því í langa pásu með þessa taphrinu á bakinu. „Það er kannski bæði gott og slæmt. Það er stutt síðan að við töpuðum fyrir Val 1-0 í hörku leik og það gerði okkur ekkert gott að fara strax í annan leik. Þannig að núna fáum við lengri pásu. Við þurfum að fara líta inn á við. Bæði við, leikmenn og þeir sem eru í kringum þetta og velta fyrir sér hvernig við getum snúið þessu við. Það er ekki spurning að við höfum gæði til þess og leikmenn en þegar sjálfstraustið er lítið og hlutirnir ekki að detta með þér þá er oft fljótt í uppgjöfina, því miður. Við verðum að finna leið út úr því. Við höfum langan tíma til þess að undirbúa það,“ sagði Jón Sveinsson að lokum. Besta deild karla Stjarnan Fram
Stjarnan fékk Fram í heimsókn í kvöld á Samsungvöllinn í Garðabæ í leik sem heimamenn stjórnuðu ferðinni. Lokatölur 4-0 eftir að staðan var 1-0 í hálfleik. Stjarnan kom sér upp í fimmta sæti Bestu deildarinnar með sigrinum en Fram situr enn í fallsæti tveimur stigum frá öruggu sæti. Leikurinn fór rólega af stað og mikið jafnræði var með liðunum fyrstu tíu mínúturnar. Þá tóku heimamenn alla stjórn á vellinum og héldu vel í boltann. Eggert Aron skoraði fyrsta markið í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Emil Atlason, framherji Stjörnunnar, komst í dauðafæri á 11. mínútu eftir fyrirgjöf frá vinstri kantinum. Emil setti boltann þá fram hjá af stuttu færi. Fyrsta mark leiksins kom á 26. mínútu leiksins. Heiðar Ægisson komst þá upp hægri kantinn og sendi fyrir inn á teig Fram. Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður Fram, kom boltanum út úr teignum en þó ekki lengra en á Eggert Aron Guðmundsson sem lét vaða á markið. Skot hans hafði viðkomu í Orra Sigurjónssyni, varnarmanni Fram, og þaðan fór boltinn í netið. Gunnar Oddur Hafliðason dæmdi leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Það sem eftir lifði fyrri hálfleiksins voru Stjörnumenn með öll völd á vellinum. Staðan 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn fór rólega af stað. Á 64. mínútu leiksins dró þó til tíðinda þegar Emil Atlason skoraði annað mark Stjörnunnar. Helgi Fróði Ingason sem var nýkominn inn á fyrir heimamenn vann þá boltann á miðjunni og setti Emil Atlason í gegn. Emil vippaði boltanum glæsilega yfir Ólaf Íshólm í marki Fram og staðan orðin 2-0. Stjarnan vann leikinn á endanum 4-0Vísir/Pawel Cieslikiewicz Heimamenn héldu áfram að berja á Frömurum og skoruðu sitt þriðja mark á 78. mínútu. Róbert Frosti Þorkelsson, sem kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Eggert Aron, fékk þá boltann fyrir utan teiginn hægra megin og lét vaða. Á leið sinni að markinu hafði boltinn viðkomu í Brynjari Gauta, varnarmanni Fram, og Ólafur Íshólm sigraður í marki Fram. Fjórum mínútum síðar skoraði Stjarnan sitt fjórða og síðasta mark og var Emil Atlason þar aftur á ferðinni. Emil fékk þá glæsilega sendingu inn fyrir vörn Fram frá Róberti Frosta. Emil lék í kjölfarið á Ólaf Íshólm í marki Fram og renndi boltanum í netið. Það er gaman að vera í Stjörnunni þessa stundinaVísir/Pawel Cieslikiewicz Af hverju vann Stjarnan? Stjörnumenn léku á als oddi í öllum þáttum leiksins og áttu Framarar í raun aldrei séns miðað við ákefðina og sjálfstraustið sem einkenndi lið heimamanna. Stjarnan hefði hæglega getað unnið með stærri mun. Hverjir stóðu upp úr? Erfitt að velja einstaka menn úr liði heimamanna þar sem hver og einn einasti átti afbragðs leik. Lið Stjörnunnar stóð því upp úr með Emil Atlason mögulega fremstan í flokki. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fram fábrotinn og slakur. Þau fáu tækifæri sem liðið fékk til að sýna takta fram á við þá slógu sóknarmenn Fram feilnótu. Hvað gerist næst? Stjarnan fer á Kópavogsvöll á laugardaginn og mætir Breiðabliki klukkan 18:15. Framarar eru hins vegar komnir í frí fram yfir Verslunarmannahelgi. Næsti leikur Fram er 8. ágúst á heimavelli gegn Fylki. Jón Sveinsson: Restin af tímabilinu snýst um það að reyna halda sæti sínu Jón Sveinsson á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz „Framan af var þetta allt í lagi og leikurinn í ágætis jafnvægi. Stjarnan hélt aðeins betur í boltann þegar leið á fyrri hálfleikinn en skora eitt mark sem fer af okkar manni sem var aldrei hætta nema hvernig það endaði í markinu. Við byrjum ágætlega seinni hálfleikinn en þegar þeir skora annað markið þá datt allur botn úr okkar liði og við reyndum að gera skiptingar og reyndum að fríska upp á þetta en því miður gekk það ekki neitt og Stjarnan fékk tvö auðveld mörk í viðbót. Við áttum ekki góðan dag í dag,“ sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, um leik liðs síns gegn Stjörnunni í kvöld. Næsta spurning varðaði hvort andleysi væri yfir Fram liðinu um þessar mundir og svaraði Jón því játandi. „Já og kannski er það ekkert óeðlilegt miðað við stöðuna. Við höfum verið að sogast niður og erum bara í bullandi fallbaráttu og restin af tímabilinu snýst bara um það að reyna halda sæti sínu í deildinni. Sjálfstraustið er því ekki mikið í liðinu líkt og hjá Stjörnunni sem hefur verið að ná sínum vopnum og hafa verið að spila mjög vel undanfarið og eru frábærir hérna heima. Þeir eru fullir sjálfstrausts á meðan við erum það kannski ekki og að komast í 2-0 þá bara breyttist leikurinn töluvert og við vorum bara að elta síðustu 15-20 mínúturnar,“ sagði Jón. Næsti leikur Fram er ekki fyrr en eftir Verslunarmannahelgi en liðið hefur tapað síðustu fjórum leikjum í deildinni. Liðið fer því í langa pásu með þessa taphrinu á bakinu. „Það er kannski bæði gott og slæmt. Það er stutt síðan að við töpuðum fyrir Val 1-0 í hörku leik og það gerði okkur ekkert gott að fara strax í annan leik. Þannig að núna fáum við lengri pásu. Við þurfum að fara líta inn á við. Bæði við, leikmenn og þeir sem eru í kringum þetta og velta fyrir sér hvernig við getum snúið þessu við. Það er ekki spurning að við höfum gæði til þess og leikmenn en þegar sjálfstraustið er lítið og hlutirnir ekki að detta með þér þá er oft fljótt í uppgjöfina, því miður. Við verðum að finna leið út úr því. Við höfum langan tíma til þess að undirbúa það,“ sagði Jón Sveinsson að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti